19.3.2011 | 01:42
Stevie Ray Vaughan Guitar Lesson
Hér er þessi snillingur að tala við fréttamann enskan að ég tel og tekur gítarsýnishorn fyrir okkur af sinni meðfæddu snilld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 01:03
Frábært tónleikalag hjá "The Doobie Brothers" með öðruvísi brag
Hér eru þeir félagar í Doobie Brothers án þekktustu manna upprunalegu sveitarinnar að taka lagið "Long train runnin" árið 1981 á útitónleikum í Bandaríkjunum, greinilega í góðu veðri.
Sjá má að sá sem syngur er svartur hljómborðsleikara sem ekki söng þetta lag upprunalega, en gerir því góð skil, síðan tekur hann saxinn og leikur sér að honum, athugið millikaflann þar sem að öllu jöfnu á að vera munnhörpusólu, breytist heldur betur útsetningin !!
Þetta er engin hefðbundin liðsskipan, heldur eru hér Cornelius Bumbus, Chet McCracken, Keith Knudsen, John McFee og Michel Mcdonald, það vantar aðal stjörnurnar. en samt frábært hjá þeim eða hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 23:35
Tíu milljónir hér og tólf þarna
Það er hjákátlegt að horfa upp á ríkistjórnina skvetta peningum skattborgara á allt annað en til þeirra hér á landi er þurfa þess mest, þeir eru með sýndarmennsku stórriddara að gefa til hinna og þessa úti í heimi, sök sér með Japan þar sem miklar hörmungar eiga sér stað, nema að þessar tíu milljónir ísl króna eru sama og ekkert og alveg eins hægt að sleppa því, en þegar að verið er að gefa tólf milljónið til Líbíu er mér ekki sama!!!
Er Össur virkilega starfhæfur??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 23:18
Aron í öðru sæti
Þetta verður að teljast frábær árangur hjá þessum unga strák frá Hafnarfirði, sem smátt og smátt hefur verið að vinna sig upp í byrjunarlið liðsins með elju og vinnusemi.
Enda hefur hann sýnt mikla framför á undanförnum mánuðum.
![]() |
Aron í öðru sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2011 | 23:09
Chavez gegn brjóstastækkunum
það virðist sem fátt sé þóknanlegt þessum ágæta einræðisherra í Venesúela, hann þolir ekki golfspilara eða wiskídrykkjumenn og nú sker hann upp herör gegn brjóstastækkunum!!
Það virðist sem þessum manni sé ekkert óviðkomandi, spurning hvort að þetta land sé ekki næst til uppreisnar gegn harðstjóra sínum, eins og trendið virðist vera um allan heim?
![]() |
Chavez gegn brjóstastækkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.3.2011 | 20:25
"H" inn fjögur - Hamfarir í heiminum og horfur í heimsmálum
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það ríkir gríðarlega víðsjálft ástand í heiminum í dag, burtséð frá sífelldum stríðserjum í Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs, nefnilega í Ísrael og Palestínu, nú bætast við óvenjumiklar náttúruhamfarir víðsvegar um heimin, jarðskjálftar á Nýja Sjálandi, mikil flóð í Evrópu og nú síðast gríðarlegur skjálfti í Japan upp á um 9 á richter skala sem er með því mesta sem mælst hefur frá upphafi.
Við það bætist að eitt af kjarnorkuverum japana í Fukushima er að hruni komið og aðeins spurning um hvenær það brestur með hrikalegum afleiðingum.
Einnig hafa róstur í arabalöndum verið með þeim hætti að það virðist sem að þegnar þeirra séu að gera uppreisn gegn harðstjórn margra þeirra svo sem Egyptalandi, Bahrain, Túnis og nú Lýbíu, þar sem að öryggisráð SÞ ályktuðu nær samhljóða flugbann yfir landinu og að auki eru hernaðaraðgerðir heimilaðar til varnar óbreyttum borgurum landsins.
Það er langt síðan að svona hrikaleg heimsýn hefur blasið við okkur, og ekki laust við að maður sé nokkuð smeykur við framtíðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2011 | 00:00
Bannað að prumpa á almannafæri
Það er harla fyndin lagasetningin sem þingið í borginni Blantyre í Malaví setur fyrir í næstu viku, nefinilega að það verður stranglega bannað að "prumpa" á almannafæri ! Verði "prumvarpið" samþykkt verður bannað að leysa vind á almannafæri frá og með næstu viku.
http://visir.is/bannad-ad-prumpa-a-almannafaeri/article/2011110319676
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2011 | 23:49
Held að Arsenal geti afskrifað titil í ár
það er með ólíkindum hve illa Arsenal menn leika undir pressu, þeir virðast fara á taugum og geta akkúrat ekkert gegn marki andstæðingana, að ekki sé talað um varnarleik liðsins sem er í molum og ekki nein úrræði gegn föstum leikaðferðum!þ
Held í alvöru að tími sé komin á nýjan stjóra!
![]() |
Djourou fór úr axlarlið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 23:38
Fótboltinn er mikilvægastur!
Segir Ólafur Guðmundsson handknattleikskappi úr FH sem kallaður hefur verið í landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leik okkar gegn Þýskalandi ytra á sunnudag.
Hann segist vera klár í slaginn ef á þurfi að halda, og sé tibúinn að koma inn á sé hans óskað.
Flottur íþróttamannsandi þarna á ferð.
![]() |
Ólafur: Fótboltinn er mikilvægastur (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 21:36
Siðferði einnar kynslóðar olli hruninu!
Það er von að maður spyrji sig að því hve spilling á Íslandi sé mikil. Er hún nýtilkomin eða er þetta búið að viðgangast í langan tíma? Við vitum öll að "vinagreiði og kunningjareddingar" hafa tíðkast hér um áranna rás og eru sennilega ekkert á undanhaldi.
Við hefur bæst sú kynslóð sem kom Íslandi á kvínandi kúpuna, það er þessi hópur nýútskrifaðra viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem fóru að færa sig smátt og smátt i verðbréfviðskipti og höndlaðu með bréf fyrirtækja sem sitt lífsviðurværi, þetta vatt upp á sig og að lokum var þetta hálfgerður "Matador" leikur þar sem að þessir menn og konur skiptu á milli sín fyrirtækjum og bréfum og voru í engum tengslum við raunveruleikann!!
Þetta er ein kynslóð mannna og kvenna sem aldrei hafa þurft að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir lífinu og eiga að dæmast eftir gjörðum sínum!!!!