Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Vill að börn undir 13 ára fái að nota Facebook!!

Mark Zuckerberg sem er eigandi og stofnandi að *Facebook ruglinu öllu, segir að sér finnist það sjálfsagt að  börn "undir" þrettán ára aldrei geti notað þennan samskiptavef!, eins og það sé ekki nóg um barnaþrældóm og barnaklám fyrir!!! (Mitt álit)

Held að þessi ágæti nýrki drengur  ætti að  sæta samfélagslegri sálfræðirannsókn!!

 http://visir.is/vill-ad-born-undir-13-ara-fai-ad-nota-facebook/article/2011110529026

 

 


Lyfjaþjófnaður á Hrafnistu og trúverðugleiki landlæknis

Hvers vegna kemur þetta mér ekki á óvart?  Staðan á elli og hjúkrunarheimilum er slík að ekki er hægt að líta undan lengur, frétt undanfarna daga í sjónvarpinu sýnir svo um munar að ekki er allt með felldu hvað varðar ummönnn eldri borgara.

Pabbi minn er tiltölulega  nýkomin á slíkt heimili og hef ég margsinnis ásamt mínum nánustu þurft að kvarta yfir lélegri aðhlynningu á honum, t.d. skipti á fötum og bleijum og öðru.

En það er ekki bara mál aldraðra  sem snýr að málaflokki landlæknis,  lyfjamisnotkun og lyfseðlafíkn  ákveðinna  lækna  hefur sett Ísland í þá stöðu að vera  í  hópi efstu landa í notkun á  t.d Ritalínn.  Einnig hefur komið í ljós að gríðarlega miklu af dópi er útdeildt til fíkla umfram þeirra eigin neyslu!!!

En kannski kom skýringin á öllu þessu eða ástæða alls þessa vandamáls best í ljós þegar að Kastljós tók viðtal við landlækni  okkar, Geir Gunnlaugsson í gærkveldi.

Ég hef aldrei séð mann sem ekki vildi vera í þessu viðtali né vissi hverju hann ætti í raun  að segja, hann reyndi  að hiksta einhverju út úr sér en  varð aumkunarverður í alla  staði.

Þarna liggur vandi aldraðra og þarna liggur vandi dóplækna!!!!

Ef tekið er til á þessum hæstu stöðum og hæft fólk fengið til að stjórna, kemur árangur að sjálfu sér. 


mbl.is Lyfjaþjófnaður kærður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskufall komið í Fljótshlíð og á Hvolsvelli

Það virðist sem að askan sé að feta sig vestar og vestar skv þessari frétt Rúv:

"Hægt og bítandi mjakast öskumökkurinn úr Grímsvatnagosinu í vestur. Á þriðja tímanum féll fín brúnleit aska í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, myrk öskuþoka var í Mýrdal. Þá féll aska í Öræfasveit. Einnig berst aska út á sjó, skipverjar á Fróða II sem staddur er í Breiðamerkurdýpi, segja að þar sé svartamyrkur og þykkur mökkur, útsýnið sé eins og um hávetur í blindbyl. Verið er að flytja rykgrímur austur fyrir íbúa sem eru í öskufallinu. "

http://www.ruv.is/frett/oskufall-i-fljotshlid

 


Öskufall allt frá Hornafirði til Vík í Mýrdal

Öskufallið gæti náð vestar ef vindar breytast sem jafnvel er líklegt og gæti þá farið að hafa áhrif á okkur á  suðvesturhorninu og öllu flugi til og frá landinu.

Grímsvatnargos öskudreifing

Mökkur í eldgosi hefur ekki farið svona hátt síðan í Heklugosi 1947

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á vef sínum að ekki hafi mökkur af eldgosi farið jafnhátt síðan í Heklugosi 1947:

"Veðurstofan hefur nú bætt við möguleikum á frekari ratsjármyndum og sú sem hér fylgir sýnir lóðsnið í jöðrum þeirra að auki. Gufumökkurinn hefur greinilega verið að mælast í um þetta 15 til 16 km hæð.  Með öðrum orðum að þá hefur hann náð að brjóta sé leið upp í gegn um veðrahvörfin sem í dag hafa verið í um 29 þús fetum eða í um 9 km hæð.  Slíkt gerist aðeins í eldgosum sem byrja með talsverðum látum.  Þó skal hafa í huga að hvass vindur efra heldur niðri gosmekki eins og þessum, en slíkum vindi var vart að dreifa í dag.   Ef mér skjöplast ekki held ég að mökkur í eldgosi hafi ekki farið svo hátt hér á landi frá því í Heklu 1947 ! "

veðurmynd af íslandi


Gosmökkurinn mikill og öskufall víða

Eins og sést á þessari mynd sem Vilhelm Gunnarsson tók af lögreglumanni með grímu fyrir vitum á Kirkjubæjarklaustri, og má sjá í bakgrunn mistrið sem askan veldur, er þetta háalvarlegt mál fyrir okkur núna í byrjun ferðamálatímanns!

http://visir.is/gosmokkurinn-mikill-og-oskufall-vida/article/2011110529782

grímsvatnargos gríma


Gosið ekki minna en þegar það var stærst í Eyjafjallajökli og eldingar í mekkinum

Það er ljóst að þetta gos er ekki lítið svona við fyrstu athugun, en athygli vekur að flugvél Landhelgisgæslunar þessi nýja og glæsillega vél sem búinn er öllum hugsanlegum tækjabúnaði, er biluð! og ekki flugtæk fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi!! þvílíkt og annað eins.

Grímsvötn flug


mbl.is Eldingar í gosmekkinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir netmiðlar komnir í viðbragðsstöðu og strax farnir að óttast annað flugbann

Fréttamiðlar um allan heim eru komnir í ham og segja allflestir frá þessum fréttum að gosinu og eru greinilega í viðbragðsstöðu. 

Þetta segja þeir á Aftenposten: 

Vulkanutbrudd på Island

Et utbrudd har startet i vulkanen Grimsvötn på Island. Islandske myndigheter går nå ut og understreker at det ikke er vulkanen bak fjordårets askesky som nå har utbrudd.
 
BBC segir:

Iceland's Grimsvotn volcano starts new eruption

grímsvötn bbc

Iceland's most active volcano, Grimsvotn, has started erupting, scientists say.

The volcano, which lies under the Vatnajokull glacier in south-east Iceland, last erupted in 2004.

In 2010, plumes of ash from Iceland's Eyjafjallajokull volcano caused weeks of air travel chaos across Europe.

Officials say the latest eruption is unlikely to cause similar problems, although a flight ban has been imposed around the area.

Volcanic eruptions are common in Iceland, which lies along the Mid-Atlantic Ridge that divides the Eurasian and North American continental plates.

Icelandic Meteorological Office geologist Hjorleifur Sveinbjornsson told Reuters that Grimsvotn had thrown a plume of white smoke about 15km (nine miles) into the air.

"It can be a big eruption, but it is unlikely to be like last year," he added.

Iceland's Isavia airport authority said a flight ban of 120 nautical miles had been imposed around the area.

 

 

Gosið í Grímsvötnum kemur jarðvísindamönnum ekki á óvart

Þetta er tekið beint af Wikipedia:

"Undir Vatnajökli eru einhverjar mestu eldstöðvar landsins, Grímsvötn eru þeirra þekktust ásamt Öræfajökli. Einnig má nefna Gjálp, sem var nefnd því nafni fyrir fáeinum árum, eins og Öræfajökul og Bárðarbungu. Gos úr Vatnajökli hafa komið í hrinum í tímans rás og telja jarðvísindamenn að slík goshrina sé um það bil að hefjast núna um þessar mundir. Gætu þá gos í Vatnajökli orðið mjög tíð næstu hálfa öldina eða rúmlega það."

Grímsvatnargosmökkur


Aska fellur á byggð

Það er ljóst að þetta er mun stærra gos en 2004, aska strax farinn að falla í byggð og flugumferð byrjuð að raskast, þó ekki mikið þar sem að ekki er mikil umerð þessa stundina um flugumsjónarsvæði Íslendinga.

grímsvötn aska


mbl.is Aska farin að falla í byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband