Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
13.2.2011 | 00:52
Sigurjón Brink "aftur heim"
þetta fannst mér og mínum besta lagið í kvöld, ásamt laginu hans Magna, en það fór þó svo að "Aftur Heim" sigraði, ég þekkti Sigurjón lítillega í gegnum föður hans og lýsir þetta lag honum ákaflega vel, þetta var ákaflega kurteis og góður drengur með mikla lífsgleði og lagið nú, sem og lagið hans í fyrra eru lýsandi dæmi um lifsgleði hans.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2011 | 01:49
Erum við íslendingar aumingar?
Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og svo framvegis !!!!!!!!
Við horfum á eldsneyti hækka viku eftir viku, gerum ekkert, nema kvarta í hvorn annann,
ríkisstjórnin tekur okkur í rassin svo um munar, við "ummlum" úti í horni.
Ráðstöfunartekjur eldri borgara eru teknar frá þeim og við gerum alls ekki neitt!!
leiga á húsnæði hækkar án skýringa, við fáum engin svör.
skorið er niður i heilbrigðismálum svo mikið að fjöldi manns missir vinnu, en ekkert heyrist frá launþegasamtökum!
Verkalýðsleiðtogar margir eru á forstjóralaunum og ekki er það verra þegar að fréttist að sumir þeirra eru einnig stjórnarformenn sparisjóða!!!! (ef þetta er ekki týpýsk lýsing á þessari spillingu á landinu veit ég ekki hvað er!!! )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.2.2011 | 01:33
Obama heitir stuðningi við Egypta
Þetta er annsi fyndinn staðreynd, bandaríkjamenn hafa alltaf stutt Mubarak enda sá skilað því tilbaka, en nú kemur yfirlýsing frá embætti forseta bandaríkjana um að þeir styðji þá valdhafa, hverjir sem þá þeir yrðu, geri ég ráð fyrir, og lofaði jafnframt herinn fyrir að sýna stillingu á meðan að ólgan gegg yfir.
Þetta er mjög yfirlætislegt yfirklór hjá Obama til að vinna tíma. Því að þar á bæ eru menn hugsanlega að tapa mikilvægum bandamanni sem egyptar eru þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 23:41
Eigur Mubaraks frystar
Svissnesk stjórnvöld hafa fyrirskipað að frysta skuli alltar "eigur" Horsni Mubaraks til að koma í veg fyrir að hann geti svikið út eigur egypska ríkisins!! ´
Vá!! Grey karlinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 23:36
Skildi dæturnar eftir á Korsíku eyju til að deyja!
Sorgleg frásögn af þessum svissneska manni sem talið er að tekið hafi líf dætra sinna, tvíbura er hann átti með ítalskri konu, hann lét eftir sig bréf og sagði að börnin hefðu ekki kvalist! og hvíldu nú í friði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 21:24
I´ll be back! sagði Schwarzenegger forðum, og ætlar að standa við það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2011 | 03:45
Þúsundir mótmæla á götum Ítalíu, burt með Berlusconi
Er nú komið að Ítalíu? og burt með Berlusconi og hans pakk, þarfara verk gæti ekki unnist.
http://www.ruv.is/frett/motmaelagongur-gegn-berlusconi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2011 | 00:29
6,5 milljónir fyrir 237 ára vínflösku
6,5 milljónir fyrir 237 ára vínflösku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 23:59
Lítil draugasaga fyrir krakka á öllum aldri!
Hér er saga í smá ljóðaformi sem ég orti þegar ég var smágerpi, þið getið lesið það fyrir krakkana ykkar þegar ykkur finnst tími til komin, það gerði ég og þau voru mjög "hrifinn"(hrædd öllu heldur)
en það er alls ekki sama hver les, leikarahæfileikar eru vel við hæfi þarna
Mæli með að ljósin séu dempuð verulega og kveikt á kertum og búinn til alvöru útlilegustemming.
Húsið
Í vesturbænum húsið stendur autt og ógnþrúngið,
Með mölbrötna glugga er snúa í átt að sjó.
Reykháfurinn hálfur teygist afskræmdur upp,
Líkt og hendi upp úr hálfopinni yfirgefinni gröf.
Krakkarnir í hverfinu þau hræðast þennann stað,
Því heyrt hafa þau orðróm um að maður sæist þar! ,
Hann á að vera sveipaður í gullið herðasjal
Með augur er lýsa hungri og skelfingu í senn.
Enn einn var sá er þorði, þó með hálfum hug að fara,
Inn í þetta stóra hús og finna þennann mann,
Hann vissi ekki hitt að sagan hún var sönn!
Þessi maður hann var inni og eftir stráknum hann nú beið!
Það halla tók að kvöldi og að miðnætti senn leið,
Strákur læddist stuttum skrefum inn um dyr og beið,
Hann littla ljósatýru fékk úr vasaljósi fínu
En trúði vart að dynkirnir, þeir komu úr hjarta sínu.
Nú atburðirnir hraðar næstu mínúturnar liðu,
Er inn í breiðan gang hann kom og krakkar úti biðu,
Hann heyrði hávært hljóð er líktist klukknaslætti,
Hann snertingu við fótinn fann og andardrætti hætti !!!!
Höf: Guðmundur Júlíusson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2011 | 23:37
Bannað að stunda kynlíf vegna lágrar greindarvísitölu
Skondin er þessi frétt frá Bretlandi um mann sem dómari nokkur hefur fyrirskipað að megi ekki hafa kynmök sökum þess hve lág greindarvísitala hans er!! hann mældist víst með 48, en meðaltal er um 100.
Hélt það þyrfti ekki mikklar gáfur til að "gera það"
Hér er tafla sem greinir þetta nánar:
Flokkaskipting eftir greindarvísitölu fólks
Í Stanford-Binet greindarprófinu er miðað við þessa flokkaskiptingu:
145-160 | Mjög bráðger (very gifted) |
130-144 | Bráðger (gifted) |
120-129 | Yfirburðagreindur (superior) |
110-119 | Nokkuð yfir meðallagi greindur (high average) |
90-109 | Í meðallagi greindur (average) |
80-89 | Nokkuð undir meðallagi greindur (low average) |
70-79 | Á mörkum greindarskerðingar (borderline impaired) |
55-69 | Væg greindarskerðing (mildly impaired) |
40-54 | Nokkur greindarskerðing (moderately impaired) |
Athuga verður þó að þetta eru aðeins viðmiðunarreglur. Þegar greina á greindarskerðingu er aldrei eingöngu miðað við útkomu úr tilteknu greindarprófi. Ávallt er tekið tillit til annarra þátta, svo sem samskiptahæfileika og sjálfsbjargargetu fólks.
Kannaðu hve þín greindarvísitala er!! Hér:
http://testyourself.psychtests.com/testid/2148
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)