Siðferði einnar kynslóðar olli hruninu!

Það er von  að maður spyrji sig  að því hve spilling á Íslandi sé mikil. Er hún nýtilkomin eða er þetta búið að viðgangast í langan tíma? Við vitum öll að "vinagreiði og  kunningjareddingar" hafa  tíðkast hér um áranna rás og eru sennilega ekkert á undanhaldi.

Við hefur  bæst sú kynslóð  sem kom Íslandi á kvínandi kúpuna, það  er þessi hópur nýútskrifaðra viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem fóru að færa sig smátt og smátt i verðbréfviðskipti og höndlaðu með bréf fyrirtækja sem sitt  lífsviðurværi, þetta vatt upp á sig og að lokum var þetta hálfgerður "Matador" leikur þar sem að  þessir menn og konur  skiptu á milli sín fyrirtækjum og bréfum og  voru í engum tengslum við raunveruleikann!!

Þetta er ein kynslóð mannna og kvenna sem aldrei hafa  þurft að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir lífinu og eiga að dæmast eftir gjörðum sínum!!!! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, ágæt pæling hjá þér. Þetta voru ekki Íslendingar. Þetta voru lélegar eftirlíkingar. Nú vörumst við eftirlíkingar.

Björn Birgisson, 12.3.2011 kl. 22:36

2 identicon

Björn, bara að svo væri, en allt bendir til að menn séu alls ekki að læra af sínum mistökum, spillingin heldur áfram og sífellt meira ógeð kemur upp á yfirborðið.

Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband