Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Sweet Caroline á EM

Á meðan útsendingu handboltaleikja Íslands á EM í Austurríki fór fram, komst  maður ekki hjá því að heyra lag eftir Neil Diamond, sem aftur og aftur hljómaði í sölum leikjanna, DJ Ötzi  var víst sá sem heiður á af þessu lagi, hér er það!


Icesafe "áformuð" í Frakklandi, og hvað?

Ég get ekki séð að það þjóni nokkrum tilgangi að halda áfram með "ef og hefði" í þessari umræðu um þetta mál, þó þeir hafi haft áætlanir um að stofna samskonar reikninga í öðrum löndum er staðreyndin sú að það var ekki gert og er þessi frétt þar af leiðandi alls engin frétt, nema síður sé!!! "shame on the reporter"

Hvernig væri nú ef fjölmiðlar færu að draga aðeins úr þessari endemis Icesafe rullu og ég tala nú ekki um fréttaflutning sem þennan, "ef og hefði", og reyndu að skipta sér meira af fréttum af innlendum vanda  heimila og fyrirtækja , sem full þörf er fyrir um þessar mundir!


mbl.is Áform um Icesave í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorrablót, hvaðan í ósköpunum kemur það?

Þorrablót er orðin hefð á Íslandi og hélt maður fyrir nokkrum árum að þessi siður væri á undahaldi, en nú sé ég (sem áreiðanleg heimild og verslunarmaður í þessum geira) að þetta er að aukast aftur sem betur fer fyrir þjóðarsálina, og er þessi matur sem margir segja að sé skemdur, alrangt þar sem hann er unninn  skv fornum geymsluaðferðum þar sem forðum daga var ekki um kæligeymslur að ræða og urðu menn þá að finna upp á öðrum aðferðum til varðveislu matar. Þar kom súrsun til sögunar.

"Þorrablót er veisla, þar sem Íslendingar borða hefðbundinn íslenskan mat, drekka brennivín, syngja íslensk lög, kveða vísur og dansa gömlu dansana" Þorri hefst á föstudegi í þrettándu viku vetrar, nítjánda til  tuttugasta og fimmta janúar og lýkur er Góa hefst á sunnudegi á átjándu viku vetrar.

Fyrstu þorrablótinn voru haldin um nítjándu öld af fólki sem flutt hafði úr sveitum í kaupstaðina, þar var það hefðin sem fólk vildi taka með sér úr sveitinni og halda við í bæjunum og einnig að hitta ættingja og vini úr sveitinni sem ekki fluttist í fjölbýlið.

Heimildir:  Fengnar að láni hjá Skruddu með þökk


Sleppum við við vextina?

Ef rétt er að við höfum náð samkomulagi um að sleppa við að greiða vexti af Icesafe þá er vel, en hversu rétt er sú frétt, Steingrímur J segir ekkert um málið og á að hafa beðið Rúv um að birta ekki frétt þess efnis!! Er einhver sem veit hið sanna í þessu máli?
mbl.is Bað RÚV að birta ekki fréttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"The One" er frábært lag sem ég held að muni vinna næstu Eurovision keppnina

Íris Hólm og lagið " The One "  er gríðarlega fallegt lag eftir Birgi J Birgisson og er með fallegri ballöðum sem ég hef heyrt! ef þetta lag fer ekki langt , já, ekki alla leið, verð ég vonsvikinn.

Lagið er hér á tengli að neðan.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4514887/2010/01/30/0/

 


Gæti orðið góður á lokasprettinum

Eiður gæti hæglega gert góða hluti á lokahluta mótsins, segir Rekknapp, vonandi verður toppstykkið í lagi og hann ekki með hugann við fréttir slúðurblaðanna! (segi ég ) sjáum til með það.
mbl.is Redknapp: Eiður getur spilað mikilvægt hlutverk á lokasprettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve margar voru plágurnar í Biblíunni ?

Ég hélt alltaf að plágurnar í gömlu biblíunni væru 7, en í spurningakeppni í sjónvarpi í kvöld var svarið talið tíu!! Voru kannski þrjár aðrar á undan sem lítið hefur farið fyrir?  er það rétt, nú spyr ég mér fróðari menn eins og Jón Val og fleiri!


Ég hef enga trú á að Eiður hafi sængað með stelpunni!

Ekki hef ég trú á að Eiður hafi sængað hjá þessari ágætu konu, þessi leigusali, Linda er aðeins að fá nafn sitt á blað til að þéna peninga á illann hátt, það er mikið um slíkt fólk, vílar ekki fyrir sér að eyðileggja orðspor manna til að fá stutta frægð í blöðinn, skömm þeim!!

Fyrirliði er ekki alltaf sá með bandið

Þetta mál allt er með ólíkindum og á alls ekkert skylt við íþróttir, að mannlegur breyskleyki skuli verða því valdandi að menn og konur séu svipt ákveðnum titlum eða  jafnvel mannorði er út í hött!.Ég sé alls ekki að landslið muni spila betur með annan mann sem skráðann fyrirliða, það er út í bláinn, sannur fyrirliði er ekki alltaf sá sem ber bandið um ermarnar, þar er ég sammála Roy Keane.  

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband