Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
27.2.2010 | 02:18
Sjónvarpsmaður ársins hjá Íslandi í dag - Sitt sýnist hverjum !
Það er með ólíkindum hve lélegur smekkur þjóðarinnar er, að velja þennann svokallaða "Sveppa" sem ég get með engu móti séð hvaða vinsældir liggja að baki, sem númer þrjú, og í kjölfarið hana Þóru sem ég get vel sæst á, og síðann hann Pétur Jóhann, veit ekki, fíla hann ekki, mætti halda að ungt fólk hefði aðeins kosið í þessari kosningu þeirra félaga, hefði viljað sjá menn eins og Sölva í efstu sætum!!!
27.2.2010 | 01:47
Íslendingar saka Ástrala um að svíkja hvalveiðiþjóðir!
Viðræður hafa nú farið fram um nokkurt skeið um hvalveiðar og framhald þeirra, og lengi vel leit út fyrir að samkomulag væri að nást um sjálfbærar veiðar og voru Ástralar þar á meðal samningamanna er voru að ná sáttum um þær, en allt í einu skella þeir fram gagntillögu er lýtur út fyrir að vera til þess gerð að koma i veg fyrir sátt í málinu!!
"Peter Garrett, umhverfisráðherra Ástralíu, sendi hins vegar frá sér gagntillögu í gær. Hann vill að öllum veiðum verði hætt um ótilgreinda framtíð fyrir utan þær veiðar sem frumbyggjar í hvalveiðiríkjum þurfi nauðsynlega á að halda sér til framfærslu"
Það er með ólíkindum hve margar þjóðir heims eru illa upplýstar um fjölda hévaldýra á heimshöfum okkar, og ekki síst hve mikið þeir éta af aflaverðmæti okkar á hverju ári!!!! Ég hlýt að kenna grænfriðungahreyfingunni, ásamt urmull af svipuðum hreyfingum um allar jarðir um hve mikið logið hefur verið að þessum þjóðum hve varðar stofnstærðir þessa dýra. Þetta er yfirleitt fólk sem ekki nennir að vinna handtak og gerir sig út til að mótmæla hér og þar úti í heimi, og er styrkt af ónafngreindum aðilum sem hafa ekkert betra við peninga sína að gera, enda sennilega komnir af sömu uppsprettu og fjármálasnillingar Kaupþings og hinna bankanna, eitthvað varð að gera við þennann gróða!!!
http://visir.is/article/20100226/FRETTIR01/947624297
26.2.2010 | 23:01
Terry v Bridge, Showdown!!
Ó já, það verður gríðarega gaman að fylgjast með þessum slag þessara jöfnu liða, og ekki síst að þeir mætast "vinirnir" Terry og Bridge í fyrsta sinn frá því þetta meinta framhjáhald Terrys kom upp á yfirborðið. En talandi um leikinn, menn Terrys munu ekki eiga í neinum erfiðleikum með að vinna sigur á City liðinu, þeir eru einfaldlega mun betri.
Ef það er einhver sem getur "potað honum inn" er það Terry, hann hefur sýnt það í miklum mæli undanfarið með sinni miklu færni í bólinu, og fælt mann og annann frá sér og jafnvel enska landsliðinu ! hann sér rammann "gatið" öðrum betur, miðar og missir ekki marks, einbeittur brotavilji, spurning hvort hann hafi skotið "blank shots" veit ekki hvað Bridge finnst um það, en svona gerast kaupinn hjá "fræga" fólkinu !!!
26.2.2010 | 20:00
Hvað varð um fjörugar stjórnmálaumræður í sjónvarpi?
26.2.2010 | 19:49
What a Wonderful world
Á þessum róstursömu tímum er ekki úr vegi að hlusta á snillinginn Louis Armstrong flytja lagi sem fær okkur öll til að fella tár, tár sem hljóta að vera tvíbennt.
26.2.2010 | 19:30
Hve oft á að fresta birtingu á þessari &/%$(&)&/% skýrslu?
26.2.2010 | 18:45
Bölið yrði enn verra við leyfisveitingu spilavíta
Ég tel að það væru mikil mistök ef spilavíti fengju að starfa á Íslandi, fíknin er ekkert grín og allt of margir yrðu til taks að taka lokastökkið í þessu víti, mun fleiri en menn gera sér grein fyrir!!
Leggst gegn opnun spilavíta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.2.2010 | 18:33
Slegist við fæðingarrúmið!
Lést í fæðingu eftir rifrildi lækna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2010 | 21:24
Útvarpsárásir eru nýjasta tískann!
Það er að verða tískufyrirbrigði að ráðast á þekkta einstaklinga í og við útvarpshús, hverra sem það nú er, nú síðast varð Jón Magnússon fyrir því að löglærður einstaklingur veittist að honum og tók kverkataki með hótunum um líflát. Spurning hvort þurfi að ráða öryggisverði við öll útvarpshús landsins ? bara spyr sí sona.
http://www.dv.is/frettir/2010/2/20/haestarettarlogmadur-tekinn-kverkataki-utvarpi-sogu/
20.2.2010 | 16:28
Bellamy og Mancini rífast eins og hundur og köttur
Góðar fréttir berast úr Manchester borg, city megin, þegar að þeir félagar Craig Bellamhy og stjórinn ítalski Mancini eru farnir í hárið á hvor öðrum, lengi hefur verið ljóst að Bellamy var mikill stuðningsmaður Mark Hughes og sauð upp úr þegar hann var beðinn um að fara á aukaæfingu hjá ítölskum aðstoðarþjálfara stjórans!!
http://visir.is/article/20100219/IDROTTIR0102/658977791