Bloggsöguhrellir til handa foreldrum til lestrar í útilegu við varðeld!

Húsið

 

Í vesturbænum húsið stendur autt og ógnþrúngið,

Með mölbrötna glugga er snúa í átt að sjó.

Reykháfurinn hálfur teygist afskræmdur upp,

Líkt og  hendi upp úr hálfopinni yfirgefinni gröf.

 

Krakkarnir í hverfinu þau hræðast þennann stað,

Því heyrt  hafa þau orðróm um að maður sæist þar! ,

Hann á að vera sveipaður í  gullið herðasjal

Með augur er lýsa  hungri og skelfingu í senn.

 

Enn einn var sá er þorði, þó með hálfum hug að fara,

Inn í þetta stóra hús og finna þennann mann,

Hann vissi ekki hitt að sagan hún var sönn!

Þessi maður hann var inni og eftir stráknum hann nú beið!

 

Það halla tók að kvöldi og að miðnætti senn leið,

Strákur læddist stuttum skrefum inn um dyr og beið,

Hann littla ljósatýru fékk úr vasaljósi fínu

En trúði vart að dynkirnir, þeir komu  úr hjarta sínu.

 

Nú atburðirnir hraðar næstu mínúturnar liðu,

Er inn í  breiðan gang hann kom og krakkar úti biðu,

Hann heyrði hávært hljóð er líktist klukknaslætti,

Hann snertingu við fótinn fann og andardrætti hætti !!!!

Höf:

Guðm Júlíusson 

 

 

 

_______________________________________________

Kveðja

Guðmundur Júlíusson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Andardrætti hætti?  Eins og í hætti að anda og dó af ótta?  Hvaða hús í vesturbænum?  Vildi ekki vera að labba þarna. 

Elle_, 2.7.2011 kl. 22:11

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það var í þá daga er ég var smá polli og lenti í því að fara með vinum mínum í yfirgefið hús, og þú getur ímyndað þér hve spenningurinn var mikill, smá  pollar.

Guðmundur Júlíusson, 8.7.2011 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband