9.7.2010 | 19:48
Hætt við nauðungaruppboð!
![]() |
Hætt við nauðungaruppboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2010 | 19:45
Var norska olían skotmarkið?
Skv frétt í vikunni handtók norska lögreglan 3 menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér alvarleg hryðjuverk í Noregi en ekki er vitað um hvaða skotmörk mennirnir miðuðu á, en nú eru uppi þær umræður að það hafi verið olíuiðnaður norðmanna sem hryðjuverk þessi beindust að, ekki síst í ljósi þess að einn þeirra hafði sótt um að komast í fyrirlestra um olíuborun!
Maðurinn, sem er flóttamaður frá Úsbekistan, hafði sótt um árin 2007 og 2009 að komast í ITC iðnaðarskólann í Osló. Maðurinn er 31 árs gamall, hafði dvalarleyfi í Noregi.
![]() |
Var norska olían skotmarkið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2010 | 19:37
Catalina dæmd í 15 mánaða fangelsi fyrir vændi
Hún er ekki dæmd fyrir mannsal heldur vændi og líkamsmeiðingar og brot gegn valdstjórninni. skv dómi er féll í héraðsdómi Reykjaness.
Það eru örugglega skiptar skoðanir um þennann dóm sem ég ætla ekki að fara út í en ég tel að þarna hefði mátt dæma í lengri tíma!
![]() |
15 mánaða fangelsi fyrir vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2010 | 01:16
Er þörf fyrir nýjann stjórnmálaflokk?
Það halda margir að vegna ágreinings um aðild að Evrópusambandinu séu fjórflokkarnir að klofna í afstöðu sinni til málsins og vilji til þess að kljúfa sig út úr flokkunum og stofna sérframboð sem styðja eigi aðild að sambandinu.
Algjört "humbukk" gef lítið fyrir þetta, þeir hinu sömu hljóta að vita að þeir fá ekki fylgi fyrir þessum skoðunum sínum, það er ljóst að mikill meirihluti landsmanna er mótfallinn aðild að þessu bandalagi, og gerum ekki lítið úr því.
Þess vegna spyr ég, hvað þarf til að blessaðir stjórnmálamenn okkar virði skoðanir okkar kjósendanna og fari að vinna í þágu okkar í stað þess að gera það sem stjórnmálamenn hafa alltaf gert "best", mata krókinn og þæfa mál niður í nefndir.
Kjörnir þingmenn verða að vaka og sofa eftir kjósendum sínum, það er ekki nóg að vera bara trúr sinni eiginn sannfæringu (þó virðingarvert sé öllum stundum) en þjóðinn ræður hverju sinni!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2010 | 23:04
Sorglegt slys í Kongó
Þetta slys er hrikalegt en hefði senilega ekki átt sér stað í Evrópu, olíubíllinn veltur í þorpinu og bensín byrjar að vella út úr bílnum, í stað þess að flýja fer fólk að þyrpast að bílnum til að ná í bensín sem er að leka úr farartækinu, og þá springur allt í loft upp.
Þarna er náttúrlega aðeins hægt að kenna um fátækt og skorti á fræðslu, þar sem ég geng út frá því að ekki sé um háskólagengið fólki að ræða.
![]() |
Skelfing í smáþorpi í Kongó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.7.2010 | 20:23
Spánverjar áfram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2010 | 20:11
Þessi ríkisstjórn er eins og bland í poka!
Það má líkja þessari ríkisstjórn við fimm ára frænku mína sem á laugardögum bíður alltaf eftir sínu "blandi í poka" og fær ef hún hefur verið góð stelpa, hún veit aldrei hvað er í pokanum og það er mest spennandi, það má segja það sama um stjórnina, þú veist ekkert hvað er í gangi hjá þeim fyrr en þeir gera hvert axarskaftið af fætur öðru, það er einhverskonar bland í poka þar sem allt nammið er vont, ef ekki beinlínis skemmt!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2010 | 19:50
Vítaspyrnur á báða bóga og báðir verja!!!
Ótrúlegur leikur hjá þeim, bæði lið búinn að klikka á víti!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2010 | 19:07
Níu langreyðar skotnar á tæpri viku og 166 eftir !
Nú höfum við skotið níu langreyðar á tæpri viku frá því að veiðar hófust, og er það ágætur árangur. Heimilt er að veiða 175 hvali í ár, og skal engan draga það í efa að þetta sé rangt, hver borðar ekki súrt hvalrengi?? Við ólumst upp á því, reyndar var það ekki þessi munaðarvara þá, enda annsi dýrt í dag eða um 2400 kr kg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)