Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hundurinn Lady og helför hennar

 voffi

Var að horfa á fréttir rétt áðan um hundinn Lady sem á að hafa verið grafinn lifandi og komst af illu heilli, það er mér gersemlega ómögulegt að setja mig í spor þess hugsunargangs manna er slíkt gera málleysingjum, og hvað þá öðrum.


Bráðum koma blessuð jólin.............

cokesantaÞað eru að koma jól og allt sem það stúss sem því fylgir, bara gaman ekki satt?

En það þarf mikla vinnu við að halda jól, það þarf að baka kökur og þrífa húsið og ekki síst, það þarf að taka til fötin sem við ætlum að vera í, að ekki sé minnst á barnafötin :)

Við þurfum líka öll að ákveða hvaða mat skal hafa, á hamborgarhryggurinn að vera eins og alltaf eða á að prófa eitthvað nýtt, eins og til dæmis herragarðsönd, sem fæst í Nóatúni, úrvalið er endalaust, svín, lamb, fugl og naut, eða villibráð.


Bráðum koma blessuð jólin :)

Nú fer veturinn að leggjast á okkur af öllum sínum þunga með tiheyrandi snjó og frosti, að ekki sé nú minnst á allt jólagjafafarganið sem öllu þessu fylgir ásamt skreytingum jólaljósa inni sem úti,  er því tilvalið að hlusta á jólalagið góða Winter Wonderland að þessu sinni  í flutningi hins síkáta Ozzy Osbourne og hennar Jessicu Simpson


"Norðmenn hefðu aldrei komið okkur til hjálpar eftir hrunið" segir Valur Ingimundarson

Þetta er athyglisvert en  að betur athuguðu máli rökrétt hjá honum, því ættu Norðmenn að henda meiri hagsmujnum fyrir minni? Þess ber að geta að Norðmenn hafa alltaf átt í góðu vinfengi við Breta í gegnum tíðina samanber seinni heimsstyjöldina þar sem þeir voru miklir bandamenn. Hann nefnir einnig brotthvarf bandaríkjahers frá Íslandi sem einnig valdi því að áhrif Íslands séu minni en áður.

Eru Púlarar að fara að missa stjóra sinn ?

Nú var Liverpool að gera 2-2 jafntefli við Man C í leik þar sem öll mörkin litu dagsins ljós í seinni hálfleik, Liverpool sótti reyndar stíft í lokin en allt kom fyrir ekki, nú er spurningin sú hvort Benitez verði látinn taka pokann sinn, ef svo verður mun það gerast strax á mánudagsmorgun.

Engin partý fyrir böll !!

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi gagnrýnir drykkju unglinga sem hún segir að sé orðin of mikil, ef marka má orð hennar, þar sem hún vill "banna" partý fyrir árshátíðir og aðra skipulagðar "uppákomur" hvernig í ósköpunum heldur þessi ágæta kona að hægt sé að framfylgja þessu????

http://visir.is/article/20091121/FRETTIR01/866038388


Hannes Hólmsteinn og "bandaríska ástinn"

Af lestri Hannesar á síðu Pressunar í grein hans um , ja, afsökun hans fyrir hönd síns flokks, fer hann hamförum í álitu sínu á EB, ég er sjálfur ekki  sérlega hlyntur aðild að þessum klúbbi, en ég fer heldur ekki í felur með að þjóðin eigi að velja um það!

Það er athyglisvert að HH dregur bandaríkin alltaf fram sem athyglispunkt í öllu sínu máli, þar er greinilega paradís á jörðu, ef einhver er. Vona að lesendur átti sig á hvert HH er að fara í sínum pistli um þessi mál.

http://pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/af-islensku-leidinni-a-tha-saensku


Einn hæfasti þjálfari landsins rekinn

Það er að verða alheimsíþrótt að reka þjálfara í tíma og ótíma, við vitum hvernig þetta er í enska boltanum og einnig í þeim spænska, en það virðist sem þessi veira sé komin í íslenska boltaíþróttir, því nú var verið að reka besta þjálfara landsins að margra áliti, Viggó Sig, hann var komin með lið sitt í neðsta sæti en var spáð því fyrsta!, þolinmæðin er engin, því miður.


mbl.is Viggó sagt upp hjá Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sara Palin og nýja bókin hennar

Hún fær ekki góða dóma bókin hennar að sögn gagnrýnenda í USA, henni er borið á borð lygar og hugarórarugl! Hún muni að öllum líkindum selja margar bækur en með skrifum sínum hafi hún endanlega skrifað sig út úr bandarískum stjórnmálum!!!

Flensan stökkbreytist

Nú hafa norsk yfirvöld fundið stökkafbrigði svínaflensuveirunar sem herjar á heimsbygðina um þessar mundir, en þeir segja að engin ástæða sé til að óttast að sú stökkbreyting komi til með að valda í raun áhyggjum þar sem  að í raun lítill hluti smitist og flensulyfið væri í raun að virka vel.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item312874/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband