Icesafe "áformuð" í Frakklandi, og hvað?

Ég get ekki séð að það þjóni nokkrum tilgangi að halda áfram með "ef og hefði" í þessari umræðu um þetta mál, þó þeir hafi haft áætlanir um að stofna samskonar reikninga í öðrum löndum er staðreyndin sú að það var ekki gert og er þessi frétt þar af leiðandi alls engin frétt, nema síður sé!!! "shame on the reporter"

Hvernig væri nú ef fjölmiðlar færu að draga aðeins úr þessari endemis Icesafe rullu og ég tala nú ekki um fréttaflutning sem þennan, "ef og hefði", og reyndu að skipta sér meira af fréttum af innlendum vanda  heimila og fyrirtækja , sem full þörf er fyrir um þessar mundir!


mbl.is Áform um Icesave í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Víkingsson

Þetta er frétt vegna þess munar sem er á meðhöndlun hollenzkra og franskra yfirvalda. Þau hollenzku greiddu götu Icesave en hin frönsku drógu lappirnar. Þetta styrkir þá skoðun að hollenzk yfirvöld báru hluta af hinni opinberu ábyrgð á Icesave reikningunum í Hollandi, þótt ábyrgðin sé auðvitað fyrst og fremst hjá þeim sem stóðu í þessum viðskiptum, bankanum og viðskiptavinum hans.

Skúli Víkingsson, 13.2.2010 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband