Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Skref í átt að bata?

Þessi frétt gæti glætt vonir okkar um að kreppan sé að lina tökin á lélegu árferð,  og muni efla efnahag okkar í framhaldinu, alla vega er þetta skref að ég tel í rétta átt.
mbl.is Røsjø eignast hlut í MP Banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiskveiðistjórnun EB og ásókn þeirra í okkar auðævi.

Það er staðreynd og  rétt með farið hjá þeim sem haldið hafa fram þeirri skoðun sinni að fiskveiðistjórnun EB sem og margra ríkja þess sitt í hvoru lagi, hefur verið svo slæm að svo mikið hefur verið gengið á mið þeirra að í dag er sú staða uppi að fiskveiðar eru víða nánast dauðar,Þeir hófu þannig að sækja norðar og ætluðu að hreinsa okkar mið í norðanverðu Atlanstshafi, við þekkjum öll það ferli, þorskastríðin nánar tiltekið, tökum breta sem dæmi, í gömlum fiskveiðibæjum eins og Grimsby og Hull er þessi atvinnugrein nánast dauð, og gríðarlegur fjöldi manna sem hafa misst atvinnu sína af sjómennsku, sama er upp á teningnum hjá spanverjum og portúgölum, það hefur verið hrun í þessari grein síðustu hva, 10-30 ár, enda fá þeir ekki sama óhefta aðgangin að íslenskum og norskum fiskimiðum sem og áður!!

Nú vilja þessi sömu lönd endilega fá okkur íslendinga inn í bandalagið til þess eins að komast inn í landhelgi okkar og ofveiða sem mest þeir mega! það þarf engan snilling til að sjá það, látið ykkur ekki detta í hug að annað sé upp á teningnum, ekki það að við séum eitthvað sérstök að öðru leyti, þetta snýst eingöngu um fiskimið okkar og væntanleg olíuauðævi!


Már Guðmundsson, segðu alþýðu Íslands að peningar sé ekki allt!

Már Guðmundsson segist hafa hætt í sínu starfi í Basel þar sem hann hafi þénað um 5 millur á mánuði í starf seðlabankastjóra með ca 1,5 (give or take) hafandi þénað þetta í ákveðin tíma og getað lagt fyrir góðan sjóð til elliáranna finnast mér orð hans ansi klén! hann tekur illa til orða með því að segja að peningar skipti ekki öllu, nei, ekki hjá honum enda búinn að tryggja sín efri ár, en það er ekki það sama upp á teningnum hjá okkur hinum! Már, talaðu varlega.
mbl.is Peningar eru ekki allt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Adidas og Puma Bræður slíðra sverðin

Ekki vissi ég að það væru bræður sem stofnuðu þessi tvö stærstu íþróttafyrirtæki heims, og enn síður að þau voru í raun stofnuð í vaskahúsi mömmu þeirra!, en það er ánægjulegt að heyra að þeir ætli að slíðra sverðin og láta ekki stjórnmál koma í veg fyrir vináttu þeirra bræðra. Því það er alveg ljóst að með mikilli aukningu íþrottaiðkunar í heiminum er nægt pláss fyrir þessi tvö góðu fyrirtæki og fleiri.
mbl.is Adidas og Puma slíðra sverðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórinn í slagsmálum við leikmann sinn!

Það er ótrúlegt að heyra að Martin O´Neill hafi lent í handalögmálum við einn sinn leikmann, þ.e. Reo - Coker, það er alltaf eðlilegt að leikmenn verði ósáttir við að sitja í tíma og ótíma á tréverkinu en að bregðast við eins og þessi leikmaður gerði er ófyfirgefanlegt og kemur að mínu mati ekkert annað til greina en að láta hann fara.
mbl.is Martin O'Neill í slagsmálum við leikmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eagles með I cant tell you why

Þetta lag, "I cant tell you why",  er eftir Timothy B Smith sem er nú bassaleikari í Eagles en var áður í hljómsveitinni Poco.

 


David Gilmour og Wish you were here


Roger Waters og Eric Clapton með Wish you were here


Uriah Heep og July Morning


David Bowie og Starman


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband