Sami tími að ári, dýrinn hafa tímaskyn!!!

Alveg er þetta merkilegt með dýrin, þau virðast vera með innbyggða klukku sem segir þeim hvenær tími sé að hefja flug til suðrænna landa, og í mínu tilviki, nákvæm tímasetning í að heimsækja mig í garðin minn þar sem ég bý í Norðlingaholti.

Í fyrra kom þetta par 12 maí, kl 15;00 ca, og árið þar á undan einnig þann 12 maí!!

Í dag þann 11 maí, kl 19:30 komu þau hjónin loksins, margir spyrja hví ég haldi að þetta séu sama parið, einfalt svar við því er, að nema að þau fyrstu fyrir 4 árum hafi kjaftað frá þessum stað þar sem alltaf er frítt brauð, nei ég held að það sé klárt að þetta er sama parið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband