Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Falsað nautahakk eða gúrkutíð Stöðvar 2 ?

Þessi frétt skýtur sig strax í fótinn og  er í sjálfu sér ekkert annað en bein lýsing á þeirri gúrkutíð sem nú er í gangi, ég trúi því engan veginnn að þetta sé iðkað, alla vega alls ekki af þeim stóru vinnslum sem helst vinna á markaðnum, veit ekki um minni vinnslur, það myndi ekki fara á milli mála ef hrossakjöti væri blandað í nautahakkið, áferð hakksins myndi strax sýna það, en það er með ólíkindum að ein af  aðalfréttum Stöðvar 2 skuli vera sem slík, það ber greinilega vott um að þeir hafi frekar lítið fréttaefni um þessar mundir! og þurfa að  slá um sig með fyrirsögnum!! Svei þeim.

Bauhausbyggingin fer hvergi

Það hafa vafalaust margir sem keyrt hafa leiðina á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, velt fyrir sér þessari stóru byggingu sem stendur við þjóðvegin. það var allt tilbúið hjá þeim í Bauhaus, starfsfólk þjálfað og klárt en síðan skall kreppan á! allt var sett á hold og ekkert skeði, hvað varð um þetta starfsfólk? og hvað ætli verði um  bygginguna, skv, fréttum í kvöld verður húsið ekki tekið niður heldur ætla menn að bíða og sjá hvað verður, sjá frétt í Vísi.is,

http://visir.is/article/20090905/FRETTIR01/654440349

 


Sá Hitler stríðið fyrir?

Það slær mig svolítið að þessi efri  mynd skuli vera ákaflega lík einhverri borg sem er í rústum, t,d, eins og eftir loftárás!! sá kallinn eitthvað í spilunum?
mbl.is Myndir Hitlers fóru á 42 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplausn verði Icesave hafnað að hálfu Breta og Hollendinga!

Þetta segir forsvarsmaður íslenska ríkisins blákalt í viðtali við Agnesi Bragadóttur í sunudagsútgáfu Morgunblaðsins. Hann segir að ef þeir hafni samningnum sem slíkum sé komin upp grafalvarleg staða sem erfitt sé að sjá fram úr, og málið í raun algerlega í upplausn!! þetta hlýtur að vera mjög illa ígrunduð athugasemd af hans hálfu sérstaklega þar sem hann er greinilega í forystuhlutverki í ríkisstjórn þessari og á þar af leiðandi heldur að stíga á bremsuna  hvað varðar svartsýnar yfirlýsingar. Auðvitað vitum við að staðan er ekki góð, en sem ráðamaur í þessari stjórn á hann sem og allir aðrir ráðherrar og í raun þingmenn okkar, að láta ekki svona óvarfærnislegar staðhæfingar úr munni sínum fara, við áttum að sjálfsögðu fyrir löngu að vera búnir að standa fastar á okkar hlut en hefur verið gert, þá meina ég að við áttum strax að neita að borga!!!
mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skulda 9 milljarða vegna landakaupa á Spáni!

Félag í eigu Björgólfs Thors og Róberts Wessmans skulda 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni!! Til stóð að byggja íbúðaþyrpingu í kringum La Manga klúbbinn en það fór fyrir bí vegna spillingamála í tengslum við veitingu byggingarleyfa. Ekki er vist að gengið verði að persónulegum veðum þeirra í tengslum við þetta mál! Hér er enn eitt dæmið um fjáraustrið sem þessir menn tóku sér fyrir hendur, það virtist sem ekkert gæti stoppað þessa menn. 

Sjá frétt: http://gudjul.blog.is/blog/gudjul/entry/939388/


Ef tími samstöðu er ekki núna, þá hvenær?

Það er ekki gaman að tala um peninga þessa dagana, eða flotta bíla og dýr penthouse á efstu hæð húsa við sjávarsíðuna,  hvort sem er í Reykjavík, New York eða öðrum álíka flottum borgum. Það er heldur ekki gaman að hlusta á fólk karpa fram og tilbaka um hvort þjóðin okkar sé að fara á hausin og allt að fara  til fjandans. Á hverjum degi hlustum við á fréttir, hvort sem er í  útvarpi eða sjónvarpi,  og alltaf er útgangspunkturinn sá sami, neikvæðni, við erum að fara niður til heljar.  

Ég neita að trúa því, né sætta mig við það að fáir menn á Íslandi, mínu ástkæra föðurlandi geti kollvarpað öllu atvinnulífi, landbúnaði og sjávarútvegi sökum þess að örfáir menn þurftu að kaupa flottar íbúðir eða snekkjur erlendis, hljóðfráar þotur og þyrlur til að skjótast upp í sumarbústað, svo ekki sé minnst á fínu veislurnar með heimsfrægum poppurum og fínustu kokkum heims, og skrifuðu þetta allt hjá íslensku þjóðinni ! Gleymum  því ekki að þessar eignir, (íbúðir og snekkjur og þotur) voru fengnar á 100%  láni frá bönkunum okkar, ég segi okkar því íslenska þjóðin átti þessa banka áður en ákveðin hópur stjórnmálamanna ákvað að gefa þá frá sér, skömmin er ævarandi þeirra, Ef þetta er ekki saknæmt, þá veit ég ekki hvað er.

Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir eru, keppa aðeins að einu, að halda völdum ! ég meina, í öðru eins ástandi og nú geisar, skyldi maður ætla að samstaða okkar væri meiri en oft áður?   Nú verðum við að breyta þessu, hvernig? jú, með því að vera samhuga í að láta jákvæðar fréttir vera í forgangi og ekki síst að láta flokkkspólítíska hagsmuni lönd og leið og vinna saman að sem bestu kjörum fyrir íslensku þjóðina, börnum okkar og barnabörnum til heilla í framtíðinni.

Skákinn svæfði stórmeistarann (með hjálp Bakkusar)

Þetta finnst mér ansi fyndin frétt, gæfi mikið fyrir að sjá þetta í myndDevil  kannski hann hafi verið í boði hjá einhverjum bankanum á Indlandi svoa rétt fyrir mót og hefur kannski frétt af Sigmundi Erni á þinginu hér á Fróni og hugsað sem svo, þetta hlýtur að vera í lagi.
mbl.is Sofnaði yfir skákborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnungir bræður gætu hlotið lífstíðardóm fyrir ofbeldisfulla árás

Þetta er með því hrikalegasta sem ég hef lesið um, að svona ung börn skuli verða völd að þvílíkum harmleik er hreint með ólíkindum, það er ljóst að þeir hafa ekki fengið uppeldi sem hæfir, í raun hafa þeir alls ekkert uppeldi fengið ef út í það er farið, lýsingarnar á því hvað þeir gerðu eru slíkar að maður hlýtur að spyrja sig hvort þeir lifi í einhverjum "bíómynda eða teikimhyndaheimi" ?
mbl.is Barnungra bræðra gæti beðið lífstíðarfangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur F Magnússon segist liggja undir höggi

Það er í bakkafullann lækinn að bera, og að segja að það séu kærleikar á milli Ólafs F og Hönnu Birnu annnars vegar, nú sakar Ólafur Hönnu Birnu og Guðjón Arnar um að koma höggi á sig vegna greiðslna sem kallast "lögboðnir styrkir borgarinnar til stjórnmálaflokka, en rifrldið er um hvort borgarstjórnarflokkur frjálslyndra eða  þingflokkurinn eigi að fá styrkinn, ( það er reyndar engin eftir í þingflokki frjálslyndra) Ólafur hefur tekið þessa fjármuni til sín á sinn persónulega reikning að því er ég best skil og sýnist sitt hverjum um það!

Karlmaður vill gefa brjóst! (No milk today my love has gone away)

Ég hélt að ég væri búinn að heyra allt það skrýtna sem veröld okkar býður upp á, en greinilega ekki, það að karlmaður (ef karlmann skyldi kalla) skuli láta sér detta þetta í hug er aðeins eitt í huga mér, þetta getur ekki verið sannur karlmaður í venjulegum skilningi þess orðs!


mbl.is Sænskur karlmaður vill gefa brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband