Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.3.2010 | 21:35
"Óttast ofbeldisöldu í Írak" halló
Hvað heitir þá það sem hefur verið að ske í landinu hingað til, ef það er ekki mega ofbeldisalda, þá er ég ekki að skilja hugtakið rétt !
http://visir.is/article/20100327/FRETTIR02/609904843
27.3.2010 | 21:14
Björgunarsveitamenn hræðast Mýrdalsjökul, óvant fólk á ferð
Við urðum vitni að því að menn voru á krossurum án nokkurs útbúnaðs á jöklinum. Þeir voru ekki einu sinni með bakpoka. Það er algjört glapræði," segir Kristinn Ólafsson, björgunarsveitamaður og framkvæmdarstjóri Landsbjargar spurður hvernig gangi með ferðamenn á Fimmvörðuhálsinum, Ef það kemur skafrenningur þá gæti ástandið orðið skelfilegt,"
Af þessum lýsiingum manna er ljóst að allt of mikill fjöldi manna og kvenna er að halda út í óvissuna, það er með ólíkindum hve erfitt er fyrir fólk að fara eftir reyndra manna ráðum eða bara heilbrigðri skynsemi!!!!
27.3.2010 | 20:16
Ritstjóra Viðskiptablaðsins sagt upp fyrir almennilegheit!
Sigurði Má Jónssyni var sagt upp störfum sem ritstjóra Viðskipstablaðsins á fimmtudag eftir um 15 ára starf sem aðalritstjóri. Nýjir fjárfestar eru inni í dæminu og orsök brottrekstursins að sögn.
27.3.2010 | 18:20
Ruddalegur Ferguson gagnvart Giggs
Mér þykja viðbrögð Ferguson við yfirlýsingu Giggs um að hugsanlega taki hann sæti í welska landsliðinu aftur afar óheppileg, sjá frétt á vísi.is hér að neðan.
http://visir.is/article/20100326/IDROTTIR0102/386922670
27.3.2010 | 17:50
Slátrun í enska boltanum
27.3.2010 | 16:58
Það hlaut að koma að slysi á svæðinu!
![]() |
Flugóhapp á gossvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2010 | 16:30
Gott að eiga góðar konur

![]() |
Hólmfríður sá um Serbíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2010 | 16:00
Mun Giggs leysa Ramsey af ?
Eftir að Aaron Ramsey meiddist á skelfilegan hátt hefur verið talað um endurkomu Ryans Giggs í welska landsliðið í knattspyrnu, Gigg sem hefur verið frá landsliðinu frá 2007 segir það vel koma til greina að hlaupa í skarðið fyrir þennann frábæra og efnilega Arsenal mann sem hann hefur oft dásamað og talað um sem framtíðarfyrirliða Wales. Enn Alex Ferguson hlær að þessum fréttum og segist ekki eftir að sjá þetta gerast!!! Hefur hann kannski ekki meiri trú á sínum manni??
http://visir.is/article/20100326/IDROTTIR0102/386922670
27.3.2010 | 02:29
Eða eru Bandaríkjamenn að gefa Ísraelsmenn upp á bátinn??
27.3.2010 | 01:55
Eru Bandaríkinn að gefa eftir í samskiptum við Ísrael?
Það má til sannsvegar segja að öll samskipti Bandaríkjanna og Ísraelsmanna séu á tímamótum. Þau náðu hámarki þegar að Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna var í heimsókn í Jerusalem 9 mars síðastliðinn í þeim erindagjörðum að reyna að koma á friði á milli Ísraela og Palestiníu , og var varla farinn frá landinu þegar að tilkynnt var um áform nýrrar landnemabyggðar í austur Jerúsalem. Þarna var varaforseta Bandaríkjanna sýnd gríðarleg niðurlæging og hreinlega var hraunað yfir vesalings manninn þarna! Ekki það að ég sé aðdáandi Bidens, langt í frá, heldur er ég enn síður aðdáandi Ísraelsmanna eins og þeir hafa hagað sér!!!