Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
10.4.2010 | 19:45
Starfsfólki Iceland Express vorkunn
Ég kenni í brjósti um starfsfólk Iceland Express þessa stundina, það hefur ekkert til unnið að fá alla þessa umræðu yfir sig frekar en allt starfsfólk margra fyrirtækja, sem hvað mest hafa orðið fyrir barðinu á umræðu kreppunar og spillingar eigenda þeirra, sem í flestum tilfellum eru ekki að koma að daglegum rekstri þess. Athugið að ég segi margra, ekki allra! Vegna þess að nokkur þessara fyrirtækja hafa alltaf verið í eigu ákveðinna auðmanna frá byrjun og voru þvi stökkpallur þeirra að því sem síðar kom. Það vita allir hvaða fyrirtæki um er að ræða.
Það að sniðganga ákveðin fyrirtæki sökum lélegra eigenda þess, sem í flestum tilfellum spiluðu "Matador" með þau fram og tilbaka, má ekki gerast, eigendaskipti voru mjög tíð þar sem þessir fáu einstaklingar skiptu þeim með sér fram og tilbaka eins og við gerum í Matador spilinu, og þannig tel ég að ekki megi taka Iceland Express út sem útrásarfyritæki, það var ekki stofnað sem slíkt af slíkum mönnum og á ekki að gjalda fyrir það með þessum leiðinlega hætti.
Ekki veitir af að hafa lággjaldaflugfélag á lítilli eyju úti í ballarhafi þar sem ekki eru hæg heimatök að komast erlendis nema með loftlínu, eða vikuferð með skipi!
Ég frétti frá manni sem þekkir mann að starfsfólk Iceland Express hafi gert sér dagamun í gærkveldi og horft á í beinni er Viljálmur neitaði að taka við verðlaunum frá þessu fyritæki. Ég giska á að það hafi ekki ríkt mikil stemming eftir það!!
10.4.2010 | 18:56
Hundsuðu flugmenn fyrirmæli? eða var vélin skotinn niður?
![]() |
Flugmenn hunsuðu fyrirmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 18:41
Þarf ekki að taka neitt tilbaka
![]() |
Bakkar ekki með nein ummæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 01:47
Kaþólska kirkjan verður að vinna með lögreglu
![]() |
Kirkjan verður að vinna með lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 00:53
Man U menn ólagvissir með afbrigðum
Það lítur út fyrir að flestir helstu menn Man U séu ólagvissir, alla vega þeir Wayne Rooney og Ferguson, annar getur ekki lært á gítar og hinn ekki á píanó, enda ekki nema von að falskt sé sungið á Old Trafford
http://visir.is/article/20100408/IDROTTIR0102/12308006
10.4.2010 | 00:43
Bragðarefur drap 15 Flamengófugla ?
![]() |
Refurinn komst í feitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 00:34
Skrýtin mæling Actim
![]() |
Fabregas þykir standa sig best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2010 | 00:23
Og sögur ganga á víxl
Nú er komin fréttatilynning frá Lýðvarpinu þess efnis er hér segir:
"Lýðvarpið afhenti í dag lögreglunni örbylgjumóttakara og útvarpssendi sem hafði verið komið fyrir án vitundar Lýðvarpsins í sendiaðstöðu félagsins í Bláfjöllum, að því er kemur fram í yfirlýsingu Lýðvarpsins til fjölmiðla, undirritaðri af Jóni Pétri Líndal.
Tugþúsunda tjón varð er hinir óprúttnu útvarpsmenn klipptu á kapla útvarpssendis Lýðvarpsins til að tengja í heimildarleysi nýjan útvarpssendi inn á loftnetsmastur Lýðvarpsins. Lýðvarpið er með útvarpsleyfi á tíðninni 100.5 til 15 janúar 2012. Ráðgerðar voru breytingar á staðsetningu útvarpsmastursins að beiðni Póst og fjarskiptastofnunar, en þar sem ekki var komin endanleg niðurstaða frá stofnuninni í því máli áður en vetur gekk í garð, var ákveðið að fresta framkvæmdum til vors vegna erfiðra aðstæðna yfir vetrartímann. "
Áfram segir í tilkynningunni:
"Af þessum sökum hefur starfsemi Lýðvarpsins verið í lágmarki undanfarna mánuði og notuðu nýju útvarpsmennirnir sér það tækifæri til að brjótast inná rás og búnað Lýðvarpsins þrátt fyrir að hafa áður fengið upplýsingar um hinar fyrirhuguðu breytingar frá framkvæmdastjóra Lýðvarpsins," segir í yfirlýsingunni.
Segja Einar hafa verið í óleyfi
Furðar Lýðvarpið sig á yfirlýsingum Einars Bárðarsonar til fjölmiðla um misgjörðir af hálfu Lýðvarpsins. Honum hafi verið fullkunnugt um að hann væri í óleyfi á þessum útsendingarstað. Einari hafi jafnframt verið tilkynnt fyrr í dag að Lýðvarpið hefði tilkynnt athæfið til lögreglunnar. "
Hvað mun reynast satt í þessu, hafið þið skoðaðnir kæru vinir ?
Það er sjaldnast lognmolla í kringum Ástþór Magússon og co, nú eru þeir ásakaðir um að hafa "stolið sendi þeirra Kana manna á Bláfjöllum.:
"Póst- og fjarskipastofnun úthlutaði nýlega Kananum útvarpstíðninni 100,5 en Lýðvarpið sendi áður út á þeirri tíðni. Við urðum varir við það upp úr klukkan 14 í dag að útsendingar okkur voru rofnar og eftir einhverja eftirgrennslan komumst við að því að það hefðu verið einhverjar mannaferðir í Bláfjöllum og smám saman kom í ljós hverjir það höfðu verið," segir Einar. Þá grunaði mig að í versta falli hefði þessu einfaldlega verið kippt úr sambandi í einhverri reiði. Þannig að við lögðum á okkur ferð þarna í kolbrjáluðu veðri seinni partinn í dag til að komast að því hvað hefði gerst og sáum þá að sendirinn okkar hafði verið numinn á brott."
"Jón Pétur Líndal segir hinsvegar að samningur Lýðvarpsins um tíðnina 100,5 gildi til 15. janúar 2012. Hann heldur því fram að Kaninn hafi verið að nýta búnað og lagnir Lýðvarpsins í Bláfjöllum. Þarna var vaðið inn og klippt á kapla á okkar búnaði og verið að stelast í okkar aðstöðu. Við erum engin góðgerðastofnun fyrir einhverja stráka sem vilja vera með útvarp og við viljum ekki hafa annarra manna dót innan um okkar búnað á okkar ábyrgð." Jón Pétur segist hafa afhent lögreglu búnaðinn."
Svo sjáum við hvað kemur út úr þessu
![]() |
Kaninn kærir Lýðvarpið fyrir stuld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2010 | 23:06
Grefillinn með frábæra síðu
Einn er sá sem hefur fengið mig til að hlægja með skrifum sínum á blogginu undanfarna daga, sá er kallaður Grefillinn, hann er að "auglýsa" hina ýmsu hluti og óhluti sem nýtast nánast engum og eru aðeins til að hlægja að mæli með að þið kíkið á síðuna og skoðið það sem hann er að bralla.
http://gbergur.blog.is/blog/gbergur/