Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
19.2.2012 | 00:56
Nýr veitingastaður Roadhouse á Íslandi
Var að heyra að nýr veitingastaður væri að opna á Snorrabrautinni, í gamla Ríkinu, staður sem að væri í anda ekta "Diners" staða í Ameríku að mér skilst.
Ég vona að þetta sé í anda " Diners, drive - ins and dives " *Guy Fieri´s, sem er frábær, ef svo er verð ég vikulegur gestur þar
Bíð bara eftir boðskorti á opnuninna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 01:14
Gunnar Andersen frá, hvað er í gangi?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2012 | 00:49
Erum við að leggjast lágt fyrir "hinum nýríka og dularfulla Núbó"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2012 | 20:09
Að passa tvennt af hvoru af þremur tegundum er allt annað en auðvelt!!
Já, þetta eru engar ýkjur , í gær fékk ég það verkefni að passa tvö börn, 3 ára og 5 ára, og á þessum aldri á maður von á ýmsu eins og raunin varð! auk tveggja hunda, Silki terríer sem er smáhundur, sjá mynd, og Veimeraner veiðihunds, sjá mynd, sem er margfallt stærri og i raun eins og stálpað folald!!
En þar með er sagan ekki öll sögð, heldur fékk ég líka í mína umsjá tvo ketti sem voru ekki par hrifnir af nærveru hundana, sjá mynd að neðan, og í raun ekki barnanna heldur, kettina hef ég til pössunar í mánuð, börnin koma nær daglega og hundarnir annan hvern dag.Þetta stóð frá kl 5 till 9 og þurfti ég að fæða börnin, hundana og kettina á sama tíma! Það var ekki auðvelt, ég byrjaði á að gefa börnunum spagheti í eldhúsinu, kettirnir fengu sinn mat inni í svefnherbergi og hundarnir sinn mat í stofunni, allt á sama tíma, þetta var ekki auðvelt, en tókst.
Þetta er allt í familíunni eins og sagt er, og þegar að upp er staðið, er þetta bara dásamlegt.
Bara það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2012 | 23:02
Snjóar í höfuðborginni
Skelfilegar fréttir þetta, ágæti blaðamaður
Þetta hefur sennilega farið fram hjá okkur Reykvíkingum, takk fyrir ábendinguna!
Snjóar í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2012 | 01:53
Innflytjendur beri sérstök skírteini
Þetta minnir mig á það þegar að Himler skipaði SS sveitum sinum að merkja alla gyðinga með bandi um ermina, er ég kannski of væmin núna?
Þessi norska blondína, sem vel gæti verið hin dæmigerða "Aría kona" er dómsmálaráðherra Noregs
Innflytjendur beri sérstök skírteini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.2.2012 | 00:06
Skrýtið að gerast í Evrópu?
Við íslendingar höfum ekki farið varhluta af vetrarhörkunni frá því í desember og nú berast fréttir af gríðarlegri vetrarhríð í sunnan og austanverðri Evrópu, hundruð manns hafa látið lífið vegna kulda í austur Evrópu og ekkert lát er á, á Ítalíu hafa sjö látið lífið vegna þessa og hefur herinn verið kallaður út til að aðstoða við snómokstur, þetta er það mesta í tæp 30 ár!
Þetta kemur manni til að íhuga hvort gróðurhúsaáhrif séu hér að verki eða bara eðlileg nátturuleg öfl.
Herinn kvaddur til vegna snjós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2012 | 22:20
Kennara boðið starf sem strippari
"53 ára fyrrum kennslukonu í Frakklandi fékk á dögunum sendan tölvupóst frá atvinnumiðlun á vegum franska ríkisins þar sem lagt var til að hún tæki að sér starf strippara á skemmtistað í næsta nágrenni. "
Lesa meira
Hvaða hvaða, er ekki betra að fá eitthvað að gera en ekkert, hún greinilega lítur niður á þessa starfsstétt!!
Kennara boðið starf sem strippari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Allt í góðu með það, en ég held að fréttaritara væri hollast að öðlast betri skilning á íslensku máli, eða þá að fá betri prófarkalesara með sér í lið, hann segir :
"Beyoncé Knowles veit ekki aura sinna tal og ekki mun ástandið skána ef hún tekur tilboði Simons Cowell"
Hann meinar sjálfsagt að "ekki muni ástandið versna ef hún................................
Býðst 62 milljarðar fyrir X Factor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)