Færsluflokkur: Bloggar

,,Faðir minn er tákn Líbíu''

Segir dóttir harðstjórans Gadhafi,  hún eins og  svo margir sem blindir eru gegn kúgun og áróðri stjórnvalda í Líbýu og öðrum þjóðum eftir áralanga vist við allsnægtir

Það er vafasamt hvessu mikið  þessi dóttir ætti að veifa faðerni sínu!!!! 


Jennifer Aniston fær sér fyrsta húðflúrið

Vá, æði!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Nú líður mér miklu betur vitandi að hún er komin með tattú Devil eru þið ekki sammála??
mbl.is Jennifer Aniston fær sér fyrsta húðflúrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindafrömuði sleppt í Kína

Þetta kemur á óvart, eru kínversk stjórnvöld að linast eða er þetta sýndarmennska  til handa vesturlandabúum í kjölfar heimsóknar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, til Evrópu????

Hua juan


mbl.is Mannréttindafrömuði sleppt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oprah fær heiðurs-doktorsgráðu ?

Ég er ekkert á móti þessari  konu, en get alls ekki skilið hví spjallþáttastjórnandi með ofur ofur laun fær doktorsgráðu í einhverju???  sorry bara skil það ekki.

 

http://visir.is/oprah-faer-heidurs-doktorsgradu/article/2011110629378 


Fullyrða að upplýsingar um raðmorðingja hafi komið frá Íslandi!!!

 Það er ekki oft sem að nafn Íslands er nefnt í sömu andrá og nafn raðmorðingja, en af einhverri ástæðu þykir ástæða nú til, allavega af hálfu FBI í Bandaríkjunum, og tengja þeir íslending eða þá einhvern búsettan á Íslandi við þetta, þar sem að sá á að hafa gefið vísbendingu um þennann meinnta glæpamann.

http://visir.is/fullyrda-ad-upplysingar-um-radmordingja-hafi-komid-fra-islandi/article/2011110629373

 

 


Vill að börn undir 13 ára fái að nota Facebook!!

Mark Zuckerberg sem er eigandi og stofnandi að *Facebook ruglinu öllu, segir að sér finnist það sjálfsagt að  börn "undir" þrettán ára aldrei geti notað þennan samskiptavef!, eins og það sé ekki nóg um barnaþrældóm og barnaklám fyrir!!! (Mitt álit)

Held að þessi ágæti nýrki drengur  ætti að  sæta samfélagslegri sálfræðirannsókn!!

 http://visir.is/vill-ad-born-undir-13-ara-fai-ad-nota-facebook/article/2011110529026

 

 


Lyfjaþjófnaður á Hrafnistu og trúverðugleiki landlæknis

Hvers vegna kemur þetta mér ekki á óvart?  Staðan á elli og hjúkrunarheimilum er slík að ekki er hægt að líta undan lengur, frétt undanfarna daga í sjónvarpinu sýnir svo um munar að ekki er allt með felldu hvað varðar ummönnn eldri borgara.

Pabbi minn er tiltölulega  nýkomin á slíkt heimili og hef ég margsinnis ásamt mínum nánustu þurft að kvarta yfir lélegri aðhlynningu á honum, t.d. skipti á fötum og bleijum og öðru.

En það er ekki bara mál aldraðra  sem snýr að málaflokki landlæknis,  lyfjamisnotkun og lyfseðlafíkn  ákveðinna  lækna  hefur sett Ísland í þá stöðu að vera  í  hópi efstu landa í notkun á  t.d Ritalínn.  Einnig hefur komið í ljós að gríðarlega miklu af dópi er útdeildt til fíkla umfram þeirra eigin neyslu!!!

En kannski kom skýringin á öllu þessu eða ástæða alls þessa vandamáls best í ljós þegar að Kastljós tók viðtal við landlækni  okkar, Geir Gunnlaugsson í gærkveldi.

Ég hef aldrei séð mann sem ekki vildi vera í þessu viðtali né vissi hverju hann ætti í raun  að segja, hann reyndi  að hiksta einhverju út úr sér en  varð aumkunarverður í alla  staði.

Þarna liggur vandi aldraðra og þarna liggur vandi dóplækna!!!!

Ef tekið er til á þessum hæstu stöðum og hæft fólk fengið til að stjórna, kemur árangur að sjálfu sér. 


mbl.is Lyfjaþjófnaður kærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskufall komið í Fljótshlíð og á Hvolsvelli

Það virðist sem að askan sé að feta sig vestar og vestar skv þessari frétt Rúv:

"Hægt og bítandi mjakast öskumökkurinn úr Grímsvatnagosinu í vestur. Á þriðja tímanum féll fín brúnleit aska í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, myrk öskuþoka var í Mýrdal. Þá féll aska í Öræfasveit. Einnig berst aska út á sjó, skipverjar á Fróða II sem staddur er í Breiðamerkurdýpi, segja að þar sé svartamyrkur og þykkur mökkur, útsýnið sé eins og um hávetur í blindbyl. Verið er að flytja rykgrímur austur fyrir íbúa sem eru í öskufallinu. "

http://www.ruv.is/frett/oskufall-i-fljotshlid

 


Öskufall allt frá Hornafirði til Vík í Mýrdal

Öskufallið gæti náð vestar ef vindar breytast sem jafnvel er líklegt og gæti þá farið að hafa áhrif á okkur á  suðvesturhorninu og öllu flugi til og frá landinu.

Grímsvatnargos öskudreifing

Mökkur í eldgosi hefur ekki farið svona hátt síðan í Heklugosi 1947

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á vef sínum að ekki hafi mökkur af eldgosi farið jafnhátt síðan í Heklugosi 1947:

"Veðurstofan hefur nú bætt við möguleikum á frekari ratsjármyndum og sú sem hér fylgir sýnir lóðsnið í jöðrum þeirra að auki. Gufumökkurinn hefur greinilega verið að mælast í um þetta 15 til 16 km hæð.  Með öðrum orðum að þá hefur hann náð að brjóta sé leið upp í gegn um veðrahvörfin sem í dag hafa verið í um 29 þús fetum eða í um 9 km hæð.  Slíkt gerist aðeins í eldgosum sem byrja með talsverðum látum.  Þó skal hafa í huga að hvass vindur efra heldur niðri gosmekki eins og þessum, en slíkum vindi var vart að dreifa í dag.   Ef mér skjöplast ekki held ég að mökkur í eldgosi hafi ekki farið svo hátt hér á landi frá því í Heklu 1947 ! "

veðurmynd af íslandi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband