11.9.2010 | 02:22
Mér hefur verið hótað málsókn vegna bloggs míns!
Sælir allir ágætu bloggarar sem og þið sem lagt hafið á ykkur að blogga um mig og meint ummæli mín um Þýskaland þar sem ég nefndi þá hugsun mína, eftir grein þá er ég las í formála þessa bloggs, tilvitnun sjá þetta blogg : " Rífandi gangur í Þýskalandi".
Þar ráfaði hugur minn aðeins aftur í tímann eða til þess tíma er þjóðverjar voru á sínum uppgangstímum eftir fyrri heimstyrjöldina og snéru vondum tímum þá í "góða" með sameiginlegu átaki flestra þjóðverja. Mér varð þá hugsað (vegna fyrirsagnar þessa bloggs) til þeirra tíma og tók ég þar af leiðandi svona að orði eins og nú frægt er greinilega orðið.Aldrei var, né er tilgangur minn að særa nokkurn mann með þessum orðum, enda er ég og hef aldrei verið hatursmaður þjóðverja, nema síður sé, enda duglegasta fólk upp til hópa!.Mig sárnar þetta þess vegna gríðarlega sem ósköp ómerkilegum bloggara að þurfa að horfa upp á þessi skrif rúmlega eitthundrað svarenda sem þetta blogg hér: http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1091595/ hefur gefið af sér, þar sem sumrir telja mig "rasista" en ég var bara með spekúlasjónir um hlutina í spurnarformi, engar staðhæfingar. (hvað ef og hvað með og sv.fr. )
Ég hef alltaf reynt að vera kurteis á þessu bloggi og tel að menn séu sammála þvi er mig hafa lesið, og að ég sé ekki sá dóni er um ræðir.Bloggið hér sem og annarsstaðar á að vera laust við hræðslu um málssóknir og eða þurfa að óttast að ritskoðun eigi sér stað, ekki bara af forkólfum okkar bloggs heldur einnig þeim sem blogga dags daglega.
Með bestu kveðjum og lifið heil.
Guðmundur Júlíusson
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðmundur, æfinlega !
Þetta er einmitt; sú síða (Evrópusamtökin), sem ég gerði kröfu til, til þeirra Hádegis móa manna (Mbl. manna), að þeir lokuðu, þar sem forkólfar hennar, ýta undir landráð - og önnur þjóðsvik, með málflutningi sínum.
Þannig að; þú átt minn stuðning vísan, komi til harkalegri rimmu, en verið hefir, til þessa, Guðmundur minn.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 03:05
Þú ættir ekki að hafa áhyggjur þó Steini Briem sé eitthvað að ybba sig. Sá drengur er búinn að rústa annars ágætu bloggi Evrópusamtakana og hljóta þeir að fara að stoppa hann af. Ekki er ég samþykkur því sem Evrópusamtökin hafa fram að færa, enda er oftast endurfluttir þar pistlar yfirlýstra ESB sinna. Ástæða þess að ég er nánast hættur að fara inn á blogg þeirra er þó ekki skrifin eða öllu heldur kóperingarnar sem þar koma fram, heldur endalaust bullið í Steina Briem. Hann heldur sennilega að hann sé að hjálpa eitthvað með þessu bulli sínu, staðreyndin er að honum hefur tekist að fæla fleiri frá að tjá sig þarna, það nennir enginn að eiga orðastað við þennann ofsatrúarmann!!
Því held ég að þú ættir að geta sofið rólegur.
Gunnar Heiðarsson, 11.9.2010 kl. 03:57
GH. Steini Briem er ekki að bulla þótt þú sért honum ekki sammála..
Óskar Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 04:47
Hafðu ekki áhyggjur.
Þín ummæli á síðum annarra eru á ábyrgð ... annarra! (Já, forsetningin "annar" beygist svona!)
Þú verður ekki sóttur til saka fyrir þau.
Þetta er einfalt: Gangi ég yfir strikið á ÞÍNU bloggi er það ÞÍN ábyrgð - kjósir þú að birta það.
Gangir ÞÚ yfir strikið á MÍNU bloggi er það MÍN ábyrgð. Kjósi ég að halda því.
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 05:14
Ég viðurkenni að þetta var svo lítið klaufalegt hjá þér Guðmundur, hvernig þú settir þetta fram gagnvart þjóðverjum. fyrir þeim er þessi tími nazismans enn hið alvarlegasta mál sem þeir skammast sín mikið fyrir.
En þetta sem þú sagðir nægir engan veginn til þess að það sé hægt að lögsækja þig ég fullyrði það þó ekki sé ég lögfræðingur.
Steini Briem virðist vera í fullri vinnu við að útbreiða fagnaðarerindi ESB elítunnar á Íslandi og ekki starfa við neitt annað.
Samt er þetta maður á besta aldri, reyndur blaðamaður og með 2 eða fleiri háskólagráður og ágætlega gefinn, þó hann fari algerlega offari í skrifum sínum um ESB fagnaðarerindið.
Hverjir ætli að greiði honum launin fyrir það ?
Í þeirri vinnu hans felst einnig að ráðast sífellt að okkur ESB andstæðingum með heift og hatri.
Hann ásamt trúboðanum Jóni Frímanni hafur margsinnis ráðist að mér og öðrum ESB andstæðingum og ítrekað kallað okkur öllum illum nöfnum, sem sum hver eru ekkert annað en ærumeyðandi ummæli og ættu þess vegna heima fyrir dómstólum þessa lands.
Sem dæmi um þá orðleppa sem þeir kumpánar og ESB trúboðarnir Steini Briem og Jón Frímann hafa notað um mig og marga aðra ESB andstæðinga get ég nefnt:
"Bjáni, fábjáni, fífl, erkifífl, fáviti, hálfviti, þjóðernisöfgamaður, fasisti og nazisti"
Hvorki ég eða aðrir höfum stefnt þeim kumpánum fyrir dómstóla vegna þessara hatursfullu árása þeirrra á okkur sem einstaklinga og á frjálsar skoðanir okkar.
Þetta dæmir sig sjálft og er málstað þeirra ekki til framdráttar nema síður sé.
Við ESB andstæðingar skulum líka vara okkur og að tala með gát gegn andstæðingum okkar og reyna að virða skoðanir þeirra, þó við séum þeim algerlega andsnúnir.
Við skulum aldrei kalla alla ESB sinna sem landráðafólk.
En mér finnst samt fyllilega koma til greina eftir skrif sumra þeirra öfgafyllstu gegn landi okkar og þjóð og fyrir tafarlausri innlimun í ESB að kalla þá einstaklinga landráðamenn. Þó stórt orð sé.
En það gerum við þá aðeins við viðkomandi einstakling og þá með rökum og vísum í skrif þeirra og í landráðalögin íslensku.
Þau lög taka alveg skýrt á því að allur undirróður eða málflutningur sem miðar að því að skerða fullveldi þjóðarinnar eða að koma þjóðinni eða landinu undir erlend yfirráð að hluta eða öllu leyti sé refsivert athæfi.
Ég held að það væri rétt að taka saman lista yfir þá öfgafyllstu í röðum ESB trúboðsins og taka út einstaka kafla sem þeir hafa látið frá sér fara, sem gætu fallið undir þessi lög og kæra þá í heilu lagi.
Nú er búið að samþykkja lög um að hópur fólks sem telur sig sömu hagsmuna eiga að gæta geti sameinast í einu dómsmáli.
Við gætum kannski tekið okkur saman kannski svona 2000 manns eða svo og stefnt nokkrum af helstu ESB trúboðum landsins fyrir landráð. Það gæti orðið skemmtilegt og býsna fróðlegt.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 08:39
Gunnlaugur getur ekki komið á bloggið án þess að saka Steina um það að vera á launum við sín skrif ;)
Óskar Þorkelsson, 11.9.2010 kl. 11:28
Leiðinlegt að vita þetta, Guðmundur. En það er næstum ekki hægt að fara inn í síðu Evrópusamtakanna út af Steina, hann ræðst á alla sem eru ósammála honum og Evrópubandalagshelsinu, með persónusvívirðinum og hrotta-uppnefnum. Skil ekkert í þeim að hafa ekki fyrir löngu lokað manninn úti og hef sagt það opinberlega í síðunni. Sammála Gunnlaugi að skoða mál gegn þessum hrottum og væri með.
Elle_, 13.9.2010 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.