26.6.2010 | 17:56
Árásagjarnir lögreglumenn ráðast á níræða ömmu!
Þetta er eins og að lesa handrit af Hollywoodmynd með Bruce Willis í aðalhlutverki!! en í alvöru, hvað fær þessa ágætu löggumenn til að haga sér svona?? Maður á ekki eitt einasta orð!!
Stuðuðu níræða, rúmliggjandi ömmu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú náttúrulega veist ekkert um hvað fór fram þarna. Einu upplýsingarnar sem þú hefur er þýðing sumarafleysingablaðamanns á mbl.is sem reynir augljóslega að lita frásögnina eins og hann getur og gera hana krassandi. Eins og fréttin gefur til kynna var haft samband við lögregluna vegna þess að konan tók ekki geðlyfin sín. Ættingi konunnar taldi hegðun hennar greinilega það hættulega að hann kaus að hafa samband við lögregluna.
Eigum við ekki að ætla að ef lögreglumennirnir hafi talið ástæðu til að yfirbuga konuna, hafi verið ástæða til þess. Og þá væntanlega til þess að konan færi sjálfri sér ekki að voða eða yrði öðrum að fjörtjóni.
Það eru mun meiri líkur á því að kona hefði slasast illa ef þeir hefði reynt að fara í líkamleg átök við konuna.
Diddi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:32
Hvar stendur í fréttinni að um geðlyf sé að ræða? og hver segir að um afleysingablaðamann sé um að ræða? Hver ert þú þess umkomin að geta rætt um þessa frétt á skýrari hátt en aðrir? ertu kannski nákominn lögreglunni þarna ytra?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 18:43
Þetta er bara típískt fyrir þetta lögregluríki þarna í Ameríkusýslu.. þeir eru með öfgar í allar áttir og alltaf paranoid upp til hópa.
Stefán Örn Viðarsson, 26.6.2010 kl. 18:45
Diddi ég sé ekkert talað um geðlyf og svo hringdi hún í neyðarlínuna ekki lögregluna! Þeir senda jú út sjúkrabíla og lækna líka er það ekki? Eða er búið að breyta þessu eitthvað meira en ég veit?
Þórdís (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 20:28
Hugsið ykkur. Kona að nálgast nírætt er skotin í brjóstið með Taser og er enn í fullu fjöri. Þetta er greinilega stórhættulegt tæki. Ég hélt að tækið ætti að drepa fílhrausta karlmenn hvað þá rúmliggjandi fársjúka níræða konu bundna við súrefniskút.
Mér finnst þessi frétt bara undirstrika hvað tækið er hættulítið.
Diddi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:01
Fyndinn þessi diddi hehe, sem tekur fram að rúmliggjandi konan sé fársjúk um nírætt með súrefniskút en heldur samt uppi vonlausum vörnum fyrir stuðbyssum gegn henni. Diddi ef þú ert ekki að grínast láttu renna af þér eða leitaðu þér aðstoðar. Ef þetta er ekki grín þá ertu heimskingi.
Bjössi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:15
Ég myndi nú ekki segja að þetta séu vonlausar varnir Bjössi litli. Þú gerir í það minnsta ekki tilraun til að hrekja það sem ég skrifaði. Ef tækið er eins hættulegt og sumir reyna að ljúga um, væri þessi gamla fársjúka níræða súrefnisþurfandi kona látin. Ég var bara ekkert að segja að hún ætti stuðið skilið og er ekkert að halda uppi vörnum fyrir það. Ég er bara að benda á þessa þversögn.
Það er ekki hægt að segja í öðru orðinu að tækið sé stóhættulegt morðvopn og í hinu orðinu benda á gamalmenni sem fá í sig stuð eru bara nokkuð spræk á eftir.
Diddi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 21:49
Frá því í júní árið 2001 hafa meira en 300 einstaklingar látist í Bandaríkjunum og 20 í Kanada eftir að hafa fengið í sig rafstuð úr M26- og X26-rafbyssum.( úr skýrslu Amnesty International 2.11. 2009.) Það er nú "öll lygin sem sumir reyna að ljúga um" heimski diddi.
Að gamalmennið hafi verið "nokkuð sprækt á eftir" er sennilega tilbúningur frá þér sjálfum því það fylgdi ekki með í fréttinni. Hins vegar sagði í fréttinni að henni hefði blætt, misst meðvitund og í kjölfarið verið send á geðdeild. Átt þú kannski heima þar?
Bjössi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:08
Æ-i Bjössi minn. Svona er málflutningur rökþrota manns. Þú veist að þegar menn verða rökþrota þá byrja menn að uppnefna. Amnesty er ekki öruggasta heimildin um þessi tæki og verður aldrei.
Þessi frétt um gömlu konuna er bara enn ein sönnun þess hvað þessi tæki eru hættulítil.
Og Bjössi, það er alltaf best að halda sig frá umræðum sem maður skilur ekki. Þú lítur ekki út fyrir að vera skarpasti hnífurinn í skúffunni. Svo er heldur ekki fallegt af þér að vera með fordóma gagnvart geðsjúkum.
Diddi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:31
Amnesty er ekki öruggasta heimildin segirðu og svo segir þú mig vera með fordóma gagnvart geðsjúkum. Stofnun Amnesty International er hafin yfir allan vafa hvað áreiðanleika varðar og það eru ekki fordómar gagnvart geðsjúkum að spyrja hvort þú eigir heima á geðdeild.
Samantektir AI um skaðsemi taser hafa einmitt verið til hliðsjónar víða, einnig hér á landi við skoðun á því hvort leyfa eigi íslenskri lögreglu að bera slík "varnar"vopn.
Bjössi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:46
Nohh, bara einn innvígður og innmúraður í samtökin, það aldeilis. Nei vinur, AI er ekki hafin yfir allan vafa þegar kemur að þessum tólum. Nú hafa 2.000.000 manna verið stuðaðir með þessum tækjum og þú segir að 300 hafi látist "eftir" að hafa fengið í sig svona stuð. Taktu eftir því að Amnesty segir hvergi að stuðið hafi drepið neinn. Miðað við þessar tölur má segja að þessi tæki séu bara ansi örugg. Geturðu bent á einhver valdbeitingartæki sem eru öruggari en þetta? Hvað heldurðu að margir hafi dáið af völdum kylfuhögga af tveggja miljóna úrtaki? Og hvað hafa þessu tæki bjargað mörgum mannslífum veistu það?
Diddi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 22:59
Það þarf engin valdbeitingartæki á rúmliggjandi konu um nírætt. Þess vegna eru svona tæki ekki notuð á sjúklinga á elliheimilum jafnvel þó þeir taki ekki lyfin sín. Þetta myndir þú skilja ef þú værir ekki svona heimskur diddi.
bjössi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:11
Sælir piltar, ég held að þið séuð komnir langt út frá því umræðuefni mínu hér að ofan um gömlu konuna, en það er svo sem í lagi ef það er ykkur að skapi, en samt hefur engin enn svarað spurningu minni um það hvar minnst var á geðlyf í fréttinni???? einhver?
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:15
Nú er ég hættur að rökræða við þig Bjössi. Maður rökræðir ekki við rökþrota fólk. Þú getur ekki svarað málefnalega og talar ítrekað um að ég sé heimskur. Það segir meira um þig en mig og sýnir að þú sért rökþrota. Ippon
Diddi (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 23:18
http://newsok.com/oklahoma-granny-gets-shocked-by-taser-sues-el-reno-police/article/3471297?custom_click=masthead_topten#ixzz0rvbex8qz legg til að þið lesið fréttina eins og hún er í heild sinni, þar segir að barnabarnið hafi haft áhyggjur vegna þess að hún tók einhver lyf og hótaði að enda líf sitt. Þegar lögreglan kom þá hótaði hún að drepa þá ef þeir kæmu nær, dró hníf undan koddanum sínum og sagðist hafi drepið 4 japani í seinni heimstyrjöldinni og myndi ekki blikka auga við að drepa þá. Þeir handjárnuðu barnabarnið á meðan þeir voru að eiga við gömu konuna og segja jú að þeir hafi fyrst reynt aðrar aðferðir eins og að tala við hana og róa hana niður og þar sem þetta er gömul rúmliggjandi kona þá er húðin á henni eins og á fyrirbura þannig það þarf ekki mikil átök til að húðin rifni. Er ALLS ekki að verja lögguna bara koma með réttar staðreyndir, fréttamenn nenna stundum ekki að vinna vinnuna sína.
elva (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 08:25
Af gefnu tilefni , það er einver annar en ég sem notar sama nafn og ég er vanur að nota í undirskrift - ég á ekkert af ofanstandandi athugasemdum undir nafni Bjössa. Breyti minni undirskrift hér eftir í eitthvað annað
Bjössi (ekki hinn bjössinn ) (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 08:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.