Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011
30.1.2011 | 02:16
Evrópusamtökin my.................................?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.1.2011 | 01:53
Kolbeinn "kapteinn" með fimm mörk
Kolbeinn skoraði fimm mörk fyrir AZ Alkmaar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2011 | 22:20
Knattspyrnustjarna tók upp kynlífsmyndband
Ekkert má nú orðið, hvað með það þó að fótboltamaður stundi kynlíf uppi í herbergi?? Það er greinilegt að pressann er í krísu og leitar alltaf að ódýrasta umfjöllunarefni handa heimskum lesendum sínum!
http://visir.is/knattspyrnustjarna-tok-upp-kynlifsmyndband/article/2011726010462
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2011 | 21:15
Skemma múmíur í Egyptalandi
Það eru ekki hinir almennu borgarar sem eru að skemma verðmætar arfleiðir landsins heldur eru það glæpahyski sem nota tækifærið og láta hendur standa fram úr ermumþ
Annars er gaman að sjá þessa mynd af þessum fornleifafræðingi, hann minnir mig á frægan leikara sem lék einmitt fornleifafræðing í nokkrum myndum, hatturinn og allt
Skemmdu tvær múmíur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2011 | 20:31
Ljóðalist, frá Íslandi til ljóðlistar úr austri
Ég hef lengi verið aðdáandi góðrar ljóðlistar og hef sjálfur tekist við þá góðu list, með misjöfnum árangri eins og svo mörgum öðrum reyndar, en það eru ekki bara á vesturlöndum sem menn hafa reynt fyrir sér í þessum orðaleik sem ljóð eru.
Ljóðlist er listgrein þar sem fagurfræði tungumálsins er í forgrunni, og meiri áhersla er lögð á uppsetningu og hrynjandi heldur en efnislegt innihald textans.
"Þótt skilgreiningin á ljóðum og ljóðlist hafi verið útvíkkuð í seinni tíð eru þó enn til afbrigði ljóðlistar sem lúta mjög ströngum bragfræðilegum reglum. Dæmi um það eru íslenska ferskeytlan og japanska ljóðaformið Haiku." (tekið frá Wikipedia)
Dæmi um rétt kveðna ferskeytlu:
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur,
en verður seinna í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
(Andrés Björnsson)
Svo er það Japanska formið Haiku (Hæka)
Haiku er japanskur bragaháttur sem þróaðist út frá rengu sem er bragur þar sem tveir eða fleiri kveðast á. Hæka hefur þrjár braglínur með fimm atkvæðatáknum í fyrstu línu, sjö í næstu og fimm í þeirri þriðju. Efni rétt ortrar hæku á að tengjast náttúrunni og innihalda eitt orð (kigo) sem tengist þeirri árstíð sem er þegar hækan er ort. Hækur eru ortar í nútíð og innihalda ekki rím. Efni hækunnar eru yfirleitt tvær (sjaldnar þrjár) einfaldar skynmyndir eða upplifanir á náttúrunni.
Dæmi:
Í nótt kom vorið
hvergi sér ský á himni
þrestir ræðast við
Vorilmur trjánna
fær grjótið til að gægjast
undan snjófeldi
Þegar ég kem út
hvað sé ég! þarna hangir
vor á pílviðnum
Eins og við sjáum er þetta töluvert öðruvísi en okkar gamla og góða ferskeytla, en það er gríðarlega gaman að lesa japönsk og kínversk ljóð sem eiga aldagamlar hefðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2011 | 19:34
Jón Bjarna vill ekki að Ögmundur segi af sér!
Auðvitað ekki, þeir passa rassgatið á hverjum öðrum þessi blessuðu ráðherrar
Ögmundur er nýbúinn að lýsa yfir stuðningi við Jón Bjarnason í vikunni og er þá ekki tilvalið að gjalda keisarans því sem keisarans ber? Með því auðvita að verja Ögmund í staðinn, þetta pakk er svo gelt að það hálfa væri nóg.
Fráleitt að Ögmundur segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2011 | 00:26
Viggó óhress með liðsvalið hjá landsliðinu!
Vel spilað í fyrry hluta keppninnar en liðið keyrði sig út í seinni hluta hennar,
Hann gagnrýnir Guðmund fyrir að hafa ekki notað Sigurberg Sveinsson meira í keppninni en raun ber vitni.
"Eftir á að hyggja held ég að Noregsleikurinn hafi kostað okkur mjög mikið. Það var í raun dýrkeyptur sigur að mörgu leyti fyrir það sem á eftir kom."
„Óskiljanlegt að taka Sigurberg með“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 22:34
Telegraph: Iceland til sölu á 274 milljarða
Það virðist vera að koma í ljós að virði eigna skilanefnda bankanna eru meiri en menn þorðu að vona í upphafi.
Nú virðist sem að keðjan Iceland sé um 274 milljarða virði!! ekki slæmt upp í allar kröfurnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2011 | 22:23
Pæling til hægri, sveigja til vinstri, eða er það öfugt ??
Allir tala um gamla fjórflokkinn og allt sem hann hefur gert af sér, eða öllu heldur það sem hann hefur alls ekki gert!!!
Það sem að mörgum sést yfir er að þegar að kosningar nálgast er raunin oft sú að vinstri menn leggjast í hýði og fara að pæla í hvort þeir eigi að kjósa D eða S eða svo fr
Það sama gegnir um hægri menn, sjálfur tel ég mig til hægri manna og var lengi að velta fyrir mér að kjósa Græna þegar að hrunið varð!!
En, ég lét ekki undan freistingum og stóð við sannfæringu mína þrátt fyrir að árásum linnti ekki á mína flokksmenn!!
Nú get ég borið höfuðið hátt þar sem að vinstri öflin eru því sem næst búinn að rústa efnahag þjóðarinnar svo um muni!!
Í næstu kosningum get ég með stolti kosið þann flokk sem ég tel hæfastann í að leiða landið út úr þessu skelfilegu ógöngum sem við erum nú í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.1.2011 | 22:08
Lesbíur fá ekki að giftast í Frakklandi!
Stjórnarskrárréttur í Frakklandi hefur meinað lesbísku pari að giftast, þau eiga þegar fjögur börn.
Í úrskurði segir að það sé stjórnmálamanna að breyta þessum lögum sem hamla giftingu gagnkynheigðra.
Þetta er sorgleg niðurstaða fyrir frakka og aðra evrópubúa, þar sem að meirihluti þessara landa styður sambúð homma og lesbía yfir höfuð.
Það er því komin tími til að þessum gömlu skruddureglum og úrsérgengnulögum verði eytt ekki síðar en strax!!!
Frakkar meina lesbíum að giftast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)