Bannað að stunda kynlíf vegna lágrar greindarvísitölu

Skondin er þessi frétt frá Bretlandi um mann sem dómari nokkur hefur fyrirskipað að megi ekki hafa kynmök sökum þess hve lág greindarvísitala hans er!! hann mældist víst með 48, en meðaltal er um 100.

Hélt það þyrfti ekki mikklar gáfur til að "gera það"

Hér er tafla sem greinir þetta nánar:

 

Flokkaskipting eftir greindarvísitölu fólks
Í Stanford-Binet greindarprófinu er miðað við þessa flokkaskiptingu:

145-160

Mjög bráðger (very gifted)

130-144

Bráðger (gifted)

120-129

Yfirburðagreindur (superior)

110-119

Nokkuð yfir meðallagi greindur (high average)

90-109

Í meðallagi greindur (average)

80-89

Nokkuð undir meðallagi greindur (low average)

70-79

Á mörkum greindarskerðingar (borderline impaired)

55-69

Væg greindarskerðing (mildly impaired)

40-54

Nokkur greindarskerðing (moderately impaired)


Athuga verður þó að þetta eru aðeins viðmiðunarreglur. Þegar greina á greindarskerðingu er aldrei eingöngu miðað við útkomu úr tilteknu greindarprófi. Ávallt er tekið tillit til annarra þátta, svo sem samskiptahæfileika og sjálfsbjargargetu fólks.

Kannaðu hve þín greindarvísitala er!! Hér:

http://testyourself.psychtests.com/testid/2148


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband