Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010
24.4.2010 | 19:55
Afsökunarbeiðni Framsóknar
Það er greinilegt að Framsóknarflokkurinn er með öll vopn úti til atkvæðaveiða, nú hafa þeir í kjölfar mikillar umræðu um hrunið og skýrslan góða þá sett til hliðsjónar, gert upp við sig að þeir ætli að höfða til þeirrar umræðu hér um að afsökunarbeiðni frá öllum og engum sé það sem dugi, þeir veðja á þetta og verð ég að segja að mér þykir þetta ákaflega klént, eins og maðurinn sagði forðum daga!
"Sigmundur Davíð sagði á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Valsheimilinu að Hlíðarenda í dag að ábyrgð flokksins væri mikil en þó mest á framtíðinni. Stjórnarflokkarnir væru fastir í fortíðinni og leyndarhyggja hefði náð nýjum hæðum."
24.4.2010 | 01:57
Spursarar ekki vitund hræddir við Man U
Engan kvíða er að heyra á liðsmönnum Tottenham sem mæta liði Man U á hádegi laugardags, þeir hafa ekki átt miklu fylgi að fagna gegn þeim því þeir unnu þá síðast árið 2001 en 21 ár frá að þeir sigruðu þá á Old Trafford !!
Svo nú er bara að vona að Spursara taka þetta með stæl
Dawson: Mætum óhræddir á Old Trafford | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.4.2010 | 01:39
Besta platan??
24.4.2010 | 01:26
Hrafninn "víkur"
23.4.2010 | 23:11
Sara Palin gegn tölvuþrjóti og sýnir enga miskunn!
Enn er Palin skvísan frá Alaska í sviðsljósinu, nú er hún að vitna gegn ungun dreng sem á að hafa komist í tölvupóst hennar og á yfir höfði sér allt að 50 ára fangelsi fyrir vikið, spurð um hvort henni finnist þetta ekki heldur yfirdrifið svarar hún því til að menn verði að taka afleiðingum gjörða sinna!! þvílíkt og annað eins, hvernig eru menn þarna i USA eiginlega? 50 ár fyrir prakkaraskap!!!
http://visir.is/article/20100423/FRETTIR02/191672319
23.4.2010 | 22:58
Erfitt er fyrir bandaríkjamenn að segja "Eyjafjallajökull"
Sjáið hér frétt frá CNN um hve mönnum reynist þetta orð mikill tungubrjótur. það er erfitt að hlægja ekki en geri það samt.
http://edition.cnn.com/2010/WORLD/europe/04/20/volcano.pronounciation/index.html
23.4.2010 | 22:18
Athugasemd frá Höskuldi H. Ólafssyni vegna skrifa Eyjunnar
Hér er athugasemd hans vegna skrifa um hans ráðningu, bendi á síðustu málsgrein sem segir;
"Rannsókn á meintum brotum stendur enn yfir og óvíst hvenær vænta má niðurstöðu. Valitor telur að ásakanir keppinautarins Borgunar eigi ekki við rök að styðjast. Valitor er vel meðvitað um stöðu sína á markaði og hagar málum sínum eftir því."
Er það ekki einmitt málið, þetta er enn í rannsókn og á maðurinn þá ekki að vera tekinn inn í slíkt verkefni sem þetta, allavega þangað til úrskurður kemur í ljós.
http://eyjan.is/blog/2010/04/23/athugasemd-fra-hoskuldi-h-olafssyni/
23.4.2010 | 21:47
Nýr gígur að koma í ljós!
Á nyrðri sigkatli Eyjafjallajökuls hefur komið í ljós nýr gígur eftir flug flugvélar Landhelgisgæslunnar TF-SIF yfir gosstöðvunum snemma í morgun.
"Gígurinn nýi sem sést á myndinni hér að ofan skagar fram í nyðri gíginn og er líkastur kjafti á skrúflykli. Gígjökull sem fellur niður að Markarfljóti liggur niður frá gígnum" segir Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur.
Nýr gígur kominn í ljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2010 | 21:41
Nýr forstjóri Arion banka var í lykilstöðu hjá tveimur félögum viðriðin samkeppnislagabrot
Eins og ég sagði áður í kvöld er þessi ágæti maður ekki hvítþveginn, því fer fjarri, hann gegndi lykilhlutverki hjá tveim fyrirtækjum sem hafa verið í rannsókn vegna samkeppnislagabrota, Eimskip og Valitor. Af hverju tekst mönnum alls ekki að finna menn sem eru hvítþvegnir í gegn??? Eru kannski ekki til slíkir menn eða konur á landinu?
23.4.2010 | 21:30
"Íslendingar fá núna að bragða á eigin öskumeðölum"
Nú er eðlilegt flug að komast á í Evrópu en að stoppa á Íslandi, fréttamiðlar í Evrópu eru annsi kátir og hlakkar í mörgum þeirra, ABC í Noregi segir í undirmáli myndar af vél Icelandair "Allt stopp á Íslandi"