20.8.2011 | 23:47
Glerhjúpur Hörpunnar afhjúpaður í kvöld
Ég veit ekki hvers vænta mátti er ég beið eftir því að sjá þennann glerhjúp tendraðan í ljósadýrð þeirri er menn hafa talað um, en ég varð fyrir miklum vponbrigðum svo ekki sé nú meira sagt, einnig varð ég fyrir vonbrigðum með flugeldasýninguna sem að mér fannst öll á einum punkti, allt skotið upp á sama ranni, í stað þess að dreifa henni á lengri flöt!!!
Athugasemdir
Flugeldasýningin var svo sem o.k. en þar sem ég hef verið búsett í Kína er búið að eyðileggja fyrir mér allar flugeldasýningar á vesturhveli jarðar. Þær eru svo stórkostlegar í Kína að ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa þeim. Þær eru afar sjaldgæfar, en vá þegar þær eru - eru þær bara dýrð, já bara dýrð og dásemd.
Hvað ljósin í Hörpu snertir held ég að flestir hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum, þar á meðal undirrituð. Eins og ég hlakkaði til að líta dýrðina augum
Bergljót Gunnarsdóttir, 20.8.2011 kl. 23:59
Mig grunar að þið hafið aðeins séð þetta í sjónvarpinu. Ég var niðri í bæ og þetta vara bara flott. Kom svo heim og stillti á RÚV+ til að sjá þetta aftur og hvorki Harpan né flugeldasýningin skilaði sér almennilega gegnum sjónvarp.
Haraldur Hansson, 21.8.2011 kl. 00:15
Var í bænum, ef eitthvað var, þá leit þetta betur út í tv. þvílíkur downer
hilmar jónsson, 21.8.2011 kl. 01:13
Hérna gjörðu svo vel --> http://www.landlaeknir.is/Pages/584
Gunnar Hjálmarsson (IP-tala skráð) 21.8.2011 kl. 07:13
Ég er á því að tendrun þessara ljósa var hreint fíaskó. Ég átti von á að kofinn yrði allur eitt ljós. Nei, þá voru þarna einstaka tírur sem sáust varla þar sem ég stóð á hólnum.
Marinó Óskar Gíslason, 21.8.2011 kl. 12:41
Haraldur, ég var stödd í miðbænum, á Arnarhóli og var nánast eins og í stúkustæði og þetta bara alger downer eins og Hilmar orðar það.
Bergljót Gunnarsdóttir, 21.8.2011 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.