Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
18.3.2011 | 20:25
"H" inn fjögur - Hamfarir í heiminum og horfur í heimsmálum
Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það ríkir gríðarlega víðsjálft ástand í heiminum í dag, burtséð frá sífelldum stríðserjum í Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs, nefnilega í Ísrael og Palestínu, nú bætast við óvenjumiklar náttúruhamfarir víðsvegar um heimin, jarðskjálftar á Nýja Sjálandi, mikil flóð í Evrópu og nú síðast gríðarlegur skjálfti í Japan upp á um 9 á richter skala sem er með því mesta sem mælst hefur frá upphafi.
Við það bætist að eitt af kjarnorkuverum japana í Fukushima er að hruni komið og aðeins spurning um hvenær það brestur með hrikalegum afleiðingum.
Einnig hafa róstur í arabalöndum verið með þeim hætti að það virðist sem að þegnar þeirra séu að gera uppreisn gegn harðstjórn margra þeirra svo sem Egyptalandi, Bahrain, Túnis og nú Lýbíu, þar sem að öryggisráð SÞ ályktuðu nær samhljóða flugbann yfir landinu og að auki eru hernaðaraðgerðir heimilaðar til varnar óbreyttum borgurum landsins.
Það er langt síðan að svona hrikaleg heimsýn hefur blasið við okkur, og ekki laust við að maður sé nokkuð smeykur við framtíðina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2011 | 00:00
Bannað að prumpa á almannafæri
Það er harla fyndin lagasetningin sem þingið í borginni Blantyre í Malaví setur fyrir í næstu viku, nefinilega að það verður stranglega bannað að "prumpa" á almannafæri ! Verði "prumvarpið" samþykkt verður bannað að leysa vind á almannafæri frá og með næstu viku.
http://visir.is/bannad-ad-prumpa-a-almannafaeri/article/2011110319676
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2011 | 23:49
Held að Arsenal geti afskrifað titil í ár
það er með ólíkindum hve illa Arsenal menn leika undir pressu, þeir virðast fara á taugum og geta akkúrat ekkert gegn marki andstæðingana, að ekki sé talað um varnarleik liðsins sem er í molum og ekki nein úrræði gegn föstum leikaðferðum!þ
Held í alvöru að tími sé komin á nýjan stjóra!
![]() |
Djourou fór úr axlarlið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 23:38
Fótboltinn er mikilvægastur!
Segir Ólafur Guðmundsson handknattleikskappi úr FH sem kallaður hefur verið í landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar fyrir leik okkar gegn Þýskalandi ytra á sunnudag.
Hann segist vera klár í slaginn ef á þurfi að halda, og sé tibúinn að koma inn á sé hans óskað.
Flottur íþróttamannsandi þarna á ferð.
![]() |
Ólafur: Fótboltinn er mikilvægastur (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2011 | 21:36
Siðferði einnar kynslóðar olli hruninu!
Það er von að maður spyrji sig að því hve spilling á Íslandi sé mikil. Er hún nýtilkomin eða er þetta búið að viðgangast í langan tíma? Við vitum öll að "vinagreiði og kunningjareddingar" hafa tíðkast hér um áranna rás og eru sennilega ekkert á undanhaldi.
Við hefur bæst sú kynslóð sem kom Íslandi á kvínandi kúpuna, það er þessi hópur nýútskrifaðra viðskiptafræðinga og lögfræðinga sem fóru að færa sig smátt og smátt i verðbréfviðskipti og höndlaðu með bréf fyrirtækja sem sitt lífsviðurværi, þetta vatt upp á sig og að lokum var þetta hálfgerður "Matador" leikur þar sem að þessir menn og konur skiptu á milli sín fyrirtækjum og bréfum og voru í engum tengslum við raunveruleikann!!
Þetta er ein kynslóð mannna og kvenna sem aldrei hafa þurft að hafa nokkurn skapaðan hlut fyrir lífinu og eiga að dæmast eftir gjörðum sínum!!!!
6.3.2011 | 00:39
Nakin kona í kennslustund um kynlíf
Ég hefði ekki verið á móti svona kennsluaðferðum á mínum yngrí árum
![]() |
Nakin kona í kennslustund um kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.3.2011 | 00:21
Hayabusa á hraðferð
Hugsið ykkur, hún er rúma tvo tíma að stíma um 700 km leið frá Tokýo til borgarinnar Aomori. (eða þannig, hún er varla á hámarkshraða allann tímann) en samt.
![]() |
Hayabusa á hraðferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.3.2011 | 01:18
DV: Diana Wallis - "Smáríki hafa áhrif í ESB" ???
Eftir að hafa lesið þetta drottningarviðtal þeirra áhugamanna um aðgöngu að evrópusambandinu við þessa konu Diönu Wallis sem ku vera varaforseti evrópiþingsins, sannfærir mig það aðeins ennbetur að þetta eru ekkert annað en frímúrararegla heimsvaldasinna í Evrópu!!! Leifar af gömlum "lordum" í Bretlandi sem sakna gamla nýlendutímabilsins sem þeir hafa glatað, og "prússneskum valdaþorsta þýsku yfirstéttarinnar.
"Wallis segir að áhrif þingsins hafi aukist umtalsvert í kjölfar upptöku Lissabon-sáttmálans og ræddi hún núverandi stöðu þingsins sem löggjafarvalds í Evrópusambandinu og einnig hvernig smáríki geta látið að sér kveða innan þingsins." Já, eins og littlar þjóðir fái í raun einhverju ráðið þar!.
Blaðamaður Vísis.is spyr þá (Björn Teitsson)
Gæti Ísland þá búist við því að hafa áhrif innan þingsins?
"Við verðum að muna að þingmenn starfa ekki sem fulltrúar landa sinna heldur sem fulltrúar stjórnmálasamtaka innan þingsins. Það veitir hverjum þingmanni stuðning til að afla sér upplýsinga um öll þau málefni sem hann vill. Einstök ríki geta sjaldnast fjallað um öll þau mál sem þeim þóknast, en innan ramma stjórnmálasamtakanna er það hins vegar mögulegt. Ekki má gleyma að smáríki kjósa sér yfirleitt nefndir þar sem fjallað er um mikilvægustu málefni þeirra, og þar sem tilteknir þingmenn geta búist við að hafa mikil áhrif. Ég býst fastlega við því til dæmis, að íslenskur Evrópuþingmaður myndi vafalaust sitja í sjávarútvegsnefnd. Þar sem Ísland yrði stærsta fiskveiðiþjóð sambandsins, ef af aðild verður, myndi sá þingmaður augljóslega hafa burði til að hafa mikil áhrif. En auðvitað skipta einstaklingarnir sjálfir miklu máli, séu þeir kraftmiklir og duglegir getur hvaða þingmaður sem er haft mikil áhrif, sama hvaðan hann kemur. Það er að minnsta kosti mín reynsla "
Af orðum þessarar konu sem er týpísk kerfiskerling, má merkja að allt sé svo yndislegt við það að ganga til liðs við sambandið, littla Ísland fái miklu ráðið í "nefndum" sem okkur séu ætluð og svo framvegis, sem sagt alls ekkert nýtt né í þessum málflutnigni sem er í raun algert prump!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.3.2011 | 00:34
Dómarinn gaf 36 rauð spjöld
Bara í henni Suður Ameríku getur slíkt komið fyrir, þó svo að um sé að ræða leik í fimmtu deild þeirra Argentínumanna er hitinn ekkert síðri en þegar ofar dregur í deildinni, nema síður sé, sjá myndbrot í slóðinn að neðan.
http://visir.is/domarinn-gaf-36-raud-spjold/article/2011110309439
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 00:04
Hnífamaður reyndi að ráðast á Mourinho
Það er gömul staðreynd að þeir sem taka mest til sín í heimspressuni lenda stundum í því að verða skotspæni ruglaðs fólks, nú skilst manni skv nýjum fréttum að Jose Mourinho hafi á föstudag nærri orðið fórnarlamb manns sem réðs á hann með hnífi á flugvelli á Spáni, en öryggisvörður hafi lent í milli og tekið slagið.
![]() |
Hnífamaður reyndi að ráðast á Mourinho |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)