Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Skrýtin mæling Actim

Þetta má deila um þessa statistic þeirra, Arsenalmaður efstur, en er úr leik, og síðan koma fjórir menn úr Chelsea á topp tíu, og tveir úr Man U, mér finnast fjórir ekki við hæfi hjá þeim bláu.
mbl.is Fabregas þykir standa sig best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og sögur ganga á víxl

Nú er komin fréttatilynning frá Lýðvarpinu þess efnis er hér segir:

"Lýðvarpið afhenti í dag lögreglunni örbylgjumóttakara og útvarpssendi sem hafði verið komið fyrir án vitundar Lýðvarpsins í sendiaðstöðu félagsins í Bláfjöllum, að því er kemur fram í yfirlýsingu Lýðvarpsins til fjölmiðla, undirritaðri af Jóni Pétri Líndal.

„Tugþúsunda tjón varð er hinir óprúttnu útvarpsmenn klipptu á kapla útvarpssendis Lýðvarpsins til að tengja í heimildarleysi nýjan útvarpssendi inn á loftnetsmastur Lýðvarpsins. Lýðvarpið er með útvarpsleyfi á tíðninni 100.5 til 15 janúar 2012. Ráðgerðar voru breytingar á staðsetningu útvarpsmastursins að beiðni Póst og fjarskiptastofnunar, en þar sem ekki var komin endanleg niðurstaða frá stofnuninni í því máli áður en vetur gekk í garð, var ákveðið að fresta framkvæmdum til vors vegna erfiðra aðstæðna yfir vetrartímann. "

Áfram segir í tilkynningunni:

"Af þessum sökum hefur starfsemi Lýðvarpsins verið í lágmarki undanfarna mánuði og notuðu nýju útvarpsmennirnir sér það tækifæri til að brjótast inná rás og búnað Lýðvarpsins þrátt fyrir að hafa áður fengið upplýsingar um hinar fyrirhuguðu breytingar frá framkvæmdastjóra Lýðvarpsins," segir í yfirlýsingunni.

Segja Einar hafa verið í óleyfi

Furðar Lýðvarpið sig á yfirlýsingum Einars Bárðarsonar til fjölmiðla um misgjörðir af hálfu Lýðvarpsins. Honum hafi verið fullkunnugt um að hann væri í óleyfi á þessum útsendingarstað. Einari hafi jafnframt verið tilkynnt fyrr í dag að Lýðvarpið hefði tilkynnt athæfið til lögreglunnar. "

Hvað mun reynast satt í þessu, hafið þið skoðaðnir kæru vinir ?


Kaninn kærir Lýðvarpið fyrir að hafa stolið sendi þeirra í Bláfjöllum

Það er sjaldnast lognmolla í kringum Ástþór Magússon og co, nú eru þeir ásakaðir um að hafa "stolið sendi þeirra Kana manna á Bláfjöllum.:

"Póst- og fjarskipastofnun úthlutaði nýlega Kananum útvarpstíðninni 100,5 en Lýðvarpið sendi áður út á þeirri tíðni. „Við urðum varir við það upp úr klukkan 14 í dag að útsendingar okkur voru rofnar og eftir einhverja eftirgrennslan komumst við að því að það hefðu verið einhverjar mannaferðir í Bláfjöllum og smám saman kom í ljós hverjir það höfðu verið," segir Einar. „Þá grunaði mig að í versta falli hefði þessu einfaldlega verið kippt úr sambandi í einhverri reiði. Þannig að við lögðum á okkur ferð þarna í kolbrjáluðu veðri seinni partinn í dag til að komast að því hvað hefði gerst og sáum þá að sendirinn okkar hafði verið numinn á brott."

"Jón Pétur Líndal segir hinsvegar að samningur Lýðvarpsins um tíðnina  100,5 gildi til 15. janúar 2012. Hann heldur því fram að Kaninn hafi verið að nýta búnað og lagnir Lýðvarpsins í Bláfjöllum. „Þarna var vaðið inn og klippt á kapla á okkar búnaði og verið að stelast í okkar aðstöðu. Við erum engin góðgerðastofnun fyrir einhverja stráka sem vilja vera með útvarp og við viljum ekki hafa annarra manna dót innan um okkar búnað á okkar ábyrgð." Jón Pétur segist hafa afhent lögreglu búnaðinn."

Svo sjáum við hvað kemur út úr þessuCool


mbl.is Kaninn kærir Lýðvarpið fyrir stuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grefillinn með frábæra síðu

Einn er sá sem hefur fengið mig til að hlægja með skrifum sínum á blogginu undanfarna daga, sá er kallaður Grefillinn, hann er að "auglýsa" hina ýmsu hluti og óhluti sem nýtast nánast engum og eru aðeins til að hlægja að LoL mæli með að þið kíkið á síðuna og skoðið það sem  hann er að bralla.

http://gbergur.blog.is/blog/gbergur/

 


Viljálmur stendur fast á sínu

Mér fanns rétt hjá honum að þiggja ekki þetta gjafabréf, hann hefur úttalað sig um þessi fjárfestingafélög og lýst sinni skoðun á þeim, enda ekki hlutlaus þegar að þeim kemur.
mbl.is Afþakkaði gjafabréf í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar 29 maí gríðarlega mikilvægar

Nú eru sveitarstjórnarkosningar í nánd, eða þann 29 maí, og aldrei meiri ástæða til að fjölmenna á kjörstað. Hvers vegna spyrja vafalaust margir? Jú vegna þess að í árferði sem þessu getur það verið enn mikilvægara fyrir kjósendur að hafa "sitt" fólk við stjórnvölin í sínu bæjarfélagi en í þingi! það er allavega mitt mat.

Þess vegna hvet ég sem flesta til að mynda sér skoðun sem fyrst og fylgja þeirri sannfæringu eftir á kjöstað.

X Ísland

 


Broskarlinn sem hvarf

Glitnispóstar Jóns Ásgeirs gætu mögulega verið hugbúnaðargallar:

" Hvort heldur sem er að Jón Ásgeir hafi í raun sett broskall fyrir aftan setninguna til að gefa til kynna að hann hafi verið að grínast, eða að skilanefndin hafi kippt honum út í þeim tilgangi sem Jón Ásgeir heldur fram þá er þriðji möguleikinn til staðar. Að broskallinn sem um ræðir hafi orðið hvimleiðum hugbúnaðargalla í Microsoft Outlook að bráð."

"Þekktur galli í Outlook er nefnilega að broskallar í tölvupóstum verða oft að stóru j-i þegar tölvupóstar fara á milli tölva. Broskallinn kann því að hafa orðið að stóru j-i sem skilanefndin gæti hafa túlkað sem samhengislausa innsláttarvillu Jóns Ásgeirs eða hreinlega sem undirskrift hans með upphafsstaf sínum á eftir skilaboðunum."

Vitnað er hér í frétt á Pressunni í dag sjá að neðan.

http://www.dv.is/frettir/2010/4/9/glitnispostar-broskallinn-sem-hvarf-gaeti-verid-hugbunadargalli/


Hitti langömmu sína á himnum sem vísaði honum tilbaka

Falleg saga þriggja ára drengs sem hjarta hætti að slá í þrjár klukkustundir þega læknum tókst að fá það í gang aftur og þykir ganga kraftaverki næst, en það sem athygli vekur er að hann segir langömmu sína hafa sagt honum að flýta sér tilbaka aftur Heart


mbl.is Hitti langömmu á himnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skeflilegt að lenda í því að rata í vitlaust rúm!

Ég get vel sett mig í spor þessa  óboðna gests, ekki það að ég hafi lent í þessu heldur hitt hvernig ég ímynda mér að honum líði daginn eftir!! greyinu, en ég skil vel  óhug íbúana.
mbl.is Aðkomumaður uppi í rúmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að slasast við að spila tölvuleik er eins og að slasast við horfa á sjónvarpið, eða hvað?

Það er með ólíkindum hve óheppnir sumir geta verið, slasa sig við það að spila tölvuleiki! álíka ólíklegt og að meiðast við að horfa á fótboltaleik, sem við betri athugun er kannski ekki svo ólíklegt, sér í lagi hjá þeim allrahörðustu sem hoppa upp og niður og til hliðar og láta öllum illum látum þanngi að okkur venjulegum aðdáendum íþrótta er alls ekki sama, hef oft verið á heimili með slíkum áhugamönnum sem geta ekki andað rólega eitt augnablik! mjög fyndið.


mbl.is Slasaðist við tölvuleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband