Er þörf fyrir nýjann stjórnmálaflokk?

Það halda margir að vegna ágreinings um aðild að Evrópusambandinu séu fjórflokkarnir að klofna í afstöðu sinni til málsins og vilji til þess að kljúfa sig út úr flokkunum og stofna sérframboð sem styðja eigi aðild að sambandinu.

Algjört "humbukk" gef lítið fyrir þetta, þeir hinu sömu hljóta að vita að þeir fá ekki fylgi fyrir þessum skoðunum sínum,  það  er ljóst að mikill meirihluti landsmanna er mótfallinn aðild að þessu bandalagi, og gerum ekki lítið úr því.

Þess vegna spyr ég, hvað þarf til að blessaðir stjórnmálamenn okkar virði skoðanir okkar kjósendanna og fari að vinna í þágu okkar í stað þess að gera það sem stjórnmálamenn hafa alltaf gert "best", mata krókinn og þæfa mál niður í nefndir.

Kjörnir þingmenn verða að vaka og sofa eftir kjósendum sínum, það er ekki nóg að vera bara trúr sinni eiginn sannfæringu (þó virðingarvert sé öllum stundum) en  þjóðinn ræður hverju sinni!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála, það á ekki að vera þörf fyrir nýja flokka. Það hefur verið beinlínis átakanlegt að fylgjast með Hreyfingunni og Besta flokknum þar sem að fólk skilur ekki tungumál stjórnmálaheimsins eða viðskiptalífsins.  Það þarf aftur á móti að boða til kosninga þar sem að utanríkispólitík núverandi ríkisstjórnar er algjörlega gegn vilja þjóðarinnar.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.7.2010 kl. 23:55

2 identicon

Hej Gummi.. :D

Nú fann ég tig hahah

Kvedja Lisa

Lisa (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 10:20

3 identicon

Frábært :) vertu stillt inn á þetta því ég er að fara að blogga í kvöld, kannski nefni ég þig í blogginu haha þar sem þu ert nú í Danmörku eða þannig!!

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband