Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Nýtt kosningalag "besta flokksins"

Þetta væri mun betra og hressara kosningalag hjá Jóni og félögum:


Eftir nákvæmlega viku verður kosið í sveitarstjórnarkosningum á Íslandi

Það eru uppi nokkuð sterk merki þess að nýr flokkur, flokkur Jóns Gnarrs gamanleikara muni koma sterkur inn með um um átta menn kjörna í Rvk, og er það gríðarlega mikið fréttaefni þar sem að í hlut eiga persónur sem enga reynslu hafa af pólítík og eða stjórnunarstörfum!. Eru kannanir að blekkja okkur, og þá kjósendur að reyna að hrista allverulega í gömlu flokkunum en fara síðan á kjörstað og kjósa það sem þeir hafa alltaf gert? Eða er þetta raunin sem koma mun í ljós? Ekki gott að segja, en eitt er víst að á næsta kjörtímabili mun allt annað mynstur verða á henni pólítík eftir þetta útspil "besta flokksnins" .

Marteinn Mosdal verður kannski frambjóðandi í næstu alþingiskosningum? Ég skora hér með á Ladda!

Ef Reykvíkingar eru tilbúnir að kjósa Jón Gnarr nú, er þá ekki tilvalið að fá Ladda í gerfi Marteins Mosdal til að taka stökkið í næstu alþingiskosningum og fara í framboð á landsvísu! Flottur forsætisráðherra þar á ferðinni. Það yrði mun fyndnara en framboð Jóns Gnarrs. Það verða þá flottir karakterar eins og Skúli rafvirki sem gæti orðið iðnaðarráðherra, Eríkur Fjalar þá menntamálaráðherra, Leifur óheppni fjármálaráðherra og þar fram eftir götunum, nóg er af mönnum þar sem gætu komið okkur heldur betur á kortið sem fyndnasta þjóð heims! Það yrði ekki leiðinlegt að hlera ríkisstjórnarfund hjá þeim LoL

Er maðurinn enn að grínast, eða hefur hann ekki hugmynd um hvað blaðamaðurinn er að spyrja hann um??

Mér er ekki hlátur í huga þó svo margur haldi að þetta sé svakafyndið hjá Jóni Gnarr, hann tekur ýmist einn eða annann pól í hæðina þegar spurður um fjármál borgarinnar og virðist ekkert vita hvað hann eigi að segja, annað en að vera fyndinn.

Chamakh komin til Arsenal

Fagnaðarefni að þessi leikmaður skuli hafa skrifað undir samning við Arsenal og býst ég við miklu  af honum  sem hörkumarkaskorara.  Húrra!
mbl.is Chamakh kominn í raðir Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er gosinu loks að ljúka ?

Stórlega virðist hafa dregið úr gosvirkni skv nýrri stöðuskýrslu frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun HÍ, ekkert hraunrennsli er úr gígnum segja þeir.

Loks góðar fréttir og óskandi að þetta séu lokin og ekkert nýtt sé að koma svo sem gos úr Kötlu.


mbl.is Stórlega hefur dregið úr gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég mun flytja úr bænum ef "besti flokkurinn" fær meirihluta í borginni !!

Öðruvísi mér áður brá, ég trúi ekki að almenningur sé svo djö. vitlaus að fara að kjósa þetta yfir okkur í borginni!! ef raunin verður mun ég flytja úr bænum!!!!
mbl.is Besti flokkurinn með 8 fulltrúa?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru enginn takmörk á því hverjir svindla í dag?

Nú eru leigubílstjórar í New York ásakaðir um að hafa svindlað með því að ofreikna gjald til viðskiptavina sinna sem eru hreint ekki fáir! Maður spyr sig hvort það sé að verða sjúkdómur um gervalla heimsbyggðina að svíkja stela og pretta!!!

 


mbl.is Leigubílstjórar svindluðu á viðskiptavinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flokksöngur Besta flokksins óður til þjóðernissinna ?

Það er með ólíkindum að hlusta á þennann söng, ef söng skal kalla hjá Jóni Gnarr (aðrir eru góðir í laginu) er hann tekur lag Tinu Turner, Simply the best,  og snýtir út  tilbaka afbakaðri útgáfu af því er mér finnst,  þjóðernislegu þýsku 1936 vídeói, eins og þetta væri leikstýrt af Göbbels,  og rukkar ekkert í lokin þegar hann kemur fram og minnir mig heldur of mikið fyrir minn smekk á  gamla karlinn Hitler, ég meina það já, eins og Hitler! sorglegt.


Ráðleggur fólki að heimsækja Ísland

Landið er áminning um upphaf  heimsins sem og  afhjúpun sameinuð!, og Þar sé allt tómt! skrýtið og leiðinlegt á stundum, nánast allir trúa á álfa og huldufólk, heitir hverir á hverju strái og allir ættu að koma hingað  einu sinni!

Enn sætt af henni að tala svona fallega um okkur, jæja það er þá alla vega verið að tala um okkur, það er þó nokkuð.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband