Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
4.4.2010 | 22:49
Er Kirkjan að tapa fyrir tækninni ?
Ég tel sjálfann mig ekki trúaðann í venjulegum skilningi orðsins en ég tel að það sé eitthvað þarna úti sem ekki sé hægt að útskýra, hvort það sé "Almættið" hvað sem það nú er, eða eitthvað sem við í okkar littla og ónotaða heila erum að búa til ómeðvitað, er ekki gott að segja, en alla vega held ég að engin sé verri þó hann trúi á eitthvað, það getur verið hvað sem er, Esjuna okkar fallegu, Eyjafjallajökul eða steininn undir fótum þínum!
Ég hef stundum deilt við fólk á blogginu um trúmál, en hvað um það, það er athyglisvert að að í könnunum er fólk að falla frá trúnni eftir því sem fólk er að yngjast, þannig að því lengra sem líður munu alltaf færri og færri trúa á orðið, þetta er að sjálfsögðu mikið áhyggjuefni fyrir Íslensku kirkjuna, og allt hennar starf, sem samkvæmt öllum rannsóknum er að tapa sauðum ár eftir ár!!!
Er kirkjan að missa fólk vegna þess að tæknin er orðin svo flott, I phone, I phod og allt þetta I thing (sem ég fatta ekki enn þá) að ekki vinnst tími til að fara í kirkju? og þá vegna þess að það er hundleiðinlegt að fara í kirkju!
Hvað ætlar kirkjan að gera til að snúa þessari þróun við spyr ég, trúleysingin ??
4.4.2010 | 03:25
Enn eitt dæmið um vanhæfni Benitez
Efast um "andlegt ástand Alberto Aquilani sem hann keypti á 20 milljónir punda frá Roma síðasta haust, þetta segir þjálfari ekki um sinn eiginn mann, það hlýtur að brjóta manninn enn frekar niður, ekki hefur hann fengið það mikið að spila ræfillinn.
4.4.2010 | 02:42
Menn blogga af misjöfnum ástæðum, góðum og vondum
Ég hef tekið eftir að menn blogga undir ýmsum formerkjum, sumir út af sínum stjórnmálaskoðunum, aðrir út af áhugamálum sínum, veðri, íþróttum, mat eða hvað sem er, sumir eru langorðari en aðrir, sbr, stjórnmálaskrifendur, þeir geta verið með heilar ritgerðir um hugðarefni sín, áhugamenn um enska boltann eru yrirleitt með stutta yfirlsingu um leik dagsins og skandala dómarans ef einhver er, og þannig fram eftir götunum.
Sumir eru með pistla sem þeir rita frá grunni og blogga ekki sem svar frá frétt hjá MBL, það eru oft þeir á stjórnmálahliðinni, aðrir blogga um fréttir sem eru frá MBL og eru þokkalega málefnalegir í nokkrum setningum, en síðan eru það þeir sem mér persónulega finnst verstir! Þeir sem vaða í hvert einasta blogg sem þeir finna og svara með eins atkvæða setningu eða því sem næst!!!
Þetta eru þeir sem aðeins vilja komast á topp á einhverjum lista yfir mest heimsóttu bloggara á netinu. Ég segi verði þeim að góðu ef það er það sem þeir vilja.
4.4.2010 | 01:29
Sumir blogga hér á MBL og eru sælir, aðrir ekki alveg ákveðnir!
Ég eins og margir hafa svo sem tekið eftir að sumir bloggarar hafa ákveðið að yfirgefa Moggabloggið fyrir einhver önnur blogg eins og , Eyjuna, og Pressuna, þar sem að mér virðist allir "snobbskríbentar" og listamenn eða bara þeir sem halda að þeir séu betri en við hin (ekki mótmæla mér, þið vitið vel að þetta er satt) þeir um það, og ekkert við það að athuga þannig, en sumir eru af einhverjum ástæðum enn að setja forsíðu blogg á MBL og nokkrar setningar, en síðan kemur " framhald" eða "sjá hér", þarna er ég að tala um Láru Hönnu sem dæmi, og og var hún einn af fremstu bloggurum MBL hér áður, en hún kaus að fara á "snobbbloggið"
Ég segi bara við þetta fólk, reynið að ákveða hverju þið ætlið að halda og hverju þið viljið sleppa!
4.4.2010 | 00:47
Ásdís Rún segir :
Það er í sjálfu sér allt í lagi að hlusta á þessa sjálfskipuðu drottiningu sem segir hitt og þetta og blessuð börnin hlusta á og taka mark á, en verst er þó þegar að fullorðið fólk fer að taka upp eftir henni vitleysuna, jæja kannski er hún bara svo sæt að ekki er annað hægt, en alla vega, hún er að tala um páskeggjaát og allar kaloríurnar sem við þurfum að brenna til að við getum litið út eins og hún, (eða þannig)
Ef þú borðar stórr egg, (ekkert númer fylgir) þarft þú að hjóla til Hvolsvallar, spila fótbolta í fimm klst, sippa í þrjár og hálfa, eða ganga í níu klukkutíma rúmlega!
Hvaðan koma þessi vísindi eigninlega? og hvernig fóru menn að reikna svona vitleysu út?
4.4.2010 | 00:03
Íransforseti gerir lítið úr hótunum um frekari þvinganir
Íransforseti er óhræddur við að Vesturveldin setji þrengri og strangari þvinganir á Íran eins hótað hefur verið. sjá frétt
http://visir.is/article/20100403/FRETTIR02/714700081
3.4.2010 | 23:57
Ég þegi ekki neitt, segir Bubbi á Pressunni
Skoðið þessa grein hans Bubba, það er hreinlega fyndið að hlusta á hann úttala sig um pólítik, og það er ekki ofsögum sagt til hvaða flokks hann horfir um þessar mundir!
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Bubba/eg-thegi-ekki-neitt
3.4.2010 | 23:38
Sigur á elleftu stundu!
![]() |
Wenger: Dýrmætur sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.4.2010 | 23:14
Norsk hjón farast í sjnóflóði, fleiri en við íslendingar í návígi við móður náttúru
3.4.2010 | 23:09
Tók hana á öxlina!


![]() |
Tók hana á öxlina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |