Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012

Neyðarstig virkjað vegna lendingar farðþegaþotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli

Nú eftir um 5 mínutur er ráðgert að vél Icelandair lendi með skaddaðan hjólabúnað, en eitt dekk ku hafa dottið af við flugtak, allt tiltækt björgunarlið er mætt enda viðbúnaðarstig það hæst sem til er!

Leifsstöð


mbl.is Öryggislending undirbúin í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

George Clooney safnar fyrir Obama!

Hann safnaði hvorki meira né minna en 1.5 milljarða ísl króna á einu kvöldi!.

Gestir hans ásamt forsetanum voru Robert Downey, Barbara Streisand, Salma Hayek og margir góðir, og ríkir, enda ekki allir sem  geta reitt af hendi 5 milljónnir ísl kr bara fyrir köldið!!! 

George Clooney er dyggur stuðningsmaður Obama.


Harmleikur í Derby

Þetta er hrikalegt að heyra, fimm börn á aldrinum fimm til tíu ára brunnu inni á efri hæð húss í  Derby-skíri. Ég titra af sorg vegna þessa fólks!!

Fólk hefur lagt blóm í grennd við húsið. <em>AFP</em>


mbl.is Grunuð um aðild að láti fimm barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sami tími að ári, dýrinn hafa tímaskyn!!!

Alveg er þetta merkilegt með dýrin, þau virðast vera með innbyggða klukku sem segir þeim hvenær tími sé að hefja flug til suðrænna landa, og í mínu tilviki, nákvæm tímasetning í að heimsækja mig í garðin minn þar sem ég bý í Norðlingaholti.

Í fyrra kom þetta par 12 maí, kl 15;00 ca, og árið þar á undan einnig þann 12 maí!!

Í dag þann 11 maí, kl 19:30 komu þau hjónin loksins, margir spyrja hví ég haldi að þetta séu sama parið, einfalt svar við því er, að nema að þau fyrstu fyrir 4 árum hafi kjaftað frá þessum stað þar sem alltaf er frítt brauð, nei ég held að það sé klárt að þetta er sama parið.


Framlag Breta í Eurovisíon

Engelbert Humperdinck - Love Will Set You Free, er ágætis lag hjá 75 ára gömlum manni, sem heillaði okkur á árum áður með laginu RAINDROPS KEEP FALLING ON MY HEAD sem hér má sjá:


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband