Eru 365 miðlar á niðurleið ?

Ég er búinn að vera dyggur áskrifandi Stöðvar 2 frá byrjun eða frá því í október 1986 þegar að Jón Óttar og Hans Kristján gerðust svo djarfir að ráðast í þessa stórtæku framkvæmd sem þá þótti. Alla tíð síðan, eða öllu heldur "nærri því alla tíð síðan" hefur þessi stöð verið með afburða efni og kappkostað að gefa áskrifendum sínum kost á sem allra bestu dægradvöl sem völ er á.

Stöð-2-Logo.svg  Þættir eins og Fóstbræður, Næturvaktin, Heilsubælið í Gervahverfi eru góð dæmi um íslenska þætti sem varið var í og vandað til ásamt fleiri góðum þáttum.

  Eins hafa þeir og eru enn verið langfremstir í sporti og er það vel, þó dýrt sé, þeir hafa yfirboðið keppinautana í flestu, enska boltanum, formúlu 1 kappakstri, íslenska fótboltan, körfuboltann og þannig má lengi telja. Allt kostar þetta og er ég nú að nálgast upphaflegan tilgang þessa pistils.

Þeir hafa verið duglegir við að segjast skemtilegastir, með rödd Björgvins Halldórssonar aðalþulu þeirra til margra ára og hafa getað staðið við það þangað til 

núna ca undanfarið ár eða svo, að margt hefur breyst til hins verra.

 Það byrjaði með að Bíórásin sem sýndi reglulega nýlegar myndir, sem og gamlar í bland, og maður gat horft á rásina þokkalega reglulega án þess að fá endursýningu, í dag eru sömu myndirnar dag eftir dag, viku eftir viku, og mánuð eftir mánuð!! Dagskrá meginrásar þeirra, stöð 2 fór ekki varhluta af þessu og er i dag ekki svipur af sjón frá þeirri stöð sem hún var fyrir um þremur árum síðan! í dag er verið að sýna t.d. á prime time sýningartíma eftir fréttir gamla "Friends" þætti, sem allir eiga á diskum og hafa einnig stanslaust verið til sýninga á Gullrás þeirra, sem jú, er hætt, og sameinuð stöð 3, það er verið að sýna þáttaröð sem heitir ég og 70 mínútur á besta tíma, þætti sem Auddi, Pétur og Sveppi gerðu fábjánalega hluti fyrir mörgum árum síðan! VÁ,  fá mann til þess að fá aulahroll svo um munar, en þetta kemur svo sem ekkert á óvart þar sem að einráður í brúnni er Jón Gnarr.

jæja, þetta eru bara nokkur dæmi um dagskrá stöðvar 2. Mig langar að síðustu að nefna að þeir eru hættir að hafa texta á Stöð 3 (sem er nú sameinuð Gullrásinni) líklega í sparnaðarskyni.

Er það löglegt? Nei, því í fjölmiðlalögum segir:

"Samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 29. gr. skal hljóð­ og myndefni á erlendu máli, hvort heldur sem því er miðlað í línulegri dagskrá eða eftir pöntun, jafnan fylgja tal eða texti á íslensku eftir því sem við á hverju sinni.  Samkvæmt 2. málsl. 2. mgr. 29. gr. á þetta þó ekki við þegar fluttir   eru   erlendir   söngtextar   eða   þegar   dreift   er   viðstöðulaust   um   gervitungl   og móttökustöð fréttum eða fréttatengdu efni sem sýnir að verulegu leyti atburði sem gerast í sömu   andrá.   Við þær   aðstæður   skal   fjölmiðlaveita,   eftir   því  sem   kostur   er,   láta   fylgja endursögn eða kynningu á íslensku á þeim atburðum sem orðið hafa, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 29. gr"

Ég sendi póst til þeirra fyrir um 3 vikum og benti á þetta og fékk svar 4 dögum seinna þar sem þeir sögðu að um bilun væri að ræða og þetta ætti að vera komið í lag, í dag er það ekki komið! ég hef sent tvo pósta síðan en þeir eru greinilega orðnir leiðir á mér og svara ekki. En það er svo sem allt í lagi því ég ætla að hætta með allann þeirra pakka í haust og leita á ný mið.

Það er segin saga að þegar að fólk eða fyrirtæki halda að þau séu svo stór og góð að ekkert geti grandað þeim er oft komin tími til að hugsa sinn gang, það er engin svo stór og merkilegur að hann eða hún geti komið fram og valtað yfir neytandan og boðið honum hvað sem er, hvað þá svona rusldagskrá og verið hefur undanfarið ár!!

 

 


Landsliðið okkar kostar minna enn Raheem Sterl­ing !!

Hvað er sanngjarnt við þetta, við erum að keppa við ofurefli liðs og menn sem eru í klúbbum sem baða leikmenn sína  með sterlingspundum í sérstökum laugum!!

Við vinnum þetta held ég 2-1 (guð hjálpar okkur í þessu Amen )

 

pound-sterling-GBP


mbl.is Landsliðið ódýrara en einn leikmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Víkingur (Reykjavík)

Flottur leikur í kvöld, drápuð þetta strax í fyrrihálfleik, nú liggur leiðin bara upp ekki satt! ?

Víkingur


mbl.is Reykvíkingar höfðu betur í Víkingsslagnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það mættti þagga niðður í Ronaldo!!

Mesti egóisti og kannski "strigakjaftur" Ronaldo fráa Portugal, er maður sem hefur fengið allt upp í hendurna, allt síðan hann fékk samning við Man U, þá strax hófst niðurleiðin, að ég tel, þið sem hafið fylgst með framkomu hans í gegnum tíðina hljótið að vera mér sammála, ekki var framkoma hans eftir leik Íslands og Portúgal honum til framdráttar hvað það varðar, ég ætla að halda með Króatíu í þessum leik, hvað með ykkur?

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!

tólfan


mbl.is Þaggaði niður í þeim öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manngæskann er aldrei langt undan

Það er svo yndislegt að til séu menn og konur sem láta sér nágrannann sig varða, sbr þennann góða mann úr Eyjum sem ákvað rétt si svona að gera góðverk á góðum morgni og gefa góðri konu svo sem eitt stykki dekk eða þannig, svona eiga menn að vera ekki satt?

dekk


mbl.is „Orðlaus af undrun og þakklæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona búa milljarðamæringar!

Þetta er náttúrletga með ólíkindum hjá sumum sem vita ekki aura sinna tal og innrétta sjö hæða glæsihýsi fyrir sig og sína fjöldskyldu!! þetta eru víst rússar sem ekki vita aura sinna tal, gaman væri að vita hvaðan þessir aurar komu, sennilega gjöf frá elítunni eftir hrun kommúnismans.

Átta ára dótt­ir eig­end­anna er með eigið baðher­bergi, sem og fata­her­bergi. Móðir henn­ar er einnig með fata­her­bergi, sem sam­svara heilli íbúð að stærð þar sem hún geym­ir fata- og töskusafnið sitt, sem og 600 pör af skóm, enda veitir ekki af.

Stofu­borðið er, meðal ann­ars, búið til úr 40 stingsköt­um!!!

ríkra manna stofa

 

 

http://www.mbl.is/smartland/heimili/2016/04/09/svona_bua_breskir_milljardamaeringar/


mbl.is Svona búa breskir milljarðamæringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó borg mín borg

Nú er apríl tiltölulega nýhafinn og sorpið hleðst upp í ruslageymslunni minni, enda aðeins sótt á 15 daga fresti í höfuðborginni okkar! Hjálmar nokkur Sveinsson, sem er borgarfulltrúi, já, Samfylkingarinnar og formaður skipulagsráðs er sá aðili sem hvað mesta athygli fær enda fríður maður og hárprúður , en það er einmitt hann sem er humgmyndasmiðurinn að öllum hjólastígum bæjarins, enda hjólar hann allar sínar leiðir sjálfur, ekki nema von að allar helstu framkvæmdir þessarar voluðu borgarstjórnar eru tengdar hjólum, samanber fyrirætlanir á Grensásvegi, þar sem ekki nokkur maður hjólar"!!", Þannig hafa Vinstri menn í borgastjórn hækkað sorpgjaldið og fækkað ferðum ruslabíla, enda hentar það vel þeim sem sitja á sorpinu og safna því heima hjá sér!! 

Ef þessir flokkar sem hafa stjórnað borginni um árabil ætla að heimta landstjórnina, bið ég Guð um að hjálpa okkur!!!

 


"Að sitja fyrir" eða þannig

Það er ekki oft sem að maður verður kjaftstopp og hreinlega finnst sem maður þurfi að fá áfallahjálp, en engu að síður var það þannig sem mér leið þegar ég fór að átta mig á því hve alvarlegir þessir atburðir voru hér á Íslandi í kjölfar þessa þáttar Kastljóss á sunnudag, ég vissi að hér ríkti spilling af einum eða öðrum toga,og vafalaust ekki einn um það,  né heldur að hún næði svona djúpt inn í kjarnan sem eru lýðræðislega kjörnir menn og konur á alþingi Íslands! það er hrikalegt og óásættanlegt.

En það er líka mikilvægt að skoða hvernig þessum rannskóknarblaðamennskuaðferðum er háttað,við sáum í áðurgreindu Kastljósi að erlendur sjónvarspsmaður boðaði sig í viðtal við forsætisráðherra á röngum forsendum og í raun sat fyrir honum með öðrum fréttamanni sem birtist í lok viðtals og byrjaði að herja á ráðherranum með þunga! þetta fannst mér ekki í lagi, og er í raun fyrirsát af verstu gerð, þetta er aðeins gert í þeim eina tilgangi að fá aukið áhorf og aukna sölu á efninu, enda er þessi ágæti maður vanur því að sitja fyrir fólki, hefur gert talsvert af því eins og menn vita.

það er ljóst að á næstu dögum og vikum mun koma fram gríðarlega mikið af upplýsingum um virta menn í viðskiptalífinu og jafnvel í stjórnsýslunni sem hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu fræga!! og þá verða þessir sömu "fréttamenn" í startholunum með að segja frá og er það gott og vel, en það verður að vera á þann veg að fyllsta réttlætis sé gætt og nærgætni sé viðhöfð í hvívetna!


Vopnahlé í Sýrlandi

Það er mikið áhyggjuefni að Rússar skuli einbeita sér í þessum mikla mæli þarna suður frá með stuðningi við Sýrland sem leiðir aðeins til þess að vesturlönd verða að bregðast við með þeim hætti að auka viðbúnað við landamæri ríkja Nato með tilheyrandi kostnaði. Við vitum að kalt stríð er skollið á með einum eða öðrum hætti og allt bendir til þesas að ástandið fari stigmagnandi næstu vikur og mánuði!

Syria_bomb_blast_031814 (1)


mbl.is Vopnahlé í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

íslenska íþrótta útrásin

Hvað er að gerast með íslenskt íþróttafólk? Við vitum um handboltaliðið okkar, en fótboltaliðið er um það bil að (jafna) það með þeim árangri að vera að ná inn í lokakeppni EM á næsta ári. körfuboltaliðið okkar er nú á morgun að  spila sinn fyrsta leik á EM í Þýskalandi, hvað næst? Einhver sem býðst til að taka að sér að moka yfirstéttinni burtu ?kisa horfir á strákinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband