Pæling til hægri, sveigja til vinstri, eða er það öfugt ??

Allir tala um gamla fjórflokkinn og allt sem hann  hefur gert af sér, eða öllu heldur það sem hann  hefur alls ekki gert!!!

Það sem að mörgum sést yfir er að þegar að kosningar nálgast er raunin oft sú að vinstri menn leggjast í hýði og fara að pæla í hvort þeir eigi að kjósa D eða S eða svo fr

Það sama gegnir um hægri menn,  sjálfur tel ég mig til hægri manna og var lengi að velta fyrir mér að kjósa  Græna þegar að hrunið varð!!

En, ég lét ekki undan freistingum og stóð við sannfæringu mína þrátt fyrir að árásum linnti ekki á mína flokksmenn!!

Nú get ég borið höfuðið hátt þar sem að vinstri öflin eru því sem næst búinn að rústa efnahag þjóðarinnar svo um muni!!

Í næstu kosningum  get ég með stolti kosið þann flokk sem ég tel hæfastann í að leiða landið út úr þessu skelfilegu ógöngum sem við erum nú í. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, til hamingju með Hægri Græna!

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, ef kalla má Sjálftæðisflokkinn hægri græna, þá meðtek ég þínar hamingjuóskir með hlýju kæri vinur

Guðmundur Júlíusson, 28.1.2011 kl. 22:49

3 Smámynd: Björn Birgisson

Gott.

Björn Birgisson, 28.1.2011 kl. 23:19

4 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Gott er Nóa Síríus lengja með lakkrís í miðjunni, en hvaða Gott er Björn  að tala um?

Guðmundur Júlíusson, 28.1.2011 kl. 23:37

5 Smámynd: Björn Birgisson

Atkvæði þitt til Bláhersins, ekki mun veita af!

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 00:00

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, ég get lofað þér því að næstu kosningar verða "bláhernum" eins og þú kallar flokkinn, þær sigursælustu í manna minnum, mundu orð mín, enda eru skoðanakannanir allar að benda í þá átt!!!

Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 00:17

7 Smámynd: Björn Birgisson

Hreint ekki útilokað.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 00:32

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Jóhanna sigurðardóttir Lýsti því yfir á fundi Samfylkingarinnar, að ný stjórnarskrá liti dagsins ljós fyrir kosningar. "ef" hún fær að ráða. Hún lítur semsagt svo á að sæti hennar í Ríkisstjórn, sé farið fyrir bí. Það er gott að hún skuli nú loksins viðurkenna það að hún situr ekki í náð þjóðarinnar.  VG. Ættu að feta í fótspor hennar í því efni, og slíta þessu strax!! því fyrr því betra!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 29.1.2011 kl. 17:15

9 identicon

Eyjólfur, takk fyrir þetta og innlitið, ég er á því að stjórnarslit verði fyrr en seinna, kannski í næstu eða þarnæstu viku!! ef Guð lofar.

Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 17:37

10 Smámynd: Björn Birgisson

Eyjólfur, hvað viltu fá í staðinn? Bjarna Ben., Þorgerði Katrínu, Illuga, Árna Johnsen og Guðlaug Þór kannski? Framsókn kannski? Hvað má bjóða þér? Þitt er valið. Guðmundur vinur okkar ætlar kvaðalaust að krossa við D næst, að eigin sögn hér að ofan. Gerir þú það líka? Veistu, ég ætla ekki að gera það. Ég þekki söguna of vel til að treysta mér til þess.

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 17:43

11 identicon

Björn minn elskulegur, hvað vilt þú þá? Ekki viltu áframhaldandi óstjórn? Þú vilt kannski Gnarr í öðru veldi? Nei takk, ég trúi því ekki á svona góðann og gildann ísfirðing og aðfluttann suðurnesjamann eins og þig, vera að vilja annað eins sullumbull og við erum að horfa á í borgaróstjórn í dag!!

Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 18:24

12 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, þakka þér góð orð til mín. Ef þú ferð ekki með það lengra, skal ég segja þér hvað ég tel vera fyrir bestu. Ekki endilega hvað ég vil. Þar kann að vera munur á. Eftir mikil útskipti á fólki eiga Sjálfstæðismenn og Samfylkingin að mynda hér trausta stjórn, með miklum meirihluta. Leggja gamlar væringar til hliðar og vinna þjóðinni allt það gagn sem vera má. Sérstaklega í atvinnumálum, án þess þó að skuldsetja hér allt upp í rjáfur næstu aldirnar. Hlusta á hugmyndir og leyfa þeim að verða að veruleika. Farðu nú ekki með þetta lengra, elsku drengurinn minn!  

Björn Birgisson, 29.1.2011 kl. 20:05

13 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, ég lofa að uppljóstra ekki þessari játningu þinni, sem ég er svo innilega sammála.

Þú leynir á þér þegar að þú vilt það við hafa, ég held að það yrði sennilega besti kosturinn að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking færu í  sterka stjórn, án VG nota bene, því að allir vita að plús og mínus er aðeins jákkvætt. 

Guðmundur Júlíusson, 29.1.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband