30.4.2009 | 21:08
Fokker í vandræðum
Sem gríðarlega flughræddur maður hefði ég ekki viljað vera um borð í þessari vél! spurning hvort lendingin hefði verið óvenjuharkaleg? Eða þá að galli hafi verið í dekkjum eða hreinlega dekk léleg, sem ekki á að vera hægt þar sem viðhald ætti að vera það strangt.
Sprakk á tveimur aðalhjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
FLUG er einn öruggasti ferðamáti sem til er, ég var vitni að þessum atburði og get sannfært þig um að engin hætta var þarna á ferðum.
Jón Svavarsson, 30.4.2009 kl. 22:02
Svona lending er yfirleitt ekki harkaleg, þeir náðu að halda stjórn á vélinni allan tíman og var engin hætta á ferðum.
Dekkin voru mjög líklega ekki léleg eða gölluð, en bremsurnar þarf að skoða. Og ég tek undir með Jóni, flug er einfaldlega einn öruggasti ferðamáti sem hægt er að nota.
Ægir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:10
Takk fyrir þessa hughreystingu :) veitir ekki af fyrir næsta flug mitt í sumar !
Guðmundur Júlíusson, 30.4.2009 kl. 23:02
Það eru nú líkur til þess að þú munir lifa það af.
óli (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.