Færsluflokkur: Bloggar

Það mættti þagga niðður í Ronaldo!!

Mesti egóisti og kannski "strigakjaftur" Ronaldo fráa Portugal, er maður sem hefur fengið allt upp í hendurna, allt síðan hann fékk samning við Man U, þá strax hófst niðurleiðin, að ég tel, þið sem hafið fylgst með framkomu hans í gegnum tíðina hljótið að vera mér sammála, ekki var framkoma hans eftir leik Íslands og Portúgal honum til framdráttar hvað það varðar, ég ætla að halda með Króatíu í þessum leik, hvað með ykkur?

ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!!!!!!!

tólfan


mbl.is Þaggaði niður í þeim öllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manngæskann er aldrei langt undan

Það er svo yndislegt að til séu menn og konur sem láta sér nágrannann sig varða, sbr þennann góða mann úr Eyjum sem ákvað rétt si svona að gera góðverk á góðum morgni og gefa góðri konu svo sem eitt stykki dekk eða þannig, svona eiga menn að vera ekki satt?

dekk


mbl.is „Orðlaus af undrun og þakklæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona búa milljarðamæringar!

Þetta er náttúrletga með ólíkindum hjá sumum sem vita ekki aura sinna tal og innrétta sjö hæða glæsihýsi fyrir sig og sína fjöldskyldu!! þetta eru víst rússar sem ekki vita aura sinna tal, gaman væri að vita hvaðan þessir aurar komu, sennilega gjöf frá elítunni eftir hrun kommúnismans.

Átta ára dótt­ir eig­end­anna er með eigið baðher­bergi, sem og fata­her­bergi. Móðir henn­ar er einnig með fata­her­bergi, sem sam­svara heilli íbúð að stærð þar sem hún geym­ir fata- og töskusafnið sitt, sem og 600 pör af skóm, enda veitir ekki af.

Stofu­borðið er, meðal ann­ars, búið til úr 40 stingsköt­um!!!

ríkra manna stofa

 

 

http://www.mbl.is/smartland/heimili/2016/04/09/svona_bua_breskir_milljardamaeringar/


mbl.is Svona búa breskir milljarðamæringar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ó borg mín borg

Nú er apríl tiltölulega nýhafinn og sorpið hleðst upp í ruslageymslunni minni, enda aðeins sótt á 15 daga fresti í höfuðborginni okkar! Hjálmar nokkur Sveinsson, sem er borgarfulltrúi, já, Samfylkingarinnar og formaður skipulagsráðs er sá aðili sem hvað mesta athygli fær enda fríður maður og hárprúður , en það er einmitt hann sem er humgmyndasmiðurinn að öllum hjólastígum bæjarins, enda hjólar hann allar sínar leiðir sjálfur, ekki nema von að allar helstu framkvæmdir þessarar voluðu borgarstjórnar eru tengdar hjólum, samanber fyrirætlanir á Grensásvegi, þar sem ekki nokkur maður hjólar"!!", Þannig hafa Vinstri menn í borgastjórn hækkað sorpgjaldið og fækkað ferðum ruslabíla, enda hentar það vel þeim sem sitja á sorpinu og safna því heima hjá sér!! 

Ef þessir flokkar sem hafa stjórnað borginni um árabil ætla að heimta landstjórnina, bið ég Guð um að hjálpa okkur!!!

 


"Að sitja fyrir" eða þannig

Það er ekki oft sem að maður verður kjaftstopp og hreinlega finnst sem maður þurfi að fá áfallahjálp, en engu að síður var það þannig sem mér leið þegar ég fór að átta mig á því hve alvarlegir þessir atburðir voru hér á Íslandi í kjölfar þessa þáttar Kastljóss á sunnudag, ég vissi að hér ríkti spilling af einum eða öðrum toga,og vafalaust ekki einn um það,  né heldur að hún næði svona djúpt inn í kjarnan sem eru lýðræðislega kjörnir menn og konur á alþingi Íslands! það er hrikalegt og óásættanlegt.

En það er líka mikilvægt að skoða hvernig þessum rannskóknarblaðamennskuaðferðum er háttað,við sáum í áðurgreindu Kastljósi að erlendur sjónvarspsmaður boðaði sig í viðtal við forsætisráðherra á röngum forsendum og í raun sat fyrir honum með öðrum fréttamanni sem birtist í lok viðtals og byrjaði að herja á ráðherranum með þunga! þetta fannst mér ekki í lagi, og er í raun fyrirsát af verstu gerð, þetta er aðeins gert í þeim eina tilgangi að fá aukið áhorf og aukna sölu á efninu, enda er þessi ágæti maður vanur því að sitja fyrir fólki, hefur gert talsvert af því eins og menn vita.

það er ljóst að á næstu dögum og vikum mun koma fram gríðarlega mikið af upplýsingum um virta menn í viðskiptalífinu og jafnvel í stjórnsýslunni sem hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu fræga!! og þá verða þessir sömu "fréttamenn" í startholunum með að segja frá og er það gott og vel, en það verður að vera á þann veg að fyllsta réttlætis sé gætt og nærgætni sé viðhöfð í hvívetna!


Vopnahlé í Sýrlandi

Það er mikið áhyggjuefni að Rússar skuli einbeita sér í þessum mikla mæli þarna suður frá með stuðningi við Sýrland sem leiðir aðeins til þess að vesturlönd verða að bregðast við með þeim hætti að auka viðbúnað við landamæri ríkja Nato með tilheyrandi kostnaði. Við vitum að kalt stríð er skollið á með einum eða öðrum hætti og allt bendir til þesas að ástandið fari stigmagnandi næstu vikur og mánuði!

Syria_bomb_blast_031814 (1)


mbl.is Vopnahlé í Sýrlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

íslenska íþrótta útrásin

Hvað er að gerast með íslenskt íþróttafólk? Við vitum um handboltaliðið okkar, en fótboltaliðið er um það bil að (jafna) það með þeim árangri að vera að ná inn í lokakeppni EM á næsta ári. körfuboltaliðið okkar er nú á morgun að  spila sinn fyrsta leik á EM í Þýskalandi, hvað næst? Einhver sem býðst til að taka að sér að moka yfirstéttinni burtu ?kisa horfir á strákinn


Saga af kisu

Ég á frænku sem er mikil vinkona mín, eiginlega eins og systir mín, og hún meira að segja býr í sömu blokk og ég, en á þriðju hæð, ég er á jarðhæð með grasgarði og trjám. Hún á þrjár sætar kisur sem hafa verið okkar yndi í mörg ár.

Ein kisan heitir Tjási og er Bengal köttur.

Tjási minn Mjög styggur nema gangvart sínum nánustu, hann er með þá áráttu að príla á ótrúlegustu staði sem hinir kettirnir komast ekki, eða vilja ekki fara á, hann týndist í fyrra í rúman mánuð og fannst í austurbæ Kópavogs af góðu fólki sem sá aumur á kettinum. Þegar að hér var við sögu komið, héldum við að Tjási væri dáinn og vorum við búinn að sætta okkur við það. En hann fannst og var nokkra mánuði að ná sér til fullnustu.

Fyrir fjórum mánuðum datt Tjási af svölunum sínum á þriðju hæð en varð ekki meint af, en í fyrradag á klifri sínu datt hann enn og aftur og varð því miður ekki jafnheppinn og áður með lendingu,hann lennti illa á afturhluta líkamans og var ekki mögulegt að bjarga lífi hans!. þessi krúttlegi og  yndislegi kisi var okkur öllum mikill ánægjuauki alltaf þegar við heimsóttum frænku okkar og kettina um leið.

 
Það sló mig að heyra dýralækninn segja að venjulega þyrfti aðeins eina sprautu til að svæfa dýr, en það þurfti tvær fyrir Tjása kött, hann vildi ekki deyja!!


Ghana nær jafntefli við Þýskaland!

Þýski kolkrabbinn Paul er allur, en hann var frægur fyrir að spá fyrir um ýmsa atburði svo sem knattspyrnu, en það er annar komin í hans stað og sá spáði að Ghana myndi bera sigurorð af Þýskalandi í dag, 21 júní. Staðan er 2-2 og liðin sækja stíft sitt á hvoru, en þetta endar með jafntefli og nú er bara að bíða eftir leik USA og Portúgals kl 22 í sama riðli, þá ræðs hverjir fara áfram.

Ghana 


HM, Tiðindi að gerast!!

Góðir gestir, það eru að gerast veruleg tíðindi í boltanum þar sem að Spánn, sem talið er eitt af fjórum sigursælustu liðum keppninnar eru að tapa fyrir Hollandi 1-5 og tíu mínútur eftir, þetta eru þau lið sem spiluðu til úrslita fyrir fjórum árum á HM og sigruðu spánverjar þá eftir framlengingu 1-0 að mig minnir!!!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband