11.2.2011 | 23:41
Eigur Mubaraks frystar
Svissnesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að frysta skuli alltar "eigur" Horsni Mubaraks til að koma í veg fyrir að hann geti svikið út eigur egypska ríkisins!! ´
Vá!! Grey karlinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 23:36
Skildi dæturnar eftir á Korsíku eyju til að deyja!
Sorgleg frásögn af þessum svissneska manni sem talið er að tekið hafi líf dætra sinna, tvíbura er hann átti með ítalskri konu, hann lét eftir sig bréf og sagði að börnin hefðu ekki kvalist! og hvíldu nú í friði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 21:24
I´ll be back! sagði Schwarzenegger forðum, og ætlar að standa við það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 03:45
Þúsundir mótmæla á götum Ítalíu, burt með Berlusconi
Er nú komið að Ítalíu? og burt með Berlusconi og hans pakk, þarfara verk gæti ekki unnist.
http://www.ruv.is/frett/motmaelagongur-gegn-berlusconi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2011 | 00:29
6,5 milljónir fyrir 237 ára vínflösku
![]() |
6,5 milljónir fyrir 237 ára vínflösku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 23:59
Lítil draugasaga fyrir krakka á öllum aldri!
Hér er saga í smá ljóðaformi sem ég orti þegar ég var smágerpi, þið getið lesið það fyrir krakkana ykkar þegar ykkur finnst tími til komin, það gerði ég og þau voru mjög "hrifinn"(hrædd öllu heldur)
en það er alls ekki sama hver les, leikarahæfileikar eru vel við hæfi þarna
Mæli með að ljósin séu dempuð verulega og kveikt á kertum og búinn til alvöru útlilegustemming.
Húsið
Í vesturbænum húsið stendur autt og ógnþrúngið,
Með mölbrötna glugga er snúa í átt að sjó.
Reykháfurinn hálfur teygist afskræmdur upp,
Líkt og hendi upp úr hálfopinni yfirgefinni gröf.
Krakkarnir í hverfinu þau hræðast þennann stað,
Því heyrt hafa þau orðróm um að maður sæist þar! ,
Hann á að vera sveipaður í gullið herðasjal
Með augur er lýsa hungri og skelfingu í senn.
Enn einn var sá er þorði, þó með hálfum hug að fara,
Inn í þetta stóra hús og finna þennann mann,
Hann vissi ekki hitt að sagan hún var sönn!
Þessi maður hann var inni og eftir stráknum hann nú beið!
Það halla tók að kvöldi og að miðnætti senn leið,
Strákur læddist stuttum skrefum inn um dyr og beið,
Hann littla ljósatýru fékk úr vasaljósi fínu
En trúði vart að dynkirnir, þeir komu úr hjarta sínu.
Nú atburðirnir hraðar næstu mínúturnar liðu,
Er inn í breiðan gang hann kom og krakkar úti biðu,
Hann heyrði hávært hljóð er líktist klukknaslætti,
Hann snertingu við fótinn fann og andardrætti hætti !!!!
Höf: Guðmundur Júlíusson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 23:37
Bannað að stunda kynlíf vegna lágrar greindarvísitölu
Skondin er þessi frétt frá Bretlandi um mann sem dómari nokkur hefur fyrirskipað að megi ekki hafa kynmök sökum þess hve lág greindarvísitala hans er!! hann mældist víst með 48, en meðaltal er um 100.
Hélt það þyrfti ekki mikklar gáfur til að "gera það"
Hér er tafla sem greinir þetta nánar:
Flokkaskipting eftir greindarvísitölu fólks
Í Stanford-Binet greindarprófinu er miðað við þessa flokkaskiptingu:
145-160 | Mjög bráðger (very gifted) |
130-144 | Bráðger (gifted) |
120-129 | Yfirburðagreindur (superior) |
110-119 | Nokkuð yfir meðallagi greindur (high average) |
90-109 | Í meðallagi greindur (average) |
80-89 | Nokkuð undir meðallagi greindur (low average) |
70-79 | Á mörkum greindarskerðingar (borderline impaired) |
55-69 | Væg greindarskerðing (mildly impaired) |
40-54 | Nokkur greindarskerðing (moderately impaired) |
Athuga verður þó að þetta eru aðeins viðmiðunarreglur. Þegar greina á greindarskerðingu er aldrei eingöngu miðað við útkomu úr tilteknu greindarprófi. Ávallt er tekið tillit til annarra þátta, svo sem samskiptahæfileika og sjálfsbjargargetu fólks.
Kannaðu hve þín greindarvísitala er!! Hér:
http://testyourself.psychtests.com/testid/2148
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 21:18
Alvöru stjórnarandstaða óskast, helst ónotuð!!!
Ég lýsi hér með eftir almennilegri stjórnarandstöðu sem ekki er föl gegn greiðum af ýmsu tagi, og getur tekið sjálfstæðar ákvarðanir án áhrifa frá Steingrími J Mubarak,
JóhönnuGrimmu, sjá hér að neðan.
Stjórnarandstæðingar þessir þurfa að vera fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu dag og nótt, og að þurfa að taka við skítkasti frá vinstri vængi Samfylkingar og VG, og hugsanlega Framsóknar við ýmis tækifæri.
Ef einhverjir umsækjendur eru þarna úti sem treysta sér í þetta alvarlega verkefni, sem í stuttu máli er að steypa þessari ríkisstjórn af stalli með þeim hætti sem til þarf, ( egypsku aðferðinni t.d.) er hægt að nálgast umsóknareyðublað hjá undirrituðum með því að senda mér línu
gummijul@internet.is
Og verður það þá umsvifalaust sent til sérstaks ríkissaksóknara til umfjöllunar og meðferðar til mats á hæfni umsækjanda.
Með kveðju
Ónefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2011 | 01:15
Er jarðskorpan að skipta um gír?
Það fer um mann þegar að maður spáir í hvað geti verið að gerast í veðurfari um allan heim, í Ástralíu þessi svakalegu flóð sem rústað hafa heilu fylki að telja, flóð nú fyrir skemmstu í fjöldamörgum evrópulöndum svo mikil að eldra fólk man ekki annað eins.
Í Kína er það sama upp á teningnum, flóð ofan á flóð í mörgum héruðum, á Indónesíu, n.t. Súmötru reið stór skjálfti upp á 5,8 á Richter þann 17 janúar sl. ofan á allar hörmungar sem þar hafa átt sér stað. (Indónesía er staðsett á hinum svokallaða Eldhring, sem er á flekamótum og þar eru tíðar jarðhræringar, jarðskjálftinn mikli sem reið yfir í Suður-Asíu á annan í jólum 2004 átti upptök sín nálægt eyjunni Súmötru í Indlandshafi. Hann var 9,1 stig og er því 3. stærsti skjálfti sem mælst hefur frá því að mælingar hófust í byrjun síðustu aldar.)
Í Bandaríkjunum er nú sannkölluð vetraröld, frá Texas og upp til Canada eru vetrarhörkurnar slíkar að þúsundir flugferða hafa verið lagðar niður og er það einsdæmi!
Þetta er einfaldlega það sem er að gerast út um allann heim, úrhellisrigningar hér og þar, fellibyljir annarstaðar, flóð ofan í flóð um allann heim, jarðskjálftar á víð og dreif, eldgos á stöku stað, en ekkert heyrist um þurka neinstaðar aldrei þessu vant!!!
Skrýtin dauðsföll fugla og fiska voru tilynnt fyrir nokkrum vikum eða mánuðum um allan heim,
Er eitthvað að gerast á jarðskorpunni sem ekki er vanalegt?
Er eitthvað í vændum sem engin getur ímyndað sér ?
Gaman væri að heyra í ykkur með comment á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.2.2011 | 00:17
Bílar festast unnvörpum í kvöld í Reykjavík
Já, það er allavega að verða illfært hér á planinu hjá mér í Norðlingaholti, á að mæta í vinnu í fyrramálið og veit ekki hverni mér tekst að komast í gegnum planið, er raunar með bílinn í bílakjallara, en þarf engu að síður að komast eina þrjátíu eða fjörtíu metra í gegn áður en ég kemst á strætóleið.
En, sjáum til í fyrramálið
http://visir.is/bilar-festast-unnvorpum-i-kvold/article/2011216102071
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)