Er jarðskorpan að skipta um gír?

Það fer um mann þegar að maður spáir í hvað geti verið að gerast í veðurfari um allan heim, í Ástralíu þessi  svakalegu flóð sem rústað hafa heilu fylki að telja, flóð nú fyrir skemmstu í fjöldamörgum evrópulöndum svo mikil að eldra fólk man ekki annað eins.

Í Kína er það sama upp á teningnum, flóð ofan á flóð í mörgum héruðum, á Indónesíu, n.t. Súmötru reið stór skjálfti upp á 5,8 á Richter þann 17 janúar sl. ofan á allar hörmungar sem þar hafa  átt sér stað. (Indónesía er staðsett á hinum svokallaða „Eldhring“, sem er á flekamótum og þar eru tíðar jarðhræringar, jarðskjálftinn mikli sem reið yfir í Suður-Asíu á annan í jólum 2004 átti upptök sín nálægt eyjunni Súmötru í Indlandshafi. Hann var 9,1 stig og er því 3. stærsti skjálfti sem mælst hefur frá því að mælingar hófust í byrjun síðustu aldar.)

Í Bandaríkjunum er nú sannkölluð vetraröld, frá Texas og upp til Canada eru vetrarhörkurnar slíkar að þúsundir flugferða hafa verið lagðar niður og er það einsdæmi! 

 Þetta er einfaldlega það sem er að gerast út um allann heim, úrhellisrigningar hér og þar, fellibyljir annarstaðar, flóð ofan í flóð um  allann heim, jarðskjálftar á víð og dreif, eldgos á stöku stað,  en ekkert heyrist um þurka neinstaðar aldrei þessu vant!!!

Skrýtin dauðsföll fugla og fiska voru tilynnt fyrir nokkrum vikum eða mánuðum um allan heim, 

 Er eitthvað að gerast á jarðskorpunni sem ekki er vanalegt?

Er eitthvað í vændum sem engin getur ímyndað sér ?

Gaman væri að heyra í ykkur með comment á þessu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- stutt og einföld útskýring hérna: http://www.youtube.com/watch?v=BDPF-uPEtWM

-svo bara google sig áfram...

~ o ~

Vilborg Eggertsdóttir, 5.2.2011 kl. 02:17

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þú hlýtur að vera að gera grín að mér!!! ekki koma með trúarlega predikara sem eru svo nervösir í þokkabót að þeir eru um það bil að gera í buxurnar!!!!

takk samt. 

Guðmundur Júlíusson, 5.2.2011 kl. 02:41

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. við þennan lista má bæta við byltingarástandi í arabaheiminum.. sem geta vel orðið hamfarir ;)

Óskar Þorkelsson, 5.2.2011 kl. 10:49

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Guðmundur, bíllinn þinn er orsökin að þessu öllu, td. heitari sjór, meiri uppgufun, meiri úrkoma, þú verður að leggja bílnum, ef þú villt sleppa frá þessum hörmungum!

Aðalsteinn Agnarsson, 5.2.2011 kl. 11:07

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er ekki bara bíllinn, það eru flugvélar og skip. Og hvaða áhrif hefur þessi olíuaustur upp úr jörðinni, veit það einhver? hvernig varð sólin til? veit það einhver?þetta eru vangaveltur sem að maður veltir svona fyrir sér að gamni sínu. verður jörðin eins og sólin í framtíðinni? Hver veit:!

Eyjólfur G Svavarsson, 12.2.2011 kl. 01:32

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

takk fyrir þetta félagi Arsenal maður! gott að velta þessu fyrir sér.

Guðmundur Júlíusson, 12.2.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband