Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
3.4.2010 | 22:53
Margt er líkt með Skotlandi og Íslandi
Ekki furða þó þessi ágæti leikari hafi ást á okkar ágæta landi, hann er sjálfur skoti og hvað er betra en Skotland að viðbættum heitum hverum og smá eldfjallasýn og Vatnajöklaklaka í skoska viskíið hans
![]() |
Ísland uppáhaldsstaður Gerards Butlers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2010 | 22:04
Kreppann kannski ekki bitið okkur eins djúpt og menn hafa haldið?
Ég held að kreppan hafi ekki verið jafnsýnileg á Íslandi og margur hafi viljað að láta, verslun hefur ekki fallið saman í jafnmiklu mæli og áður hafði verið spáð, sjávarútvegur er enn í ágætum málum, atvinnuleysi að vísu í hámarki, en ekki verra en í Evrópu almennt, menn kannski áttuðu sig ekki á að það var ekkert eðlilegt ástand hér á árunum 2002 ca til 2009 hvað varðar atvinnumál og yfirleitt hvað sem er, allt var yfirskotið. °Sjá mynd;
Samt sem áður hefði þetta ekki þurft að fara svona það vita allir, eftirlit með bankamálum og spilling og kunningsskapur var allt of mikil í íslensku atvinnulífi og er þar um að kenna fámenni íslensku þjóðarinnar og klíkuskaps er því hlýtur að fylgja, menn halda partý hægri og vinstri og allaf sama fólkið þar, elítan íslenska var svo fámenn að ekki var hjá þvi komist að menn í stjórnmálalífinu kæmust í nána snertingu við bisnissmenn sem öllu þessu havaríi orsökuðu.
En engu að síður, mín tilfinning er að ástandið sé ekki verra en svo, að menn sjái enn ástæðu til að búa hér, fréttaflutningur hefur verið fyrst og fremst það sem blásið hefur út þetta ástand, ekki ósvipað og þegar að fuglaflensan var í fréttunum um árið, þá kollréð það öllum fréttatímum líkt og um heimsendi væri að ræða, síðan Mexícóflennsan eða "svínaflensan" ekki var nú minni fréttaflutningur þar um!
Þetta sýnir okkur að það sem við búum við á þessari littlu eyju er ofurselt valdi fárra áhrifavalda svo sem fjölmiðla og stjórnmálamanna hverra tíma er mata okkur á mis góðum eða "réttum" og eða áreiðanlegum, fréttum af stöðu mála oft á tíðum.
![]() |
Allt stefnir í metár í ferðaþjónustu hér á landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2010 | 20:55
Stjórnendur vogunarsjóða mala gull, fjórir milljarðar dollara í laun á síðasta ári!!
Maður skilur ekki hvernig þessir hlutir í raun virka, það virðist sem sama spillingin sé í raun í gangi, og eftirlit ekkert, eða hvað? Eru þetta viðskiptahættir sem eru í lagi eða eru þessir "vogunarsjóðir" enn að starfa utan við lögleg mörk? Allavega finnast manni tölur á við fjóra milljarða bandaríkjadala fyrir síðastá ár vera annsi geðveikar tölur fyrir einn mann.
http://mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2010/04/03/stjornendur_vogunarsjoda_mala_gull/
3.4.2010 | 18:24
Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi
Líklega voru þarna að verki hryðjuverkasamtökinn Greenpeace, Sea Sheppherd eða álíka samtök! þetta átti sér stað í höfninni Svolvær i Noregi í nótt. Botnlokur vour fjarlægðar ekki ósvipað og gert var við íslenska hvalveiðibáta árið 1986 í Reykjvíkurhöfn. En sem betur fer tókst að koma í veg fyirr að báturinn sykki í þetta sinn.
http://visir.is/article/20100403/FRETTIR02/763053421
2.4.2010 | 00:19
Lognið á undan storminum
![]() |
Óbreytt gos og fólk á heimleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2010 | 22:31
i Pad dásamað af bandarískum fjölmiðlum????????
Ég spyr, hvað í ósköpunu er þetta, í phone, i pad i þetta og i hitt!! hvað er það sem ég er að missa af ? er ég svona úreltur að ég fylgist ekki með? ekki þarf ég að nota þetta í vinnunni sem er þó háð mikilli tölvunotkun.
Eg vona að nördar þarna úti skýri ´þetta fyrir mér og fullt af öðrum fróðleiksfúsum mönnum og konum.
1.4.2010 | 20:06
AGS segir Ísland uppfylla skilyrði ! Bullsh..............
Eitthvað segir mér að AGS sé mikið í mun að íslendingar skuldbindi sig við sjóðinn, það eru allt of margar ónýttar náttúruauðlindir hér eins og olía og orka að ekki sé talað um vatnið sem menn segja að sé gull framtíðarinnar, og vildu þeir ekki hafa hendur í þeirri tekjulind ? menn skulu ekki gleyma hvernig þeir fóru með lönd í Suður Ameríku, eftir að hafa lánað þeim fé og ríkið gjaldþrota og þeir þar með í kjörstöðu til að þurrmjólka landið.
Segjum nei við frekari "aðstoð" þessara glæpamanna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum!!!
1.4.2010 | 19:52
Skjálftavirkni í Básum, spennan vex?
1.4.2010 | 19:34
Ápríl hlaupin vegna Michael Schumacher?
Veit ekki hvort einhver hafi hlaupið apríl í dag þegar að ég sagði í bloggi mínu að Michael Schumacher myndi árita á Lækjartorgi á milli 12-13 í dag! Sá reyndar að fleiri hefðu notað hann í aprílgabbi sínu.
Bið þá sem það gerðu afsökunar og vonandi að þeir hætti ekki að heimsækja síðuna mína vegna þess
1.4.2010 | 19:23
Flugslysið á Flúðum kannski fyrsta slysið sem rekja má til gossins ?
Sorglegt slys og vonandi ná allir heilsu af þeim sem meiddust, ekki mátti miklu muna að vélin færi á eitthvert af þeim fjölmörgu sumarhúsum sem þarna eru, og þá þarf ekki að spyrja um hvað hefði getað gerst. Ef þessi vél hefur verið í útsýnisferð um gossvæðið, er þetta þar með fyrsta slysið sem rekja má til þess að ég best veit!
þetta er alls ekki búið, finn það einhvern veginn á mér! köllum það "sjötta skilningarvitið" eða þannig
en málið er bara að jarðvísindamenn eru ekki og geta ekki séð neitt fyrir um þessa hluti og er það ekki endilega meint sem hnökuryrði um þessa frábæru vísindamenn heldur það að þetta er erfið vísindagrein sem erfitt er að festa hendur á að öllu leyti.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/04/01/jardskjalftakippir_vid_basa/