Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
9.4.2016 | 18:33
Svona búa milljarðamæringar!
Þetta er náttúrletga með ólíkindum hjá sumum sem vita ekki aura sinna tal og innrétta sjö hæða glæsihýsi fyrir sig og sína fjöldskyldu!! þetta eru víst rússar sem ekki vita aura sinna tal, gaman væri að vita hvaðan þessir aurar komu, sennilega gjöf frá elítunni eftir hrun kommúnismans.
Átta ára dóttir eigendanna er með eigið baðherbergi, sem og fataherbergi. Móðir hennar er einnig með fataherbergi, sem samsvara heilli íbúð að stærð þar sem hún geymir fata- og töskusafnið sitt, sem og 600 pör af skóm, enda veitir ekki af.
Stofuborðið er, meðal annars, búið til úr 40 stingskötum!!!
http://www.mbl.is/smartland/heimili/2016/04/09/svona_bua_breskir_milljardamaeringar/
Svona búa breskir milljarðamæringar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2016 | 01:29
Ó borg mín borg
Nú er apríl tiltölulega nýhafinn og sorpið hleðst upp í ruslageymslunni minni, enda aðeins sótt á 15 daga fresti í höfuðborginni okkar! Hjálmar nokkur Sveinsson, sem er borgarfulltrúi, já, Samfylkingarinnar og formaður skipulagsráðs er sá aðili sem hvað mesta athygli fær enda fríður maður og hárprúður , en það er einmitt hann sem er humgmyndasmiðurinn að öllum hjólastígum bæjarins, enda hjólar hann allar sínar leiðir sjálfur, ekki nema von að allar helstu framkvæmdir þessarar voluðu borgarstjórnar eru tengdar hjólum, samanber fyrirætlanir á Grensásvegi, þar sem ekki nokkur maður hjólar"!!", Þannig hafa Vinstri menn í borgastjórn hækkað sorpgjaldið og fækkað ferðum ruslabíla, enda hentar það vel þeim sem sitja á sorpinu og safna því heima hjá sér!!
Ef þessir flokkar sem hafa stjórnað borginni um árabil ætla að heimta landstjórnina, bið ég Guð um að hjálpa okkur!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2016 | 23:08
"Að sitja fyrir" eða þannig
Það er ekki oft sem að maður verður kjaftstopp og hreinlega finnst sem maður þurfi að fá áfallahjálp, en engu að síður var það þannig sem mér leið þegar ég fór að átta mig á því hve alvarlegir þessir atburðir voru hér á Íslandi í kjölfar þessa þáttar Kastljóss á sunnudag, ég vissi að hér ríkti spilling af einum eða öðrum toga,og vafalaust ekki einn um það, né heldur að hún næði svona djúpt inn í kjarnan sem eru lýðræðislega kjörnir menn og konur á alþingi Íslands! það er hrikalegt og óásættanlegt.
En það er líka mikilvægt að skoða hvernig þessum rannskóknarblaðamennskuaðferðum er háttað,við sáum í áðurgreindu Kastljósi að erlendur sjónvarspsmaður boðaði sig í viðtal við forsætisráðherra á röngum forsendum og í raun sat fyrir honum með öðrum fréttamanni sem birtist í lok viðtals og byrjaði að herja á ráðherranum með þunga! þetta fannst mér ekki í lagi, og er í raun fyrirsát af verstu gerð, þetta er aðeins gert í þeim eina tilgangi að fá aukið áhorf og aukna sölu á efninu, enda er þessi ágæti maður vanur því að sitja fyrir fólki, hefur gert talsvert af því eins og menn vita.
það er ljóst að á næstu dögum og vikum mun koma fram gríðarlega mikið af upplýsingum um virta menn í viðskiptalífinu og jafnvel í stjórnsýslunni sem hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu fræga!! og þá verða þessir sömu "fréttamenn" í startholunum með að segja frá og er það gott og vel, en það verður að vera á þann veg að fyllsta réttlætis sé gætt og nærgætni sé viðhöfð í hvívetna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)