Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
13.8.2010 | 23:02
Gylfi situr áfram í embætti
Gylfi Magnússon mun víst enn sitja áfram í embætti skv aðstoðarmanni hans Benedikt Stefánssyni í kvöld.
Gylfi og Jóhanna Sigurðardóttir munu hafa rætt saman í kvöld og komist að þeirri niðurstöðu að hann skyldi sitja áfram!!!
Þvílikt rugl þetta er hjá þessari kommúnistastjórn.
http://visir.is/gylfi-situr-afram-i-embaetti-/article/2010538539508
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2010 | 22:54
Allur metnaður horfinn á RÚV, til skammar!!
Það virðist sem að allur metnaður sé rokinn út í veður og vind hjá þessari "fyrrum ágætu stofnun allra landsmanna" , fyrst misstu þeir enska boltann yfir til Stöðvar 2, síðan Formúluna einnig til Stöðvar 2, og nú hafa þeir misst HM í handbolta einnig yfir til Stöðvar 2 !!
Og þá á ég eftir að nefna að Spaugstofann er lögð niður, vona bara að Stöð 2 taki þá einnig til sín, þá er þessi hringur fullkomnaður!!!
Hvar er eiginlega metnaður þessarar "stofnunar" ? já þetta er ekkert annað en einn ein andskotans ríkisstofnunin!!!!
Forsvarsmenn þessarar stofnunar eiga að skammast sín svo um munar!.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 22:12
Leggur lokahönd á heimilda- mynd um ævintýri Jóns Gnarr: „Skemmtilegasta mynd í heimi“ Jása!
Ef það er eitthvað sem getur eyðilagt fyrir mér helgina þá eru það svona fréttir!Einhver að búa til eltingamynd um "kosningabaráttu" já innan gæsalappa ! , um leiðinlegasta stjórnmálamann í heimi, Jón Gnrrrrrr!
Hafa menn ekkert betra að gera? Hvað kostar svona dæmi? Jesús kristur!(Eg læt ógert að láta mynd af þeim Jóni Gnarr og Gauki Úlfarssyni fylgja með)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 21:52
Íslenskir lífeyrissjóðir gáfu lítið fyrir varnaðarorð Buffetts
Er það eitthvað skrýtið, þar sem þeir ætla ekki láta sér segjast, hvað sem raular og tautar, þeir halda áfram að brena peningum lífeyrisþega í stað þess að reyna skynsamar fjárfestingar, þetta sýnir aðens heimsku og þrákelkni og einræði þessara manna!!!
http://visir.is/islenskir-lifeyrissjodir-gafu-litid-fyrir-varnadarord-buffetts/article/2010536564856
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2010 | 21:24
Helgi Björns og textinn í laginu "Sem lindin tær"
Mikið hefur verið rætt um plötu Helga Björnssonar og Reiðmönnum vindanna sem kom út nú í júlí og inniheldur tólf gömul og góð lög í nýjum og ferskum útsetningum.
En sennilega hefur ekkert lag fengið meiri umfjöllun en lagið "Sem Lindin tær" textahöfundur er Bjarki Árnason, lagið er eftir Casano Conty. Þar er mikið rifist um hvort rétt sé farið með textahlutann :
" Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína hundrað strengi slær".
En margir halda fram að þarna eigi að standa og mér finnst mun líklegra, þar sem að "lndinn tær, hver sem hún er" er örugglega ekki með einhverja hundrað strengi, heldur mun líklegar með einhverja "undrastrengi"
" Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær
sem lög á sína undra strengi slær".
eins og hægt er að sjá á þessum texta hér á linki fyrir neðan:
http://mholm.net/Textar3/Sem%20lindin%20taer.htm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2010 | 18:49
Kleinuhringjaborgari Hoosier fjöldkyldunnar

![]() |
Kleinuhringjaborgari slær í gegn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.8.2010 | 00:17
Læknarnir gerðu sér vel grein fyrir hættunni!
Eins og allir vita voru átta manns myrt af Talíbönum skammt frá landamærum Afganistan og Pakistan í gær, það voru fimm karlar og þrjár konur sem öll störfuðu sem læknar.
Samstarfsmenn einnar þeirrar föllnu, Karenar Woo segja að hún hafi ásamt hinum gert sér fulla grein fyrir þeirri hættu sem þau voru að leggja út í, ein einlægur áhugi og vilji hafi verið yfirsterkari.
"Talibanar gáfu þá skýringu á morðunum að fólkið hefðu verið trúboðar og þeir hefðu verið með biblíur sem þeir voru að dreifa meðal landsmanna"
http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/08/07/gerdu_ser_grein_fyrir_haettunni/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2010 | 22:48
Landspítalinn segir 365 upp, timi til komin segi ég!!
Það er löngu tímabært að gera þetta, hissa á að ekki skuli fyrr hafa verið gert!, en það er ekki aðeins gert í sparnaðarskyni, heldur held ég að pólítik eigi einnig hlut að máli.
![]() |
Landspítalinn segir upp Stöð 2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2010 | 21:22
Kirkjan á að spara sem nemur um 9%
Á aukaþingi kirkjunar í Grensáskirkju var samþykkt ályktun ásamt þriggja manna nefnd að koma til móts við ríkisvaldið um sparnað vegna niðurkurðarkröfu ríkis fyrir árið 2011.
Þar er kveðið á um að skera þurfi verulega niður með einhverjum hætti, fækkun starfsfólks, endurskipulagningu, fækkun prófastdæma, sala fasteigna, og svo framvegis.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig kirkjan mun vinna úr þessu.
![]() |
Kirkjunni gert að spara um 9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.8.2010 | 01:01
Fjórtán milljónir orðið fyrir barðinu á flóðunum í Pakistan
það gera sér vafalaust fáir grein fyrir því gríðarlega tjóni og eyðileggingu sem Pakistanar eru að verða fyrir í þessari rigningartíð sem herjar á landið, nú hafa um 1600 manns látið lífið og talið að fleiri munu farast áður en yfir lýkur. Um 650 þúsund heimili hafa eyðilagst í Punjap héraði og hafa um hálf milljón manna verið rýmd frá verst stöddum svæðum!
http://visir.is/fjortan-milljonir-ordid-fyrir-bardinu-a-flodunum-i-pakistan/article/2010984163110
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)