KB banki skal heita "Arion banki" sem var grískur maður ættaður frá Lesbos, og stofnandi grísks hljófæris!!

Var að fletta þessu nafni upp á netinu og minn skilningur á því er að þetta nafn sé komið af manni sem hét Aríon og var einhverskonar stofnandi atvinnuflytjanda þeirra hljóðfæraleikara, kitharode (citharede (Greek: κιθαροιδός, Latin: citharoedus; British English citharoede) sem fluttu sinn leik sem undirleikarar söngara í forn Grískri menningu. Eyjaskeggar Lesbos telja hann infædda Lesbosmann!,  vona að ég sé að skilja þetta rétt.

Sjá má nýja heimasíðu þessa banka hér http://www.arionbanki.is/

Einnig rakst ég á Arion verðbréfavörslu sem er til húsa að Ármúla 13 með Finn Sveinbjörnsson (núverandi bankastjóra KB banka), Einar Má, Heiðrúnu Jónsdóttur og Rós Guðmundsdóttur í stjórn, mér sýndist sem þetta væri eldra en svo að þessi síða væri stofnuð í dag, eða þá nýlega.  Í ljósi þessa sýnist mér sem að svokölluð samkeppni starfsmanna um nafn sé hreinn fyrirsláttur þar sem þetta er greinilega ekki nýtt nafn á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband