Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
19.6.2010 | 02:38
Myrtur af syni sínum!
Það hlýtur að segja meira en orð fá lýst, ástandinu í hinu stríðshrjáða landi Írak, þegar að þrítugur sonur ákveður að skjóta föður sinn í svefni vegna þess að faðirinn vildi ekki segja starfi sínu lausu sem verktaki og þýðandi fyrir bandaríska herinn í Írak!!
Sonurinn er talinn tengdur Al Kaída samtökunum. (hver er það ekki) og er frændi þeirra beggja talinn meðsekur. Að auki er annar sonur hins myrta leitað vegna gruns um að vera meðsekur.
19.6.2010 | 02:07
"A Day In the Life" á 152 mílljónir
Þetta lýsir best hve gríðalega vinsælir þessi besta grúbba allra tíma er þegar að texti eins þeirra besta lags slær upp í þessar upphæðir á Sotheby's í New York.
Þess ber að geta að talsmenn Sotheby's segja að árið 2005 hafi fengist ein milljón dala fyrir textann að laginu All You Need Is Love!!
19.6.2010 | 01:14
Hversu langt eigum við að ganga?
Hversu langt eigum við íslendingar að ganga til að þóknast stóru þjóðunum með inngöngu í EB?
Þjóðverjar heimta að við hættum hvalveiðum, hollendingar og breta að við borgum Icesafe upp í botn.
Eru kostirnir ásættanlegir til að fórnað sé þessum hagsmunum? hvalveiðarnar eru jú ekki arðbærar í sjálfu sér en þær eru spurning um þjóðarheiður og stolt sem þjóð með ákvörðunarrétt, og engin skyldi taka það frá okkur nokkurn tíma! og Icesafe er spurning um afkomu allrar þjóðarinnar!! um það hvort lífskjör verði sæmileg eða léleg á næsta áratug eða svo!
Ef stjórnvöld ætla að semja þetta frá okkur er útséð um sjálftæði þessarar þjóðar, það er klárt, innlimun í Evrópubandalagið verður til þess að innra skipulag hrynur og allur sjávarútvegur verður fluttur úr landi ásamt þvi að íslenskur landbúnaður mun deyja út með innfluttningi "allskonar" eins og Jón Gnarr myndi orða það!!
Það vita það allir sem eitthvað horfa á fréttir frá Evrópu, að EB er á brauðfótum, svo miklum að ekkert bakarí myndi sjá sóma sinn í að sjá því fyrir bakkelsi þetta árið!! Evru er spáð dauða á næstu árum svo að ég sé ekki hvers vegna við ættum að vera að sækja um inngöngu í dauðvona dæmi ??
19.6.2010 | 00:16
Greinilegt að menn hafa áhyggur af öryggi krónprinsessunar!
Hún gengur í það heilaga á morgun með sínum heittelskaða Daníel Westling.
Um tvöþúsund lögreglumenn munu ganga um göturnar ásamt sexþúsund hermönnum!! góðan daginn!
Svo er bara að vona að ekkrt illt komi fyrir og allt takist vel
Gríðarleg öryggisgæsla í Svíþjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.6.2010 | 00:00
Blúsbræður fá uppreisn æru Vatikansis
Þeir eru nú opinberlega viðurkendir fyrir traust og kristileg gildi og þar með komnir í hóp með myndum eins og "The Ten Commandments, Jesus of Nazareth, og jólahugvekjunnar, It's a Wonderful Life.
Þess má geta að þessi mynd þeirra Belushi og Akroyd er þrjátíu ára í ár.
Hipp Hipp
http://visir.is/blusbraedurnir-fa-blessun-katholikka/article/2010528477963
18.6.2010 | 23:47
Bölvaði Beckham
En greyið Beckham á sáralittla sök á þeim hörmungum sem enska liðið er búið að koma sér í, hann er aðeins á bekknum og getur sig lítið hrært!!
Þetta er einfaldlega sök allra leikmanna liðsins sem og þjálfarans ítalska sem eru ekki að "fúnkera"
Bölvaði Beckham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2010 | 23:16
Ungur drengur fórnar lífi sínu fyrir bróðir sinn!
Átta ára drengur lést við að bjarga sautjánmánaða bróður sínum úr brennandi húsi í Queens í New York. Hann var heima ásamt átjan mánaða gömlum bróður sínum og amma þeirra að passa þegar að eldur virðist hafa blossað upp með littlum fyrirvara, amman náðið Tyanthony, hinum átta ára gamla dreng út en þegar að hann áttaði sig á að bróðir hans er enn inni, hleypur hann inn til þess að reyna að bjarga bróðir sínum en lætur lífið í þeirri tilraun sinni ! Hetjulegt af þeim unga dreng.
http://visir.is/ungur-drengur-lest-thegar-hann-reyndi-ad-bjarga-brodur-sinum/article/201042848501
Eins marks tap fyrir Brasilíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2010 | 20:12
Lélegt enskt lið !
18.6.2010 | 19:35
Messi segir að Fabregas vilji fara til Barcelona
Messi: Fabregas vill koma til Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2010 | 23:25
Ákveðin vonbrigði!
Hanna Birna mun ekki bjóða sig fram sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins en það þýðir þó ekki að hún muni fara fram gegn Bjarna Ben í formannsslaginn!!
Ég vona það allavega
Hanna Birna býður sig ekki fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |