Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
6.5.2011 | 23:12
Hælisleitendur og íslenskukunnátta þeirra
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að í dag reyndi hælisleitandi frá Íran að bera eld að sér í þeim tlgangi að brenna sig til dauða!, hann ku hafa verið að biðja um íslenskan ríkisborgarrétt í um sjö ár án þess að íslensk yfivöld sæju ástæðu til þess að skoða mál þessa ákveðna einstaklinks!.
Ég gagnrýni íslensk stjórnvöld fyrir seinagang í þessu sem og mörgum svipuðum málum og tel að þeirra sé sökin í þessu einstaka máli!
Ég sá viðtal við mann í tengslum við þessa frétt á Rúv og var sá frá, að ég held frá Íran, mér kann að skjátlast um það, en það skiptir ekki máli, útgangspunkturinn er sá að þetta ágæta fólk sem kemur hingað í von um að gerast íslendingar reyna ekki að mér virðist að læra tungumál það sem hér er talað, það er sama við hvern talað er, allir tala ensku!!.
Þið teljið mig kannski rasista en það er af og frá, ég skil ekki hvers vegna fólk sem hingað kemur frá framandi löndum og vill verja ævinni hér með sinni fjöldskyldu og vinum, skuli ekki leggja það á sig að læra tungumál það sem talað er hér á landi!!.
Í raun finnst mér það móðgandi og óvirðing við okkur íslendinga og fána okkar lands að innflytjendum sé ekki gert skylt að læra okkar tungumál til þess að þeir geti gerst hluti af okkar þjóð eins og þeir biðja okkur um! Þar sem ég þekki til íslendinga erlendis, læra þeir alltaf tungumál þess lands er þeir heimsækja og dvelja í , það er okkur einfaldlega eðlilegt, við reynum að aðlagast þeirra venjum og siðum, okkur finnst það einfaldlega sjálfsagt!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2011 | 00:45
Sonur Gaddafis fallinn og börn
Sonur Gaddafis féll í loftárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)