Rooney, Ferguson og Littla gula hænan

Eftir allt sem  á undan er gengið hefur Wayne Rooney ákveðið  að endursemja við Man U til fimm ára, og hefur heldur betur skipt um skoðun á klúbbnum á ca sólarhring!!!

Á miðvikudag var þessi sami klúbbur að hans mati algerlega metnaðarlaus, og var það að hans áliti meginástæða  til þess að hann vildi fara, en rúmun sólarhring seinna er hann búinn að semja, og allt í einu segir hann að klúbburinn sé mjög metnaðargjarn?????

Ég held að þetta sé snjall leikur hjá stjóranum og Davið Gill, ef þeir hefðu ekki náð að semja við hann  fengist nánast ekkert fyrir hann á næsta ári, en nú geta þeir í janúar selt hann fyrir metfé sem ég held að þeir muni gera, því að það kemst engin upp með að niðurlægja Ferguson frammi fyrir alþjóð, spyrjið bara Beckham og Staam og fleiri!!!

Þegar að á öllu er á botninn hvolft, segir Rooney að það hafi ekki verið hann sem olli þessum óróa, en það skrýtna er að Ferguson segir það sama!!!


mbl.is Rooney með fimm ára samning við Man.Utd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

held að þetta sé rétt hjá þér

Óskar Þorkelsson, 23.10.2010 kl. 08:36

2 identicon

Takk Óskar vinur minn :) ertu enn í Norge ?

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 19:11

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er enn í norge og mun vera þar til frambúðar :)  kem til íslands sem túrhestur.. ef ég kem

Óskar Þorkelsson, 24.10.2010 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband