Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
6.3.2010 | 14:04
Enn sýnir landinn áhugaleysi sitt í samstöðu!!
5.3.2010 | 22:05
Klofningur innan Vinstri Grænna
5.3.2010 | 21:25
Margt er líkt með Grikklandi og Íslandi í kreppunni og þó !
Það eru ekki bara íslendingar sem standa í þrasi við hinar sterku evrópuþjóðir, grikkir eru í verulegum vandræðum, jafnvel verri en okkar, og bíða sjálfsagt með öndina í hálsinum eftir hvað gerist hjá okkur íslendingum, nema að við erum ekki í EB ! Þjóðverjar hafa verið annsi harðir í afstöðu sinni gagnvart grikkjum. og hafa nokkrir þingmenn í Þýskalandi gengið svo langt að fara fram á að Grikkland selji eitthvað af sínum þúsundum eyja,
þar sem aðeins örlítil hluti þeirra eru í byggð og ekki ætti að vera erfitt að selja ríku fólki fjölda þeirra!! Íbúar Grikklands eru ekki par hrifnir af þessum aðfinnslum!
5.3.2010 | 19:17
Ashley Cole og hallærislega SMS ið !
Ég get alls ekki vorkennt þessum blessaða knattspyrnumanni sem búinn er að spila út sínum síðasta Jóker, hann er eins og myndinn sýnir algerlega út úr kú og heldur greinilega að hann sé súperstjarna, sjáið bara hollinguna á þessu setti þeirra skötuhjúa, hann er engin Beckham!! mætti halda að hann væri að stæla Bee Gees uppsetningu !!!
Smellið á myndina til að stækka
http://www.visir.is/article/20100304/IDROTTIR0102/547103063
Margir segja að sú stjórn sem er að öllum líkindum að falla frá í Hollandi sé hörð í samningum í Icesafe deilunni, en það eru uppi raddir um að ef Wilders hin fasíski nái kjöri muni það vera sem hlægilegt muldur!! eða eins og Eiríkur Bergmann segir:
"Þá eigum við ekki von á á góðu. Mörgum Íslendingum hefur þótt nóg um harða afstöðu fráfarandi ríkisstjórnar Hollands. Orðfæri Wilders og félaga í garð Íslands, og útlanda yfirleitt, er þó miklu harkalegri og í raun hátíð miðað við fráfarandi ríkisstjórn. Þessir menn eira engu. "
Ég kvíði engu hvað það varðar. Réttlætið sigrar alltaf að lokum.
Gríðarlega merkileg grein frá þessum prófessor sem hefur mjög svo látið málefni Íslands sér varða, hann telur að þegar fram líða stundir mun íslenska þjóðin græða mikið á þessari norðurskautsleið sem senn er talinn muni opnast, kínverjar og rússar eru þegar byrjaðir að sverma fyrir góðum samskiptum við íslendinga og eru kínverjar byrjaðir að smíða rísastór flutnigaskip sem áætluð eru að sigli þessa leið og þurfi þar af leiðandi að finna uppskipunarhöfn áður en áfanga er náð til Evrópumarkaðs. Þarna tel ég að við ættum að geta náð inn miklum peningum.
http://www.visir.is/article/20100304/VIDSKIPTI06/68348555
5.3.2010 | 18:26
Latibær og forsetafrú Bandaríkjanna
Það er óhætt að segja að Magnús Scheving hafi með Latabæ gert Ísland að ákveðnum og föstum punkti í tilveru mjög margra barna um allan heim, hann er sífellt á útopnu um allar trissur og er óþreytandi að koma fram og skemmta börnum.
Hann og forkólfar Latabæjar fá lof mitt í dag.
27.2.2010 | 02:18
Sjónvarpsmaður ársins hjá Íslandi í dag - Sitt sýnist hverjum !
Það er með ólíkindum hve lélegur smekkur þjóðarinnar er, að velja þennann svokallaða "Sveppa" sem ég get með engu móti séð hvaða vinsældir liggja að baki, sem númer þrjú, og í kjölfarið hana Þóru sem ég get vel sæst á, og síðann hann Pétur Jóhann, veit ekki, fíla hann ekki, mætti halda að ungt fólk hefði aðeins kosið í þessari kosningu þeirra félaga, hefði viljað sjá menn eins og Sölva í efstu sætum!!!
27.2.2010 | 01:47
Íslendingar saka Ástrala um að svíkja hvalveiðiþjóðir!
Viðræður hafa nú farið fram um nokkurt skeið um hvalveiðar og framhald þeirra, og lengi vel leit út fyrir að samkomulag væri að nást um sjálfbærar veiðar og voru Ástralar þar á meðal samningamanna er voru að ná sáttum um þær, en allt í einu skella þeir fram gagntillögu er lýtur út fyrir að vera til þess gerð að koma i veg fyrir sátt í málinu!!
"Peter Garrett, umhverfisráðherra Ástralíu, sendi hins vegar frá sér gagntillögu í gær. Hann vill að öllum veiðum verði hætt um ótilgreinda framtíð fyrir utan þær veiðar sem frumbyggjar í hvalveiðiríkjum þurfi nauðsynlega á að halda sér til framfærslu"
Það er með ólíkindum hve margar þjóðir heims eru illa upplýstar um fjölda hévaldýra á heimshöfum okkar, og ekki síst hve mikið þeir éta af aflaverðmæti okkar á hverju ári!!!! Ég hlýt að kenna grænfriðungahreyfingunni, ásamt urmull af svipuðum hreyfingum um allar jarðir um hve mikið logið hefur verið að þessum þjóðum hve varðar stofnstærðir þessa dýra. Þetta er yfirleitt fólk sem ekki nennir að vinna handtak og gerir sig út til að mótmæla hér og þar úti í heimi, og er styrkt af ónafngreindum aðilum sem hafa ekkert betra við peninga sína að gera, enda sennilega komnir af sömu uppsprettu og fjármálasnillingar Kaupþings og hinna bankanna, eitthvað varð að gera við þennann gróða!!!
http://visir.is/article/20100226/FRETTIR01/947624297
26.2.2010 | 23:01
Terry v Bridge, Showdown!!
Ó já, það verður gríðarega gaman að fylgjast með þessum slag þessara jöfnu liða, og ekki síst að þeir mætast "vinirnir" Terry og Bridge í fyrsta sinn frá því þetta meinta framhjáhald Terrys kom upp á yfirborðið. En talandi um leikinn, menn Terrys munu ekki eiga í neinum erfiðleikum með að vinna sigur á City liðinu, þeir eru einfaldlega mun betri.
Ef það er einhver sem getur "potað honum inn" er það Terry, hann hefur sýnt það í miklum mæli undanfarið með sinni miklu færni í bólinu, og fælt mann og annann frá sér og jafnvel enska landsliðinu ! hann sér rammann "gatið" öðrum betur, miðar og missir ekki marks, einbeittur brotavilji, spurning hvort hann hafi skotið "blank shots" veit ekki hvað Bridge finnst um það, en svona gerast kaupinn hjá "fræga" fólkinu !!!