Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Djöfull er þetta ruglað dómskerfi hér !!!

Ég  hlýt að taka undir með fleirum hér á blogginu vegna þessa rugls, sjómaður sem er í forsvari fyrir stóru skipi er tekinn drukkinn og sleppt um leið um borð til að sofa úr sér!! hvers vegna er hann ekki settur í járn og látinn dúsa í klefa þar sem brot hans er mjög alvarlegt!! eða finnast yfirvöldum kannski þessi sjómannsbrot ekki vera alvarleg?


mbl.is Drukkinn skipstjóri handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KB banki skal heita "Arion banki" sem var grískur maður ættaður frá Lesbos, og stofnandi grísks hljófæris!!

Var að fletta þessu nafni upp á netinu og minn skilningur á því er að þetta nafn sé komið af manni sem hét Aríon og var einhverskonar stofnandi atvinnuflytjanda þeirra hljóðfæraleikara, kitharode (citharede (Greek: κιθαροιδός, Latin: citharoedus; British English citharoede) sem fluttu sinn leik sem undirleikarar söngara í forn Grískri menningu. Eyjaskeggar Lesbos telja hann infædda Lesbosmann!,  vona að ég sé að skilja þetta rétt.

Sjá má nýja heimasíðu þessa banka hér http://www.arionbanki.is/

Einnig rakst ég á Arion verðbréfavörslu sem er til húsa að Ármúla 13 með Finn Sveinbjörnsson (núverandi bankastjóra KB banka), Einar Má, Heiðrúnu Jónsdóttur og Rós Guðmundsdóttur í stjórn, mér sýndist sem þetta væri eldra en svo að þessi síða væri stofnuð í dag, eða þá nýlega.  Í ljósi þessa sýnist mér sem að svokölluð samkeppni starfsmanna um nafn sé hreinn fyrirsláttur þar sem þetta er greinilega ekki nýtt nafn á Íslandi.


Svínaflensan í rénum á Íslandi, Írlandi og Bandaríkjunum, en aukning aftur í Mexícó!

Svo virðist sem flensufaraldurinn sé i rénum í nokkrum löndum heims ásamt hluta af Bandaríkjum Norður Ameríku, ef marka má frétt á Vísi.is sem byggð er á upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuinni. Þó er ákveðin hluti og það stór enn í ákveðinni aukningu ásamt stórum hluta Kanada  og Mexicó þar sem einmitt fyrstu tilfellin hófust.

Það er ákveðið áhyggjuefni að einmitt þar þ.e. í Mexicó skuli tilfelli vera að greinast í auknum mæli aftur og veldur mér áhyggjum um hvort búast megi við annari bylgju eftir einhverja mánuði eða ár hjá öðrum löndum heims, með tilltiti til að þetta byrjaði í Mexícó! Voandi er þó ekki um slíkt að ræða og áhyggjur sennilega ekki á neinum rökum reistar, eða það vonar maður allavega.

http://visir.is/article/20091113/FRETTIR01/238042081


Heimsókn KSÍ á strippbúllu kostaði um 8 milljónir!

Ef þetta er ekki ástæða til að segja af sér veit ég ekki hvað er! þegar starfsmaður íþróttasambands svo sem KSÍ  gerir sig sekan um að eyða um átta millum á strippbúllu, og ég er nokkuð viss um að hann hafi ekki notað eigin kort fyrir eyðslunni, enda varla svo há úttektarheimild á persónuleg kort.

Auðvitað á svona maður að víkja og krefst ég opinberar rannsóknar á þessu til að útkljá um málið, ef hins vegar um einkaeyðslu á einkakorti er að ræða bið ég viðkomandi afsökunnar. Annar er sá möguleiki að um kortasvindl sé að ræða og kemur það þá vafalaust í ljós innan tíðar.

http://visir.is/article/20091107/FRETTIR01/560761290


Störf framkvæmdarstjóra eru í misjafnri hættu!

Ég er alls ekki sammála hinum  annars ágæta Souness hvað það varðar að Benitez sé sýnd óvenju mikil þolinmæði, mér finnst allt of mikið um að þjálfarar séu reknir þegar ekki gengur vel á ákveðnu skeiði tímabilsins, tökum dæmi á Spáni þar sem hvað erfiðast er að vera stjóri, undantekning frá þessari reglu hlýtur að vera stjóri Arsenal, Wenger sem hefur ekki náð  að landa meiriháttar tittli í annsi mörg ár en hlýtur en trausts stjórnar klúbbsins sem og áhangendum félagsins, það lýsir meiru en mörg orð!

http://visir.is/article/20091105/IDROTTIR0102/424544121


Robin van Persie sá besti í október

Það er frábært fyrir okkur Arsenal menn að fá hann kjörinn mann mánaðarins í þetta skiptið, hann á það líka skilið, og miðað við spilamennsku liðs síns eru horfur góðar fram á við, áfram Arsenal !
mbl.is Van Persie bestur í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrt skal það vera í kreppunni

Það er með ólíkindum hve tíu manns geta eytt í mat og drykk, það sést best á reikningi Roman Abramovich á veitingastað í New York í gærkveldi, hann eyddi um 47 þúsund dollurum eða um sex  milljónum isl króna í herlegheitin! Ekki veit ég hvað þau borðuðu eða hvaða verðlag er á þessum ágæta stað, en það hljóta að hafa verið annsi dýrir réttir!!


mbl.is Abramovich og fylgdarlið át og drakk fyrir sex milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband