31.7.2015 | 23:32
Saga af kisu
Ég á frænku sem er mikil vinkona mín, eiginlega eins og systir mín, og hún meira að segja býr í sömu blokk og ég, en á þriðju hæð, ég er á jarðhæð með grasgarði og trjám. Hún á þrjár sætar kisur sem hafa verið okkar yndi í mörg ár.
Ein kisan heitir Tjási og er Bengal köttur.
Mjög styggur nema gangvart sínum nánustu, hann er með þá áráttu að príla á ótrúlegustu staði sem hinir kettirnir komast ekki, eða vilja ekki fara á, hann týndist í fyrra í rúman mánuð og fannst í austurbæ Kópavogs af góðu fólki sem sá aumur á kettinum. Þegar að hér var við sögu komið, héldum við að Tjási væri dáinn og vorum við búinn að sætta okkur við það. En hann fannst og var nokkra mánuði að ná sér til fullnustu.
Fyrir fjórum mánuðum datt Tjási af svölunum sínum á þriðju hæð en varð ekki meint af, en í fyrradag á klifri sínu datt hann enn og aftur og varð því miður ekki jafnheppinn og áður með lendingu,hann lennti illa á afturhluta líkamans og var ekki mögulegt að bjarga lífi hans!. þessi krúttlegi og yndislegi kisi var okkur öllum mikill ánægjuauki alltaf þegar við heimsóttum frænku okkar og kettina um leið.
Það sló mig að heyra dýralækninn segja að venjulega þyrfti aðeins eina sprautu til að svæfa dýr, en það þurfti tvær fyrir Tjása kött, hann vildi ekki deyja!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2014 | 20:54
Ghana nær jafntefli við Þýskaland!
Þýski kolkrabbinn Paul er allur, en hann var frægur fyrir að spá fyrir um ýmsa atburði svo sem knattspyrnu, en það er annar komin í hans stað og sá spáði að Ghana myndi bera sigurorð af Þýskalandi í dag, 21 júní. Staðan er 2-2 og liðin sækja stíft sitt á hvoru, en þetta endar með jafntefli og nú er bara að bíða eftir leik USA og Portúgals kl 22 í sama riðli, þá ræðs hverjir fara áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2014 | 20:41
HM, Tiðindi að gerast!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2013 | 20:15
Frábær Edda Borg
Fann lag með Eddu Borg af nýju plötunni hennar "No words needed" og heitir "Let me know" alveg frábært lag! í takt við Chuck Loeb, Earl Klugh, Mezzoforte og George Benson og fleiri.
Hlustið á þetta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2013 | 19:39
Er Wayne Rooney á leið til Arsenal?
Ja hérna! ekki átti ég von á að þetta væri í kortunum, en ég hef ekki mikla trú á að þetta verði raunin, en ég verð að segja að hann er velkomin í lið Arsenal og mun verða enn sterkari leikmaður undir stjórn Arsens Vengers og styrkja framlínu liðsins mikið, því ef það er einhver sem getur náð því mesta fram úr leikmönnum er það Venger, (ef frá er skilin Ferguson kannski )
Usmanov: Yrði mikill fengur að fá Rooney | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2013 | 00:29
Julio gamli Iglesias er alltaf góður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2013 | 20:00
Bílarnir af götunum í bili, rugl!
Það er marg búið að reyna þetta í gegnum tíðina að loka Laugarveginum eða öðrum götum, þetta hefur ekkert nema slæm áhrif á verslun í miðborginni.
"Ég þekki vel til í búðum þar sem er talsvert mikil velta og þar var 10-20% samdráttur í veltu í júlí í fyrra, þegar var lokað, miðað við sama mánuð árið 2010. Síðan var aukning í ágústmánuði þegar aftur var opnað fyrir umferð. Við teljum að þessar tölur sýni hversu slæmar afleiðingar það eru fyrir verslunina loka götunni, sagði Björn Jón Bragason, talsmaður verslunareigenda í miðborginni þann 30 apríl 2012.
Það er með ólíkindum að Gnarrstjórnin skuli ekki skilja að þetta er ekki að gera sig! hvað þarf til að fá þetta lið til að sjá það rétta í þessu máli?
Bílarnir af götunum í bili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2013 | 00:43
Narcisse: Alfreð er stórkostlegur þjálfari
Það er til marks um hve íslendingar eru mikil handboltaþjóð að menn eins og Narcisse, sem er margfaldur heims, evrópu og ólympíumeistari, skuli mæra Íslendinginn Alfreð sem þjálfara, við höfum einnig í næstu sætum fyrir neðan Kiel sem er í efsta sæti, Rhein Neckar Löwen þar sem Guðmundur nafni minn þjálfar og í þriðja sæti Füchse Berlin með Dag Sigurðsson sem fyrsta stýrimimann í brúnni, þetta er ótrúlegt fyrir þjóð sem ekki er með meira en 320 þúsund manns í landinu! Það er ekki nema von að landslið okkar sé oftar en ekki í efstu sætum í keppni bestu liða heims
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2013 | 01:00
Arsenal að semja við Sanogo
Enn berast fréttir af mannaráðningum Arsens Vengers, nú ku hann vera búinn að semja við Auxerre um að kaupa Sanogo nokkurn sem er 20 ára gamall!! er karlinn ekkert búinn að læra, hann er enn að sanka að sér "ungum og efnilegum" drengjum sem oftar en ekki gera ekkert fyrir liðið!!!
http://visir.is/arsenal-ad-semja-vid-sanogo/article/2013130519101
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2013 | 00:44
Save your kisses for me, hér er lagið, afsakið
Fyrirgefið, hér er lagið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)