Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Morgunblaðið og uppvaxtarár mín

Þegar ég var lítill strákur að alast upp á Sogaveginum fór ég að bera út blöð til að fá einhverja vasapeninga til að geta keypt mér það sem mér helst langaði í, eins og til dæmis hasarblöð og miða í bíó eða það sem hverju sinni skipti máli, láta laga hjólið mitt hjá "Lalla Vindli" eða "Lalla Ventli" eins og hann var ýmist kallaður. Ég byrjaði að bera út:Síðan þróaðist þessi útburðarárátta mín út í að bera Þjóðviljan út, jú pabbi var sannkallaður alþýðubandalagsmaður og dyggur stuðningsmaður þeirra og er enn blessaður!

Hann var ekki hrifinn af því þegar ég fór að færa út kvíarnar með útburði Morgunblaðsins, (þar sem jú staðreyndin var sú að útbreyðsla Alþýðublaðsins og Þjóðviljans var afar takmörkuð og alltaf að minnka!, en Morgunblaðið var það blað sem atti fram því sem var að gerast þá stundina og sótti fram með framsækinni hugsun ungra blaðamanna með nútímalega hugsun og víðtæka þekkingu á því sem í nútímaþjóðfélagi var að gerast. Þetta var byrjunin á góðu gengi Morgunblaðsins eins og ég þekki það, þó svo að það hafi verið  stofnað um 1913 að mig minnir.

Morgunblaðið Reykjavík, 2. nóvember 1913.

Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen

ísafoldarprentsmiðja

1. árgangur, 1. tölublað

Dagblað það, sem hér byrjar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðanlegt,

skemtilegt og lipurt ritað fréttablað. Reykjavíkurbær hefir enn

eigi eignast slíkt blað, þó þörfin hafi verið mikil um mörg ár og mörg

lnauðsynleg skilyrði hafi þegar verið fyrir hendi. Stjórnmálabarátta sú,

sem þjóðin hefir átt i síðasta áratuginn, hefir tekið svo mikið rúm í

blöðunum, að þeim hefir eigi verið unt að rita um margt hið skemtilega

og nýstárlega, sem gerst hefir innanlands og utan. En
Morqunblaðið tekur
enqan þátt í flokkadeilum, þó það auðvitað muni gefa lesendum sínum kost

á að kynnast fijótt og greinilega öllu þvi helzta er gerist í lands- og bæjar...... og svo fr.

 


Hraðferð yfir fyrirsagnirnar

Er ég lít yfir fyrirsagnirnar akkúrat núna, þá kennir ýmissa grasa, og þá helst þessa: "Hærra lán ekki í boði", skv netmiðli ABC Nyheder, sem segir íslendinga ekki fá lán með tölvupóstleið.  Yoko söng "give peace a change" þar sem hún batt endahnút á tónleika sem haldnir voru í Listasafni Reykjavíkur í kvöld ásamt völdum íslenskum tónlistarmönnum, ekki kemur fram hvort hún hafi sungið falskt, skiptir ekki máli þar sem Lennon heyrði það hvort eð aldrei!. Maður var stungin í Sjallanum í kvöld af ári yngri manni sem talinn var undir áhrifum fíkniefna, þolandi var starfsmaður á staðnum, talið er að  maðurinn nái fullum bata, líkamlega. 

Þrjár "breskar"fjöldskyldur eru  misjafnlega bjartsýnar um að ná fé sínu tilbaka eftir viðskipti sín við Kaupþing banka, hjónin Paul og Angelu Cuthbert lögðu um 400.000 pund inn á reikninginn, eða um 80 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi, og hafa því fengið um 20 milljónir króna greiddar til baka í tryggingarfé í fyrstu, 25% lotunni, Stephen Thomas, 57 ára Breti undirbjó nýtt líf og lagði andvirði sölunnar af fasteign sinni og ráðgjafafyrirtæki mannsins, alls 450.000 pund, um 90 milljónir króna, inn á sparifjárreikning Kaupþing Edge, þau hafa nú hins vegar aðeins fengið um 22 milljónir króna til baka!

Það fýkur allt til fjandans á Ísafirði, aurskriður og plötur fjúka víða, skriðan var um tveggja metra djúp, og í sportinu lauk landsleik Íslendinga og San Marinó manna með sigri okkar 8-0 enda höfðum við "Kára" með okkur í liði Devil


Mikilvægasta lán íslandssögunnar fer fram í gegn um tölvupóst!!!

Það hlýtur að slá mann að heyra að forsætisráðherra okkar hafi farið bónleið til Noregs í gegn um tölvupóst! Er það virkilega  rétta leiðin í þessum þrengingum okkar?  eða bara yfirleitt ? Eg hlýt að setja spurningarmerki um vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar í allri þessari kreppu okkar íslendinga og vísa málinu hér með beint  til sjálfstæðis og framsóknarmana !!


Bretar hvattir til að yfirgefa Gíneu, ég hvet þá til að yfirgefa Ísland!!

Bresk yfirvöld hvetja sína þegna til að yfirgefa Gíneu í ljósi þessa ástands sem þar ríkir nú, þar eru bretar ekki velkomnir um þessar mundir, ég segi nú bara að við íslendingar ættum að gera það sama, í ljósi þess að hryðjuverkalög voru sett á okkur í fyrra og engin gerði nokkuð í málinu, bretar þið sem hér eruð, vinsamlegast yfirgefið landið sem fyrst!!og takið sendiherrann með ykkur!


mbl.is Bretar hvattir til að yfirgefa Gíneu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán frá Norðmönnum kemur ekki til greina ? eða hvað

Skv. norskum netmiðlum ABC nyheter, kemur ekki til greina að lána íslendingum peninga, Jóhanna Sigurðardóttir á að hafa sent Jens Stoltenberg póst í vikunni með fyrirspurn um mögulegt lán allt að 2000 milljarða isl króna án skilyrða um Icesave málið, hann ku hafa átt að svara neitandi!!


mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru "veður" "mörkin" dreginn þegar fótbolti er annars vegar?

Nú fer fram leikur Íslands og Sam Marinó í Evrópukeppni landsliða 21 árs og er staðan 4-0 fyrir ? Kára? Ég meina, hverjum dettur í hug að spila leik í Evrópudeild landsliða í þvílíku veðri og nú gengu yfir suðvesturhornið?? Ég verð að vorkenna San Marinó mönnum að spila í þessu veðri, sem ég er fullviss um að þeir hafa aldrei gert áður.


mbl.is Yfirburðir og 8:0 gegn San Marino
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef að "draga þarf lappirnar" til að forðast inngöngu í EB, þá vil ég halda áfram að draga þær!

Þetta er athyglisverð grein sem þessi blaðamaður skrifar, og nefnir hann tvær leiðir fyrir Ísland, þá fyrri að ganga í sambandið og taka upp evru og í kjölfarið í efnahagslegt skjól hjá stóra bróðir, hin er sú að vera "einangruuð þjóð" og trúa staðfastlega á eigin hæfileika og taka á sínum málum án þess að vera nokkrum háðir þó svo það taki lengri tíma og kosti kannski meiri svita og tár! hvað viljum við? Ég er ekki í nokkrum vafa um hvað ég vil, ég kýs seinni kostinn, ég trúi á okkar hæfileika og getu til að vinna okkur út úr þessu, en ég trúi samt alls ekki að við munum verða einangruð.
mbl.is Telja íslensk stjórnvöld draga lappirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarverðlaun Nóbels árið 2009 hlýtur ! ..........................

Barrack Obama, engin annar!! ég verð að segja að þetta er nánast ótrúlegt, ég vildi mikið gefa fyrir að vita hverjir stuðlar veðbanka heimsins voru varðandi þetta, þ.e. ef þá nokkur hafi verið með hans nafn varðandi þessi verðlaun á sínum lista!  ég í raun efa það.
mbl.is Obama fær friðarverðlaunin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband