Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
29.8.2010 | 00:29
Ritskoðun í anda gamla sovétsins!!
Ég hélt að bloggið á MBL, þegar að það var stofnað, væri vettvangur almennra borgara til að koma skoðunum sínum á framfæri, hversu íhaldssamar eða afturhaldssamar þær eru! hvort sem þær væru á hægri eða vinsti væng væru þá pólítískir eftirlitsmenn sem engin virðiðst kannast við!!, sem hálfgerðir huldumenn.?
Nú hefur hins vegar komið í ljós að ákveðnir aðilar á blogginu hafa verið "útskrifaðir" frá þessu bloggi vegna þess að þeir þora að segja hlutina eins og þeir eru, enda settu þeir sín hugðarefni ekki í neinn felubúning né reyndu að mynda orðskrúð í kring um þau.
Menn eins og Grefill og Loftur hafa verið burtreknir frá okkar ágæta bloggi, og sé ég alls enga ástæðu fyrir því, ef menn og konur geta ekki sagt hug sinn án þess að þurfa að hafa áhyggjur af "ritskoðunarnefnd" sem virðist hafa ægivald yfir blogginu, er alveg eins hægt að hætta þessu alfarið!!! enda er engin ástæða til að tjá skoðanir sínar ef sú hætta er alltaf fyrir hendi að "ritskoðunarnefndin" hendi þér út!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.8.2010 | 23:43
Frábær stelpa sem komst áfram í America´s got talent
Hún heitir Thia Megia og er fjórtán ára frá Filipseyjum og snerti allra hjörtu í kvöld, en ég ætla ekki að sýna ykkur það, heldur gamalt frá henni þar sem hún er að spila á gítar og syngur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2010 | 01:39
Áskorun til forkólfa Mbl.is
Ég hef ekki verið mikill bógur í bloggi á mbl.is þessi dægrin, en ég hef fylgst vel með því sem hér hefur skrifað verið, og kemur því illa á óvart að sjá að bloggi Lofts skuli hafa verið úthýst hér.
Ekki hefur hann verið minn uppáhaldsbloggari né sá sem ég svara einna mest, en hann hefur einmitt verið sá sem duglegastur hefur verið að senda mér pistla sína um þjóðfélagsmál og önnur þurftarverk, hann er jú annsi harðskeyttur og mætti gæta tungu sinnar betur, en það mættu fleiri gera á þessu bloggi.
Ég skora á stjórnendur bloggsins að endurskoða þá ákvörðun að loka á blogg Lofts og vona að þeir opni fyrir síðu hans sem fyrst, eins vona ég að Grefill fái sömu meðferð.
Með kveðju
Guðmundur Júlíusson
Gudjul
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2010 | 02:09
Eldhús "Meistaranna"
Fáir þættir vekja hjá mér jafnmikla kátínu og þáttur þeirra félaga Magnúsar Inga og Björns Baldursonar á ÍNN þar sem þeir grilla fyrir landsmenn af mismikilli "kunnáttu"
Sér í lagi er Magnús alveg drepfyndinn þar sem hann talar sitt afdráttarlausa tungumál, án þess greinilega að ráðfæra sig við málvísindamenn og er ekkert feimin við að láta gamminn geysa.
Þegar að þátturinn á þaki, að ég held Panorama veitingastaðarins var tekinn, og þeir að grilla ýmsar útgáfur af svínakjöti og lúðu að mig minnir, var mér öllum lokið, þeir báru sig að eins og þríðja flokks kokkar á fangelsisálmu í Alabama! slík var meðferðin á svínakjötinu, (sér í lagi að hálfu Magnúsar) hann skellti þessu hist og her á grillið og gleymdi því greinilega að um sjónvarpsþátt var að ræða, kjötið var að mestu leyti brennt og þar fram eftir götunum.
Ef menn eiga að halda úti góðum grill og matreiðsluþáttum, verða þeir að vera vel máli farnir í það fyrsta,. og kunnátta í grilleldamennsku er algert skilyrði!!! (Bjössi, þú ert ekki útgangspunkturinn í þessu)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.8.2010 | 01:02
Reyndi að selja Albínóa
Karlmaður í Kenýa var dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að reyna að selja "töfralækni" samstarfsmann sinn sem er albinói fyrir um 180 þús pund.
Í sumum hlutum Afríku eru líkamspartar albínóa taldir búa yfir töfrakrafti og eru í raun ógn við töfralækna og fylgjenda þeirra.
Vill einhver kaupa lítið notaðan borgarstjóra, (metanbíll fylgir með í kaupum?)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2010 | 00:47
Landsspítalinn skilar afgangi!
Hvað finnst starfsfólki og að ég tali nú ekki um sjúklingum um það?
Eru tölur á blaði það sem fólki sem ekki hefur fengið inni vegna niðurskurður minnistæðast þegar að upp er staðið?
Landspítalinn skilar afgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2010 | 21:31
Útrásarvíkingar deila á bloggsíðu
Nú eru þeir byrjaðir að skjóta á hvern annan þessir ágætu menn sem kollsteyptu landinu gersamlega!, þeir eru byrjaðir að rífast á bloggsíðu Björgólfs Thors, btb.is, svo um munar, hvar endar þessi vitleysa eiginlega?
Varð algjör trúnaðarbrestur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2010 | 20:54
Sígaunar og flökkueðlið sem þeim er í blóð borið
"Sígaunar er þjóðflokkur sem talin er hafa tekið sig upp frá Indlandi. Fyrst fara sögur af sígaunum í Evrópu á árunum 835 e.Kr. til ársins 1000. Ekki er ósennilegt að þeir hafi dvalist á Grikklandi á þessum árum, en þar voru þeir nefndir Atzincani og almennt taldir galdramenn og þjófar. Á 13. og 14. öld dreifðust þeir um svæðið á milli Pelópsskaga og Dónár. Undir lok 14. aldar setjast þeir að í Vestur-Evrópu og koma eftir tveim leiðum, annars vegar meðfram ströndum Miðjarðarhafsins og hins vegar þvert yfir Mið-Evrópu. Þeir settust að í Ungverjalandi á 14. öld og ekki leið á löngu þar til sett voru lög um að þeir skyldu handteknir og hnepptir í þrældóm. Til Þýskalands komu þeir sem pílagrímar á flótta undan Tyrkjum og höfðu meðferðis griðabréf undirrituð af konungum og aðalsmönnum, en ekki voru þetta fjölmennir hópar. (Heimildir frá Vikipedia)
Sígaunar eru stærsti minnihlutahópur í Evrópu. Hugsanlega búa allt að átta milljónir sígauna á meginlandinu í dag, aðrar heimildir telja þá á bilinu tvær til fimm milljónir, en erfitt er að áætla fjölda þeirra þar sem þeir eru sjaldnast taldir í manntölum vegna flökkulífs. Flestir sígaunar búa í Austur-Evrópu. Sjálfir nefna sígaunar sig Rom eða Romani, sem er komið úr sanskrít og merkir 'maður' eða 'eiginmaður'.Þetta fólk hefur fengið sinn séns út um allt, á Spáni t.d. þar sem ég veit til, hafa verið reistar íbúðablokkir í þokkalegum hverfum handa þeim, en það líður ekki að löngu áður en þetta fólk er komið út á götu til að elda og dansa og syngja og það sem það gerir best, betla og stela, það er í eðli þessa fólks að flakka um og það er einnig í eðli þessa fólks að lúta engri stjórn hvar sem það er!.
Ég get ekki haft neina sérstaka samúð með þessu fólki á einn eða annann hátt, það lítur eigin lögum og engum öðrum og hefur aldrei annað viljað, það hefur sig og sína út af fyrir sig og vill hafa það þannig, frjálst frá höftum hins veraldlega raunveruleika og frjálst til eigin athafna og eigins frelsi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2010 | 01:13
Þvílíkur Koss! Fimm góðar ástæður fyrir góðann koss!
Það er ekki leiðinlegt að kyssa, en sumir kossar eru betir en aðrir, til dæmis "franski kossinn" þar sem tungur mætast í ákveðunum gælum!. "Við innilegan koss eykst framleiðsla líkamans á kotisól, sem er hormón sem eykur virkni ofnæmiskerfisins."
"Kossar styrkja tilfinningasambönd. Rómantískur koss eykur líka framleiðslu á oxýtósíni, sem margar konur þekkja sem hormónið sem veldur fæðingarhríðum. En oxýtósín eykur einnig tilfinningu fyrir nánd og gerir mann rómantískari." eða eins og þessar fimm leiðir góðra kossa segja:
Koss á eyrað Ég er gröð/graður
Koss á kinnina Við erum vinir
Koss á hendina Ég dýrka þig
Koss á öxlina Mig langar í þig
Koss á varirnar Ég elska þig
Þvílíkur koss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2010 | 02:22
Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta?
Mig minnir til að manneskja hafi heitið Lofthæna!! en skv þessu er það bara þjóðsaga, og þó!!
Hét eða heitir einhver Lofthæna á Íslandi?
Í Landnámu er minnst á tvær konur sem hétu Lofthæna, en önnur var dótturdóttir hinnar. Í Íslendingabók er að finna eina konu með þessu nafni. Hún hét Lofthæna Guðmundsdóttir (1842 - 1912) og bjó í Skaftafellssýslu.
Óvíst er hvaðan nafnið kemur. Einhverjar hugmyndir eru um að það sé gælunafn og að 'loftið' í nafninu sé notað í sömu merkingu og þegar talað er um efri hæð í húsi. Annar möguleiki, sem þykir líklegri, er að nafnið sé afbökun á gömlu erlendu nafni.
Hvernig er hægt að skíra barnið sitt þetta? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)