21.11.2009 | 20:39
Gefum þeim þurfandi sem minna eiga!
Nú þegar jólin nálgast og margir komast í hátíðarskap, þá langar mig til að segja frá því að það eru svo margir og svo margar fjöldkyldur sem ekki geta haldið gleðileg jól eins og við hin gerum"!! svo margar fjöldskyldur, með öll þessi börn sem hafa ekki undanfarið kynnst því að halda hátíðleg jól eins og við mörg gerum!! þau hafa engan hátíðarmat að borða á aðfangadag, vissir þú það???
Styrkjum Mæðrastyrksnefnd með fjárframlögum eða matargjöfum!
21.11.2009 | 19:34
Nýjir fjárfestar í Högum?
Skv fréttum frá Vísi.is mun eignarhaldsfélag 1998 ehf, leggja fram gögn til Arion banka um endurfjármögnum félagsins!
Einnig verða kynntir til sögunnar væntanlegir fjárfestar með tilliti til nýs skipurits fyrirtækisins, Arion banki mun eiga um 40% á móti 60% eignarhlut Haga.
21.11.2009 | 18:54
Hundurinn Lady og helför hennar
Var að horfa á fréttir rétt áðan um hundinn Lady sem á að hafa verið grafinn lifandi og komst af illu heilli, það er mér gersemlega ómögulegt að setja mig í spor þess hugsunargangs manna er slíkt gera málleysingjum, og hvað þá öðrum.
21.11.2009 | 18:27
Bráðum koma blessuð jólin.............

En það þarf mikla vinnu við að halda jól, það þarf að baka kökur og þrífa húsið og ekki síst, það þarf að taka til fötin sem við ætlum að vera í, að ekki sé minnst á barnafötin :)
Við þurfum líka öll að ákveða hvaða mat skal hafa, á hamborgarhryggurinn að vera eins og alltaf eða á að prófa eitthvað nýtt, eins og til dæmis herragarðsönd, sem fæst í Nóatúni, úrvalið er endalaust, svín, lamb, fugl og naut, eða villibráð.
21.11.2009 | 17:46
Bráðum koma blessuð jólin :)
Nú fer veturinn að leggjast á okkur af öllum sínum þunga með tiheyrandi snjó og frosti, að ekki sé nú minnst á allt jólagjafafarganið sem öllu þessu fylgir ásamt skreytingum jólaljósa inni sem úti, er því tilvalið að hlusta á jólalagið góða Winter Wonderland að þessu sinni í flutningi hins síkáta Ozzy Osbourne og hennar Jessicu Simpson
21.11.2009 | 16:41
"Norðmenn hefðu aldrei komið okkur til hjálpar eftir hrunið" segir Valur Ingimundarson
21.11.2009 | 16:06
Eru Púlarar að fara að missa stjóra sinn ?
21.11.2009 | 03:36
Engin partý fyrir böll !!
Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi gagnrýnir drykkju unglinga sem hún segir að sé orðin of mikil, ef marka má orð hennar, þar sem hún vill "banna" partý fyrir árshátíðir og aðra skipulagðar "uppákomur" hvernig í ósköpunum heldur þessi ágæta kona að hægt sé að framfylgja þessu????
http://visir.is/article/20091121/FRETTIR01/866038388
21.11.2009 | 03:00
Hannes Hólmsteinn og "bandaríska ástinn"
Af lestri Hannesar á síðu Pressunar í grein hans um , ja, afsökun hans fyrir hönd síns flokks, fer hann hamförum í álitu sínu á EB, ég er sjálfur ekki sérlega hlyntur aðild að þessum klúbbi, en ég fer heldur ekki í felur með að þjóðin eigi að velja um það!
Það er athyglisvert að HH dregur bandaríkin alltaf fram sem athyglispunkt í öllu sínu máli, þar er greinilega paradís á jörðu, ef einhver er. Vona að lesendur átti sig á hvert HH er að fara í sínum pistli um þessi mál.
http://pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/af-islensku-leidinni-a-tha-saensku
21.11.2009 | 02:36
Einn hæfasti þjálfari landsins rekinn
Það er að verða alheimsíþrótt að reka þjálfara í tíma og ótíma, við vitum hvernig þetta er í enska boltanum og einnig í þeim spænska, en það virðist sem þessi veira sé komin í íslenska boltaíþróttir, því nú var verið að reka besta þjálfara landsins að margra áliti, Viggó Sig, hann var komin með lið sitt í neðsta sæti en var spáð því fyrsta!, þolinmæðin er engin, því miður.
![]() |
Viggó sagt upp hjá Fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |