Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
8.5.2009 | 20:42
Svar breta rugl!
![]() |
Bretar svara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.5.2009 | 21:56
Spurning hvort ríkistjórninin hafi ekki afskipti af þessu
Og reyni að koma á samningum um að þetta geti haldið áfram, enda í anda vinstri manna, að koma á ríkisstrætó, um allt land, ekki er ráð nema í tíma sé tekið áður en munaðarskattur verði lagður á olíu einkabíla og er þá ríkisbíll góð lausn!
![]() |
Strætó mun ekki aka um Vesturland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2009 | 19:51
Djörf vaxtalækkun? látið ykkur dreyma!
Ráðamenn þjóðarinnar telja að svigrúm sé fyrir "djarfri" vaxtalækkun og vona að ákvörðun Seðlabankanns verði á þeim nótunum nú á fimmtudaginn. En annsi er ég hræddur um að Seðlabankinn muni ekki þora að fara þá leið vegna þrýstings frá Alþóða gjaldeyrissjóðnum! sem virðist halda landinu í "gíslingu" og engin þorir að andmæla. Jóhanna Sigurðardóttir segist vona til að slíkt verði gert og vonast til að stýrivextir verði komnir í 2-3% í lok árs. Steingrímu J tekur svipaðan pól í hæðina og bætir við að hann vonist til að atvinnuleysi fari ekki yfir 10% á þessu ári!!
Lifa þessir ráðamenn okkar í Undralandi? þeir eru engan veginn í kontakt við þjóðarsálina og virðast ekki gera sér grein fyrir að ekki er langt í að gríðarlegur fjöldi atvinnufyrirtækja eru á næstu vikum og mánuðum að fara yfir um!!
Það nýjasta er að ekki munu þeir koma sér saman um að sækja um aðild að EB, sem sýnir að þeirra samstarf byggist aðeins á því að halda völdum og tryggja ráðherrastóla sína! Vitna í í þessa frétt orðrétt:
" Ráðherrarnir viku sér undan að tjá sig um þá frétt Morgunblaðsins í morgun, að Alþingi verði falið að ná niðurstöðu um hugsanlegar aðildarviðræður við Evrópusambandið. Sögðust ráðherrarnir ætla að bíða með að tjá sig um málið þar til stjórnarmyndun sé lokið. Þeir ítrekuðu, að þeir væru væru mjög bjartsýnir um að henni ljúki um helgina."
Þetta segir nokkurn veginn allt sem segja þarf!
Svei attann!!
![]() |
Myndi fagna djarfri vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 22:17
Davíð og framtíðin
Nú er Davíð Oddson seðlabankastjóri stiginn af stóli og aðrir menn teknir við stjórn þar á bæ. Settur hefur verið norskur maður í þetta embætti til bráðabrigða, eða þar til annar verður fenginn til starfanns eftir "réttum" leiðum. Ég þekki Davíð ekki neitt frekar enn svo margir landsmenn. Margir hafa verið ósparir á gagnrýni á hans störf í þessu embætti, sumir á móti hans störfum og aðrir með. En eitt veit ég og það er náttúrulega mín persónulega skoðun, að hann er ákaflega vinalegur maður með gífurlega mikinn persónuleika og útgeislun að því er mér hefur fundist í gegnum tíðina, hafandi fylgst með hans störfum , allt frá því er ég fyrst fylgdist með honum og hans félögum,
Hrafni Gunnlaugsyni og þórarni Edjárn í Matthildi sem alþjóð veit að er meistarastykki !.
Davíð er eins og alltir vita vesturbæingur með meiru, og hefur stundum verslað við mig í minni verslun. Hann kemur sérlega vel fyrir og er mjög alþýðlegur maður sem heilsar öllum með sömu virktum hvort sem um er að ræða háttsetta menn í elítunni eða hin óbreytta almúga.
Ekki er ljóst hvað hann tekur sér fyrir hendur nú að loknu bankastjórastarfinu, en ég á von á að hann leggi höfuðið í bleyti og velti hinum ýmsu möguleikum fyrir sér, hvort sem hann leggist í ritstörf eða hreinlega fari aftur í stjórnmálinn, sem ég persónulega vona að hann geri.Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2009 kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2009 | 00:16
Mótmæli verða að vera hnitmiðuð!
Já, það eru orð í tíma töluð hjá Bubba þegar hann mætti með heila grúbbu við Seðlabankann og sagði þingmönnum til syndanna og mættu fleiri mæla svo, en það eru fleiri fletir á þessum mótmælum, og nefni ég þá sem dæmi hið óbreytta starfsfólk sem vinnur t.d. í Seðlabankanum og hefur gert lengi, og er umbunað eins og okkur öllum, með árshátíð einu sinni á ári, sumir líta á árshátíðir eins og jól nr 2, ef ég má gerast svo djarfur að segja :), en hvað um það, nú mætti allt mótmælaliðið á þessa hátið starfsfólks ( því árshátíðir eru náttúrulega fyrst og fremst fyrir hin almenna launþega, en ekki stjórnendur, þó þeir sjái sér oft fært um að mæta í flugumynd ),en það var náttúrulega ekki mjög auðvelt fyrir fólkið að skemmta sér vegna allra mótmælanna þar, enda var henni slúttað snemma, sökum óhóflegra mótmæla á þeim tímapunkti, að mínu mati,( þetta fólk var kannski búið að hlakka til í marga mánuði að fara út og lifta sér upp, því ekki fara allir út um hverja helgi á djammið! :) ) Síðan hófust mótmæli fyrir utan Seðlabankann sjálfann, og var stundum á mörkunum að þessir sömu starfsmenn kæmust inn til vinnu fyrstu dagana, þetta sýnir, að stundum verða þeir sem síst eiga hlut að máli, verst fyrir barðinu á þessum annars góðu mótmælum. Allt hefur sinn stað og tíma :) .
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.2.2009 kl. 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)