Grátbrosleg jól

Það er talað um kreppu í öðru hverju orði í fjölmiðlum og að Ísland sé  nær gjaldþrota þjóð! En samt les  maður greinar í erlendum blöðum um að Ísland sé mun betur á veg komið en mörg önnur lönd, t.d. er Írland sem er nýjasta dæmið um fallandi land vegna efnahagskreppunar borið saman við Ísland og komum við þar mun  betur út.

Ástæðan er sögð meðal annars vegna hörku íslenskra stjórnvalda sem sögð eru harðskeytt í samningum. Við vitum öll hvar hugur stórs hluta íslensks almennings er gagnvart þeirri stjórn er nú er við lýði, en er málið þannig vaxið að í raun séu þau á réttri leið?? Ég spyr ykkur þar sem að  ég er nú  á báðum áttum !

Jólin eru hátið barnanna og ekki síst barnsins inn í okkur sjálfum, en það er því miður mikið  um grátur hjá fólki sem ekki á höfði undir að halla vegna þess  að það á einfaldlega ekki efni á að halda jól, og einnig vegna annars konar vandamála er ekki endilega tengjast fætækt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband